Skáksambandsmálið

Stórmeistarar verði ekki lengur opinberir starfsmenn
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur kynnt áform um ný heildarlög um skák. Helsta breytingin sem er áformuð er að stórmeistarar í skák verði ekki lengur opinberir starfsmenn og að þeir fái ekki greitt fyrir það eitt að vera stórmeistarar.

Ný sería af Sönnum íslenskum sakamálum: Skáksambandsmálið og bruninn á Bræðraborgarstíg
Ný þáttaröð af Sönnum íslenskum sakamálum kom út á Storytel í gær. Þar mun Sigursteinn Másson taka fyrir fimm sakamál sem komið hafa upp hér á landi. Skáksambandsmálið svokallaða og bruninn á Bræðraborgarstíg eru á meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir í þáttunum.

Dómur mildaður yfir Sigurði í Skáksambandsmálinu
Landsréttur mildaði í dag refsingu Sigurðar Ragnars Kristinssonar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Sigurður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en Landsréttur stytti refsinguna í þrjú og hálft ár.

Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar sektuð um 106 milljónir
Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016.

Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot
Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins.

Telja hættu á að Sigurður fari úr landi
Landsréttur staðfesti í gær fjögurra vikna farbannsúrskurð úr héraðsdómi yfir Sigurði Kristinssyni sem á dögunum var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Skáksambandsmálinu svokallaða.

73 milljóna gjaldþrot Hvíta riddarans
Ekkert fékkst upp í rúmlega 73 milljóna kröfur í þrotabú félagsins HR2015 ehf.

Sigurður dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar
Hákon og Jóhann hlutu vægari dóma.

Ítrekað spurt út í aðild fjórða aðila og viðstöddum vikið úr dómsal vegna einnar spurningar
Beðið eftir vitnum frá Spáni.

Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans
Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna.

Þurfti að innheimta milljóna króna lán frá Sigurði vegna Fullra vasa
Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar, Fullir Vasar, og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði.

Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar
Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.

Sunna Elvira ekki á vitnalista í Skáksambandsmálinu
Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist til lífstíðar eftir að hafa fallið um fjóra metra á heimili sínu í Málaga á Spáni og sætti farbanni vegna fíkniefnamáls, kemur ekki til með að bera vitni í Skákasambandsmálinu svokallaða. Sigurður Kristinsson, fyrrverandi eiginmaður Sunnu, er einn þriggja sakborninga í málinu, sem snýr að smygli á fíkniefnum til landsins.