Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2019 10:54 Sigurður segist hafa fengið þá hugmynd að fela amfetamín í taflmönnum. Töluverð vinna fór í að koma efnunum fyrir en lögregluyfirvöld virðast hafa lesið Sigurð eins og opna bók. Wikimedia Commons Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. Jóhann Axel virðist hafa verið í hlutverki sendils í málinu. Sagðist Jóhann Axel hafa fengið skilaboð frá Hákoni Erni Bergmann að taka við sendingunni, greiða af henni toll og fara með hana að knattspyrnusvæði við Tungubakka í Mosfellsbæ.Taldi að um stera væri að ræða Sagði Jóhann Axel við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði talið að um stera væri að ræða. Þegar fjöldi lögreglumanna hefði handtekið hann áttaði hann sig í því að hann væri flæktur í alvarlegra mál. Vildi maðurinn meina að um þrjátíu lögreglumenn hefðu beðið hans. Jóhann Axel sagðist hafa skuldað Hákoni Erni þrjú hundruð þúsund krónur vegna fíkniefna sem hann hefði tekið í leyfisleysi frá Hákoni fyrir mörgum árum. Átti hann að sækja pakkann og afhenda hann og vera þá laus allra mála. Jóhann Axel segist hafa ályktað út frá upphæðinni að um stera væri að ræða því enginn heilvita maður myndi flækja sig í svo stórt mál, líkt og reyndin er í dag, fyrir jafn lága upphæð. Jóhann Axel var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldi af því að hann var handtekinn í janúar. Hann sagðist hafa farið í meðferð í apríl í fyrra og tekið líf sitt í gegn. Hann væri edrú í dag.Tjáði sig ekki Sigurður Kristinsson, sem ákærður er fyrir að hafa lagt á ráðin við innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, kaus að tjá sig ekki frekar um málið í morgun. Hann hefur játað að hluta en er ósammála ákæruvaldinu um magn og styrkleika efnanna. Þá segir Hákon Örn Bergmann, sem ákærður er fyrir skipulagningu, hafa átt von á peningagreiðslu frá Sigurði vegna þriggja milljóna króna láns sem hann hafði veitt æskuvini sínum. Hann hefði verið meðvirkur með Sigurði vini sínum. Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna. Jóhann Axel virðist hafa verið í hlutverki sendils í málinu. Sagðist Jóhann Axel hafa fengið skilaboð frá Hákoni Erni Bergmann að taka við sendingunni, greiða af henni toll og fara með hana að knattspyrnusvæði við Tungubakka í Mosfellsbæ.Taldi að um stera væri að ræða Sagði Jóhann Axel við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði talið að um stera væri að ræða. Þegar fjöldi lögreglumanna hefði handtekið hann áttaði hann sig í því að hann væri flæktur í alvarlegra mál. Vildi maðurinn meina að um þrjátíu lögreglumenn hefðu beðið hans. Jóhann Axel sagðist hafa skuldað Hákoni Erni þrjú hundruð þúsund krónur vegna fíkniefna sem hann hefði tekið í leyfisleysi frá Hákoni fyrir mörgum árum. Átti hann að sækja pakkann og afhenda hann og vera þá laus allra mála. Jóhann Axel segist hafa ályktað út frá upphæðinni að um stera væri að ræða því enginn heilvita maður myndi flækja sig í svo stórt mál, líkt og reyndin er í dag, fyrir jafn lága upphæð. Jóhann Axel var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldi af því að hann var handtekinn í janúar. Hann sagðist hafa farið í meðferð í apríl í fyrra og tekið líf sitt í gegn. Hann væri edrú í dag.Tjáði sig ekki Sigurður Kristinsson, sem ákærður er fyrir að hafa lagt á ráðin við innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, kaus að tjá sig ekki frekar um málið í morgun. Hann hefur játað að hluta en er ósammála ákæruvaldinu um magn og styrkleika efnanna. Þá segir Hákon Örn Bergmann, sem ákærður er fyrir skipulagningu, hafa átt von á peningagreiðslu frá Sigurði vegna þriggja milljóna króna láns sem hann hafði veitt æskuvini sínum. Hann hefði verið meðvirkur með Sigurði vini sínum.
Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira