Fæðuöryggi á krossgötum Ingibjörg Isaksen skrifar 25. október 2023 14:00 Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum. Breytt umhverfi Síðustu ár hefur orðið mikil hagræðing í landbúnaði þar sem búum hefur fækkað og stækkað. Framleiðsla í mjólk, hvítu kjöti og eggjum líklega aldrei verið keyrð á jafn hagkvæman máta, með stærri einingum án þess að mannskap hafi fjölgað mikið við vinnu á hverju búi og framleiðslan hefur aldrei verið meiri. Allt eins og áður segir er þetta gert til þess að framleiða gæða matvöru við sem bestar og hagkvæmastar aðstæður, enda staðreyndin að fá lönd geta státað sig af jafn hreinum landbúnaði og gæða afurðum eins og Íslendingar gera nú. En til þess að komast á þennan stað hefur landbúnaður þurft að fjárfesta verulega á undanförnum 15-20 árum. Þetta er fjárfesting til framtíðar, hús, vélar, tæki og ræktun sem munu nýtast næstu áratugina. Aukin skuldsetning Krossgöturnar eru þær að með stærri og meiri fjárfestingu hefur skuldsetning búanna líka aukist verulega og þegar vaxtarstig er með þeim ætti sem nú er mikil hætta á að illa fari. Það þarf þolinmótt fjármagn því það er hagur okkar allra að við búum að blómlegum landbúnaði til lengri tíma. Fjármagn sem þetta hefur tæplega verið í boði hjá lánastofnunum á þeim kjörum og þeim lánstíma sem hefði þurft. Íslenskur landbúnaður snýst um fæðuöryggi þjóðarinnar. Það hefur sannarlega sýnt sig í þeim átökum sem hafa átt sér stað í Austur Evrópu hversu mikilvægt fæðuöryggi er hverri þjóð. Því er mikilvægt að við stöndum í fæturna og styðjum þessa grein eins og best verður á kosið svo íslenskir bændur geti sinnt sínu hlutverki hvernig sem árar. Ný nálgun Íslendingar þurfa að fara hugsa landbúnað með nýrri nálgun á framtíð hans og vaxtarmöguleika. Snýr það bæði að fjármögnun atvinnu greinarinnar og ekki síður endurskoðun á fyrirkomulagi tolla og innflutnings á afurðum erlendis frá. Ný nálgun sem Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar kom inn á í grein nýlega gæti verið áhugaverð. Þar sem hann varpar því fram að við höfum tækifæri til þess að nota í ríkari mæli Byggðastofnun sem útlánaaðila til kynslóðaskipta í landbúnaði. Ásamt því sem hann veltir því upp hvort hægt væri að nýta hugmyndafræði sem búin var til með hlutdeildarlánum fyrir fyrstu kaupendur fasteigna til þess að hjálpa ungu fólki að komast inn í landbúnað, þar sem ríkið myndi leggja til 20-30% í formi hlutdeildarlána við jarðakaup. Í landbúnaði þar sem þarf þolinmótt fjármagn þurfa lán sem þessi helst að vera til a.m.k. 50 ára á lágum vöxtum. Með þessum aðgerðum væri hægt að skapa umhverfi þar sem eðlileg fjárfesting getur átt sér stað, þar sem búin geta fjárfest og hagrætt án þess að vera sokkin í fen skulda og vaxta og þegar hriktir í stoðum efnahagslífsins geta orðið stórslys með tilheyrandi gjaldþrotum og flótta úr landbúnaði. Íslendingar hafa einfaldlega ekki efni á að eiga ekki blómlegan landbúnað til að sinna grundvallarþörfum þjóðarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Matvælaframleiðsla Alþingi Landbúnaður Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum. Breytt umhverfi Síðustu ár hefur orðið mikil hagræðing í landbúnaði þar sem búum hefur fækkað og stækkað. Framleiðsla í mjólk, hvítu kjöti og eggjum líklega aldrei verið keyrð á jafn hagkvæman máta, með stærri einingum án þess að mannskap hafi fjölgað mikið við vinnu á hverju búi og framleiðslan hefur aldrei verið meiri. Allt eins og áður segir er þetta gert til þess að framleiða gæða matvöru við sem bestar og hagkvæmastar aðstæður, enda staðreyndin að fá lönd geta státað sig af jafn hreinum landbúnaði og gæða afurðum eins og Íslendingar gera nú. En til þess að komast á þennan stað hefur landbúnaður þurft að fjárfesta verulega á undanförnum 15-20 árum. Þetta er fjárfesting til framtíðar, hús, vélar, tæki og ræktun sem munu nýtast næstu áratugina. Aukin skuldsetning Krossgöturnar eru þær að með stærri og meiri fjárfestingu hefur skuldsetning búanna líka aukist verulega og þegar vaxtarstig er með þeim ætti sem nú er mikil hætta á að illa fari. Það þarf þolinmótt fjármagn því það er hagur okkar allra að við búum að blómlegum landbúnaði til lengri tíma. Fjármagn sem þetta hefur tæplega verið í boði hjá lánastofnunum á þeim kjörum og þeim lánstíma sem hefði þurft. Íslenskur landbúnaður snýst um fæðuöryggi þjóðarinnar. Það hefur sannarlega sýnt sig í þeim átökum sem hafa átt sér stað í Austur Evrópu hversu mikilvægt fæðuöryggi er hverri þjóð. Því er mikilvægt að við stöndum í fæturna og styðjum þessa grein eins og best verður á kosið svo íslenskir bændur geti sinnt sínu hlutverki hvernig sem árar. Ný nálgun Íslendingar þurfa að fara hugsa landbúnað með nýrri nálgun á framtíð hans og vaxtarmöguleika. Snýr það bæði að fjármögnun atvinnu greinarinnar og ekki síður endurskoðun á fyrirkomulagi tolla og innflutnings á afurðum erlendis frá. Ný nálgun sem Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar kom inn á í grein nýlega gæti verið áhugaverð. Þar sem hann varpar því fram að við höfum tækifæri til þess að nota í ríkari mæli Byggðastofnun sem útlánaaðila til kynslóðaskipta í landbúnaði. Ásamt því sem hann veltir því upp hvort hægt væri að nýta hugmyndafræði sem búin var til með hlutdeildarlánum fyrir fyrstu kaupendur fasteigna til þess að hjálpa ungu fólki að komast inn í landbúnað, þar sem ríkið myndi leggja til 20-30% í formi hlutdeildarlána við jarðakaup. Í landbúnaði þar sem þarf þolinmótt fjármagn þurfa lán sem þessi helst að vera til a.m.k. 50 ára á lágum vöxtum. Með þessum aðgerðum væri hægt að skapa umhverfi þar sem eðlileg fjárfesting getur átt sér stað, þar sem búin geta fjárfest og hagrætt án þess að vera sokkin í fen skulda og vaxta og þegar hriktir í stoðum efnahagslífsins geta orðið stórslys með tilheyrandi gjaldþrotum og flótta úr landbúnaði. Íslendingar hafa einfaldlega ekki efni á að eiga ekki blómlegan landbúnað til að sinna grundvallarþörfum þjóðarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar