Styttum skuldahala stúdenta Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim skrifa 25. október 2023 13:31 Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám. Embætti umboðsmanns skuldara miðar við að lágmarksframfærsla einstaklings á mánuði, án húsaleigu sé 214.815 krónur á mánuði. Til samanburðar gerir Menntasjóður ráð fyrir að námsmenn geti lifað á aðeins 137.100 krónum á mánuði. Ekki batnar það þegar húsnæðisliðurinn er tekinn inn. Miðað við fullt nám þá fær námsmaður í leiguhúsnæði 97.853 krónur aukalega á mánuði í húsnæðislán. Það dugar hins vegar engan vegin fyrir húsnæðiskostnaði, jafnvel þegar þú ert eitt af þeim heppnu sem fá inni á Stúdentagarða, sem íbúðir kosta 115-141 þúsund á mánuði í einstaklingsherbergjum. Hvað þá ef viðkomandi nemandi þarf að leita á hinn almenna leigumarkað. Kerfið gengur ekki upp Þetta þýðir það að flestir nemendur þurfa að vinna með námi. Mikilvægt er að átta sig á því að allar tölur hér að ofan miðast við 9 mánuði á ári og því reiknað með að nemendur vinni á sumrin. Ef þau vinna á kassa í Bónus, þá eru meðallaun þeirra um 567 þúsund á mánuði skv. Kjarakönnun VR frá því í febrúar 2023. Slík laun, í þrjá mánuði, eru hins vegar 79.000 krónum hærra en það frítekjumark sem Menntasjóður skilgreinir sem viðmið fyrir þetta ár. Það þýðir að 45% af þessum 79.000 krónum eða 3.950 krónur dragast frá framfærsluláninu á hverjum mánuði hina níu mánuðina. Það þýðir einnig að 45% af öllum tekjum sem nemendur afla sér á veturna leiða af sér jafnháa upphæð í frádrátt af framfærsluláninu. Gefum okkur að nemandi vinni 50% á kassa með náminu yfir veturinn og fái þar með 283.500 í laun fyrir skatta á mánuði. Þar með skerðist framfærslulánið um 131.524 krónur á mánuði sem þýðir að nemandi situr eftir með framfærslulán upp á 18.382 krónur á mánuði. Það er því öllum ljóst að þetta kerfi gengur aldrei upp til þess að nemendur geti einbeitt sér að námi eða lifað mannsæmandi lífi. Sem betur fer er í augnablikinu lítið atvinnuleysi á Íslandi og því atvinnutækifæri námsmanna mikil, en ef slíkt breytist þá ávinna í dag nemendur sér ekki rétt til atvinnuleysisbóta, þrátt fyrir að þeir borgi í atvinnuleysistryggingasjóð. Skammsýn viðhorf Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem borga þarf af í áratugi. Einhver skynsamlegasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf. Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Menntasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Lenya Rún Taha Karim Píratar Hagsmunir stúdenta Námslán Alþingi Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám. Embætti umboðsmanns skuldara miðar við að lágmarksframfærsla einstaklings á mánuði, án húsaleigu sé 214.815 krónur á mánuði. Til samanburðar gerir Menntasjóður ráð fyrir að námsmenn geti lifað á aðeins 137.100 krónum á mánuði. Ekki batnar það þegar húsnæðisliðurinn er tekinn inn. Miðað við fullt nám þá fær námsmaður í leiguhúsnæði 97.853 krónur aukalega á mánuði í húsnæðislán. Það dugar hins vegar engan vegin fyrir húsnæðiskostnaði, jafnvel þegar þú ert eitt af þeim heppnu sem fá inni á Stúdentagarða, sem íbúðir kosta 115-141 þúsund á mánuði í einstaklingsherbergjum. Hvað þá ef viðkomandi nemandi þarf að leita á hinn almenna leigumarkað. Kerfið gengur ekki upp Þetta þýðir það að flestir nemendur þurfa að vinna með námi. Mikilvægt er að átta sig á því að allar tölur hér að ofan miðast við 9 mánuði á ári og því reiknað með að nemendur vinni á sumrin. Ef þau vinna á kassa í Bónus, þá eru meðallaun þeirra um 567 þúsund á mánuði skv. Kjarakönnun VR frá því í febrúar 2023. Slík laun, í þrjá mánuði, eru hins vegar 79.000 krónum hærra en það frítekjumark sem Menntasjóður skilgreinir sem viðmið fyrir þetta ár. Það þýðir að 45% af þessum 79.000 krónum eða 3.950 krónur dragast frá framfærsluláninu á hverjum mánuði hina níu mánuðina. Það þýðir einnig að 45% af öllum tekjum sem nemendur afla sér á veturna leiða af sér jafnháa upphæð í frádrátt af framfærsluláninu. Gefum okkur að nemandi vinni 50% á kassa með náminu yfir veturinn og fái þar með 283.500 í laun fyrir skatta á mánuði. Þar með skerðist framfærslulánið um 131.524 krónur á mánuði sem þýðir að nemandi situr eftir með framfærslulán upp á 18.382 krónur á mánuði. Það er því öllum ljóst að þetta kerfi gengur aldrei upp til þess að nemendur geti einbeitt sér að námi eða lifað mannsæmandi lífi. Sem betur fer er í augnablikinu lítið atvinnuleysi á Íslandi og því atvinnutækifæri námsmanna mikil, en ef slíkt breytist þá ávinna í dag nemendur sér ekki rétt til atvinnuleysisbóta, þrátt fyrir að þeir borgi í atvinnuleysistryggingasjóð. Skammsýn viðhorf Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem borga þarf af í áratugi. Einhver skynsamlegasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf. Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Menntasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun