Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2023 10:34 Frá Acapulco í gær. Otis safnaði miklum krafti í gærkvöldi og náði landi klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. Þá var klukkan fjögur að nóttu til í Mexíkó. EPA/David Guzman Fellibylurinn Otis náði landi nærri borginni Acapulco á vesturströnd Mexíkó í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur en sérfræðingar segjast ekki vita til þess að sambærilega stór fellibylur hafi náð landi á þessum slóðum áður. Otis styrktist óvænt á stuttu tímabili í gærkvöldi. Fellibylurinn náði landi um klukkan eitt að nóttu til að staðartíma, eða um klukkan sjö að íslenskum tíma. Síðan þá hefur hann misst styrk og er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vindhraði Otis var þegar mest var, áætlaður um 73 metrar á sekúndu og fellibylnum fylgir einnig gífurleg rigning. Veðurfræðingar hafa varað við „martraðarkenndu ástandi“ vegna gífurlegra vinda, flóða og aurskriða í héruðunum Guerro og Oaxaca, samkvæmt frétt New York Times. Nú þegar eru byrjaðar að berast fregnir af skyndiflóðum en ekkert liggur fyrir um skemmdir eða mannfall. 4 AM CDT Update: #Otis is moving inland over southern Mexico. Damaging hurricane-force winds are spreading inland along with heavy rainfall. This rainfall will produce flash and urban flooding along with mudslides in higher terrain. Visit https://t.co/LeMitEPweS for more info pic.twitter.com/ZJu0eQ9sqk— NHC Eastern Pacific (@NHC_Pacific) October 25, 2023 Árið 1997 skall fellibylurinn Pauline á sama svæðinu í Mexíkó. Þá eyðilögðust stórir hluta Acapulco, þar sem rúmlega milljón manna býr í hlíðum fjalla, og rúmlega tvö hundruð manns dóu. Otir er talinn nokkuð öflugri en Pauline var. Fjölmörg smá þorp má einnig finna við strendur héraðanna. Guerrero er eitt fátækasta og ofbeldisfyllsta hérað Mexíkó. Á mánudaginn voru lögreglustjóri og tólf lögregluþjónar skotnir til bana á þjóðvegi í héraðinu. Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fellibylurinn náði landi um klukkan eitt að nóttu til að staðartíma, eða um klukkan sjö að íslenskum tíma. Síðan þá hefur hann misst styrk og er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vindhraði Otis var þegar mest var, áætlaður um 73 metrar á sekúndu og fellibylnum fylgir einnig gífurleg rigning. Veðurfræðingar hafa varað við „martraðarkenndu ástandi“ vegna gífurlegra vinda, flóða og aurskriða í héruðunum Guerro og Oaxaca, samkvæmt frétt New York Times. Nú þegar eru byrjaðar að berast fregnir af skyndiflóðum en ekkert liggur fyrir um skemmdir eða mannfall. 4 AM CDT Update: #Otis is moving inland over southern Mexico. Damaging hurricane-force winds are spreading inland along with heavy rainfall. This rainfall will produce flash and urban flooding along with mudslides in higher terrain. Visit https://t.co/LeMitEPweS for more info pic.twitter.com/ZJu0eQ9sqk— NHC Eastern Pacific (@NHC_Pacific) October 25, 2023 Árið 1997 skall fellibylurinn Pauline á sama svæðinu í Mexíkó. Þá eyðilögðust stórir hluta Acapulco, þar sem rúmlega milljón manna býr í hlíðum fjalla, og rúmlega tvö hundruð manns dóu. Otir er talinn nokkuð öflugri en Pauline var. Fjölmörg smá þorp má einnig finna við strendur héraðanna. Guerrero er eitt fátækasta og ofbeldisfyllsta hérað Mexíkó. Á mánudaginn voru lögreglustjóri og tólf lögregluþjónar skotnir til bana á þjóðvegi í héraðinu.
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira