Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2023 10:34 Frá Acapulco í gær. Otis safnaði miklum krafti í gærkvöldi og náði landi klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. Þá var klukkan fjögur að nóttu til í Mexíkó. EPA/David Guzman Fellibylurinn Otis náði landi nærri borginni Acapulco á vesturströnd Mexíkó í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur en sérfræðingar segjast ekki vita til þess að sambærilega stór fellibylur hafi náð landi á þessum slóðum áður. Otis styrktist óvænt á stuttu tímabili í gærkvöldi. Fellibylurinn náði landi um klukkan eitt að nóttu til að staðartíma, eða um klukkan sjö að íslenskum tíma. Síðan þá hefur hann misst styrk og er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vindhraði Otis var þegar mest var, áætlaður um 73 metrar á sekúndu og fellibylnum fylgir einnig gífurleg rigning. Veðurfræðingar hafa varað við „martraðarkenndu ástandi“ vegna gífurlegra vinda, flóða og aurskriða í héruðunum Guerro og Oaxaca, samkvæmt frétt New York Times. Nú þegar eru byrjaðar að berast fregnir af skyndiflóðum en ekkert liggur fyrir um skemmdir eða mannfall. 4 AM CDT Update: #Otis is moving inland over southern Mexico. Damaging hurricane-force winds are spreading inland along with heavy rainfall. This rainfall will produce flash and urban flooding along with mudslides in higher terrain. Visit https://t.co/LeMitEPweS for more info pic.twitter.com/ZJu0eQ9sqk— NHC Eastern Pacific (@NHC_Pacific) October 25, 2023 Árið 1997 skall fellibylurinn Pauline á sama svæðinu í Mexíkó. Þá eyðilögðust stórir hluta Acapulco, þar sem rúmlega milljón manna býr í hlíðum fjalla, og rúmlega tvö hundruð manns dóu. Otir er talinn nokkuð öflugri en Pauline var. Fjölmörg smá þorp má einnig finna við strendur héraðanna. Guerrero er eitt fátækasta og ofbeldisfyllsta hérað Mexíkó. Á mánudaginn voru lögreglustjóri og tólf lögregluþjónar skotnir til bana á þjóðvegi í héraðinu. Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fellibylurinn náði landi um klukkan eitt að nóttu til að staðartíma, eða um klukkan sjö að íslenskum tíma. Síðan þá hefur hann misst styrk og er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vindhraði Otis var þegar mest var, áætlaður um 73 metrar á sekúndu og fellibylnum fylgir einnig gífurleg rigning. Veðurfræðingar hafa varað við „martraðarkenndu ástandi“ vegna gífurlegra vinda, flóða og aurskriða í héruðunum Guerro og Oaxaca, samkvæmt frétt New York Times. Nú þegar eru byrjaðar að berast fregnir af skyndiflóðum en ekkert liggur fyrir um skemmdir eða mannfall. 4 AM CDT Update: #Otis is moving inland over southern Mexico. Damaging hurricane-force winds are spreading inland along with heavy rainfall. This rainfall will produce flash and urban flooding along with mudslides in higher terrain. Visit https://t.co/LeMitEPweS for more info pic.twitter.com/ZJu0eQ9sqk— NHC Eastern Pacific (@NHC_Pacific) October 25, 2023 Árið 1997 skall fellibylurinn Pauline á sama svæðinu í Mexíkó. Þá eyðilögðust stórir hluta Acapulco, þar sem rúmlega milljón manna býr í hlíðum fjalla, og rúmlega tvö hundruð manns dóu. Otir er talinn nokkuð öflugri en Pauline var. Fjölmörg smá þorp má einnig finna við strendur héraðanna. Guerrero er eitt fátækasta og ofbeldisfyllsta hérað Mexíkó. Á mánudaginn voru lögreglustjóri og tólf lögregluþjónar skotnir til bana á þjóðvegi í héraðinu.
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira