Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2023 10:34 Frá Acapulco í gær. Otis safnaði miklum krafti í gærkvöldi og náði landi klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. Þá var klukkan fjögur að nóttu til í Mexíkó. EPA/David Guzman Fellibylurinn Otis náði landi nærri borginni Acapulco á vesturströnd Mexíkó í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur en sérfræðingar segjast ekki vita til þess að sambærilega stór fellibylur hafi náð landi á þessum slóðum áður. Otis styrktist óvænt á stuttu tímabili í gærkvöldi. Fellibylurinn náði landi um klukkan eitt að nóttu til að staðartíma, eða um klukkan sjö að íslenskum tíma. Síðan þá hefur hann misst styrk og er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vindhraði Otis var þegar mest var, áætlaður um 73 metrar á sekúndu og fellibylnum fylgir einnig gífurleg rigning. Veðurfræðingar hafa varað við „martraðarkenndu ástandi“ vegna gífurlegra vinda, flóða og aurskriða í héruðunum Guerro og Oaxaca, samkvæmt frétt New York Times. Nú þegar eru byrjaðar að berast fregnir af skyndiflóðum en ekkert liggur fyrir um skemmdir eða mannfall. 4 AM CDT Update: #Otis is moving inland over southern Mexico. Damaging hurricane-force winds are spreading inland along with heavy rainfall. This rainfall will produce flash and urban flooding along with mudslides in higher terrain. Visit https://t.co/LeMitEPweS for more info pic.twitter.com/ZJu0eQ9sqk— NHC Eastern Pacific (@NHC_Pacific) October 25, 2023 Árið 1997 skall fellibylurinn Pauline á sama svæðinu í Mexíkó. Þá eyðilögðust stórir hluta Acapulco, þar sem rúmlega milljón manna býr í hlíðum fjalla, og rúmlega tvö hundruð manns dóu. Otir er talinn nokkuð öflugri en Pauline var. Fjölmörg smá þorp má einnig finna við strendur héraðanna. Guerrero er eitt fátækasta og ofbeldisfyllsta hérað Mexíkó. Á mánudaginn voru lögreglustjóri og tólf lögregluþjónar skotnir til bana á þjóðvegi í héraðinu. Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Fellibylurinn náði landi um klukkan eitt að nóttu til að staðartíma, eða um klukkan sjö að íslenskum tíma. Síðan þá hefur hann misst styrk og er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vindhraði Otis var þegar mest var, áætlaður um 73 metrar á sekúndu og fellibylnum fylgir einnig gífurleg rigning. Veðurfræðingar hafa varað við „martraðarkenndu ástandi“ vegna gífurlegra vinda, flóða og aurskriða í héruðunum Guerro og Oaxaca, samkvæmt frétt New York Times. Nú þegar eru byrjaðar að berast fregnir af skyndiflóðum en ekkert liggur fyrir um skemmdir eða mannfall. 4 AM CDT Update: #Otis is moving inland over southern Mexico. Damaging hurricane-force winds are spreading inland along with heavy rainfall. This rainfall will produce flash and urban flooding along with mudslides in higher terrain. Visit https://t.co/LeMitEPweS for more info pic.twitter.com/ZJu0eQ9sqk— NHC Eastern Pacific (@NHC_Pacific) October 25, 2023 Árið 1997 skall fellibylurinn Pauline á sama svæðinu í Mexíkó. Þá eyðilögðust stórir hluta Acapulco, þar sem rúmlega milljón manna býr í hlíðum fjalla, og rúmlega tvö hundruð manns dóu. Otir er talinn nokkuð öflugri en Pauline var. Fjölmörg smá þorp má einnig finna við strendur héraðanna. Guerrero er eitt fátækasta og ofbeldisfyllsta hérað Mexíkó. Á mánudaginn voru lögreglustjóri og tólf lögregluþjónar skotnir til bana á þjóðvegi í héraðinu.
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira