Nýr kafli með bundnu slitlagi að opnast á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 18:15 Bundið slitlag var lagt á nýja kaflann á Dynjandisheiði um síðustu helgi. Verkís/Jóhann Birkir Helgason Stefnt er að því að nýr vegarkafli á Dynjandisheiði með bundnu slitlagi verði tekinn í notkun eftir næstu helgi. Kaflinn er 3,5 kílómetra langur og liggur um hæsta hluta fjallvegarins milli núverandi slitlagsenda við Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og Vatnahvilftar neðan Botnshests ofan Geirþjófsfjarðar. Kaflinn er hluti af 12,6 kílómetra löngu verki sem Suðurverk hóf að vinna fyrir rúmu ári. Að norðanverðu nær verkið að sýslumörkum Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum um miðjan júlí á næsta ári. Nýr kafli vegarins þar sem hann liggur af háheiðinni og niður í Vatnahvilft undir Botnshesti.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Tvísýnt var fyrr í haust hvort næðist að leggja bundið slitlag á kaflann fyrir veturinn. Góður veðurgluggi myndaðist þó fyrir helgi, með uppundir tíu stiga hita í 500 metra hæð yfir sjávarmáli, að sögn Einars Arnar Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningarsviðs Borgarverks, og tókst að leggja fyrri umferð klæðningar á föstudag og laugardag. Svo gott var veðrið að menn sáust um tíma vinna berir að ofan í logni. Tjaran lögð út í veðurblíðu í 500 metra hæð á Dynjandisheiði um síðustu helgi.Verkís/Jóhann Birkir Helgason „Þetta verður opnað líklega á þriðjudag,“ segir Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina á Dynjandisheiði. Áður þurfi þó að setja upp vegrið á 550 metra kafla og vonast hann til að það klárist á mánudag. Jóhann Birkir Helgason, starfsmaður Verkís, er eftirlitsmaður Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Jóhann segir jafnframt stefnt að því að opna annan kafla fyrir jól, þó án klæðningar að sinni. Sá kafli liggur ofan botns Geirþjófsfjarðar, undir Botnshesti, og er 2,5 kílómetra langur. Áður var búið að leggja bundið slitlag á þrettán kílómetra kafla upp á heiðina frá Flókalundi, um Pennusneiðing, og norður fyrir gatnamótin til Bíldudals. Við Norðdalsá skammt norðan gatnamótanna til Bíldudals.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Lokaáfanginn á leiðinni milli Flókalundar og Dynjanda er kaflinn úr Dynjandisvogi og að sýslumörkum á heiðinni. Í samtali fréttastofu við Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði, í síðasta mánuði kom fram að stefnt væri að útboði þessa kafla á næsta ári og sagði hann að verklok gætu náðst árið 2026. Verkáfangi Suðurverks á Dynjandisheiði er nærri þrettán kílómetra langur.Grafík/Stöð 2 Stöð 2 heimsótti vinnusvæðið í síðasta mánuði og sýndi þá þessa frétt: Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða. 24. október 2023 11:26 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01 Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41 Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Kaflinn er hluti af 12,6 kílómetra löngu verki sem Suðurverk hóf að vinna fyrir rúmu ári. Að norðanverðu nær verkið að sýslumörkum Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum um miðjan júlí á næsta ári. Nýr kafli vegarins þar sem hann liggur af háheiðinni og niður í Vatnahvilft undir Botnshesti.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Tvísýnt var fyrr í haust hvort næðist að leggja bundið slitlag á kaflann fyrir veturinn. Góður veðurgluggi myndaðist þó fyrir helgi, með uppundir tíu stiga hita í 500 metra hæð yfir sjávarmáli, að sögn Einars Arnar Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningarsviðs Borgarverks, og tókst að leggja fyrri umferð klæðningar á föstudag og laugardag. Svo gott var veðrið að menn sáust um tíma vinna berir að ofan í logni. Tjaran lögð út í veðurblíðu í 500 metra hæð á Dynjandisheiði um síðustu helgi.Verkís/Jóhann Birkir Helgason „Þetta verður opnað líklega á þriðjudag,“ segir Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina á Dynjandisheiði. Áður þurfi þó að setja upp vegrið á 550 metra kafla og vonast hann til að það klárist á mánudag. Jóhann Birkir Helgason, starfsmaður Verkís, er eftirlitsmaður Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Jóhann segir jafnframt stefnt að því að opna annan kafla fyrir jól, þó án klæðningar að sinni. Sá kafli liggur ofan botns Geirþjófsfjarðar, undir Botnshesti, og er 2,5 kílómetra langur. Áður var búið að leggja bundið slitlag á þrettán kílómetra kafla upp á heiðina frá Flókalundi, um Pennusneiðing, og norður fyrir gatnamótin til Bíldudals. Við Norðdalsá skammt norðan gatnamótanna til Bíldudals.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Lokaáfanginn á leiðinni milli Flókalundar og Dynjanda er kaflinn úr Dynjandisvogi og að sýslumörkum á heiðinni. Í samtali fréttastofu við Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði, í síðasta mánuði kom fram að stefnt væri að útboði þessa kafla á næsta ári og sagði hann að verklok gætu náðst árið 2026. Verkáfangi Suðurverks á Dynjandisheiði er nærri þrettán kílómetra langur.Grafík/Stöð 2 Stöð 2 heimsótti vinnusvæðið í síðasta mánuði og sýndi þá þessa frétt:
Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða. 24. október 2023 11:26 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01 Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41 Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða. 24. október 2023 11:26
Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41
Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01
Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41
Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40