Elvar Már ældi og var með svima í leiknum sögulega Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2023 08:31 Elvar Már skráði sig í sögubækurnar í leik í Meistaradeildinni í síðustu viku. @BASKETBALLCL Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson skráði nafn sitt í sögubækurnar í síðustu viku þegar hann var sá þriðji í sögunni til að ná í þrefalda tvennu í leik í Meistaradeildinni. Elvar og félagar hans í gríska liðinu PAOK mættu Galatasaray frá Tyrklandi í Meistaradeildinni. Elvar gerði sér lítið fyrir og endaði leikinn með þrefalda tvennu. Hann skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. PAOK vann að lokum 88-77 sigur í þessum fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. „Mér leið frekar illa fyrir leik og þurfti að setjast niður svona þremur mínútum fyrir leik kastandi upp og var með svima. Mér leið ekkert allt of þægilega. Svo þegar leið á leikinn var ég allt í lagi. Svo aftur í hálfleik var ég alveg búinn á því og þurfti að æla. Ég var í rauninni alltaf að berjast við einhverja vanlíðan en náði einhvern veginn að gleyma mér í momenti leiksins. Þetta var örugglega einhver blanda af spennu og stressi og öllu því.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum vantaði Elvari aðeins eina stoðsendingu upp á að ná í þrefalda tvennu. Hann segist ekki hafa verið meðvitaður um stöðuna. „Ég var bara að hugsa um stigamuninn í riðlakeppninni. Ég var í þessari keppni í fyrra og þá féllum við úr leik út af stigamun. Ég passaði mig því á því að spila á fullu allar fjörutíu mínúturnar. Ég sá að þeir voru eiginlega hættir og voru ekki alveg að átta sig á þessu.“ Elvar gekk til liðs við PAOK í sumar en eftir frammistöðu hans í umræddum leik finnur hann sannarlega fyrir aukinni athygli úti í Grikklandi. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að ná í þrefalda tvennu og hefur það ekki gerst í sex ár. „Ég sé greinilega að Grikkirnir fara mjög hátt upp þegar vel gengur og mjög langt niður þegar illa gengur. Þeir eru mjög hátt uppi núna og ég er búinn að fá miklu meiri athygli en ég bjóst við sem er bara fínt. Ég er held ég þriðji í sögunni sem næ þessu og ég er ekki sá stærsti. Ég held ég sé alveg bókað sá langminnsti sem hef gert þetta.“ Körfubolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira
Elvar og félagar hans í gríska liðinu PAOK mættu Galatasaray frá Tyrklandi í Meistaradeildinni. Elvar gerði sér lítið fyrir og endaði leikinn með þrefalda tvennu. Hann skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. PAOK vann að lokum 88-77 sigur í þessum fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. „Mér leið frekar illa fyrir leik og þurfti að setjast niður svona þremur mínútum fyrir leik kastandi upp og var með svima. Mér leið ekkert allt of þægilega. Svo þegar leið á leikinn var ég allt í lagi. Svo aftur í hálfleik var ég alveg búinn á því og þurfti að æla. Ég var í rauninni alltaf að berjast við einhverja vanlíðan en náði einhvern veginn að gleyma mér í momenti leiksins. Þetta var örugglega einhver blanda af spennu og stressi og öllu því.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum vantaði Elvari aðeins eina stoðsendingu upp á að ná í þrefalda tvennu. Hann segist ekki hafa verið meðvitaður um stöðuna. „Ég var bara að hugsa um stigamuninn í riðlakeppninni. Ég var í þessari keppni í fyrra og þá féllum við úr leik út af stigamun. Ég passaði mig því á því að spila á fullu allar fjörutíu mínúturnar. Ég sá að þeir voru eiginlega hættir og voru ekki alveg að átta sig á þessu.“ Elvar gekk til liðs við PAOK í sumar en eftir frammistöðu hans í umræddum leik finnur hann sannarlega fyrir aukinni athygli úti í Grikklandi. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að ná í þrefalda tvennu og hefur það ekki gerst í sex ár. „Ég sé greinilega að Grikkirnir fara mjög hátt upp þegar vel gengur og mjög langt niður þegar illa gengur. Þeir eru mjög hátt uppi núna og ég er búinn að fá miklu meiri athygli en ég bjóst við sem er bara fínt. Ég er held ég þriðji í sögunni sem næ þessu og ég er ekki sá stærsti. Ég held ég sé alveg bókað sá langminnsti sem hef gert þetta.“
Körfubolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira