„Leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2023 12:37 Þær Jóna Hlín og Dýrunn munu yfirgefa verslunina klukkan hálf tvö, halda á Arnarhól og taka þátt í samstöðufundi kvennaverkfallsins. Vísir/Sigurjón Tvær konur sem vinna í verslun 66° Norður í Bankastræti segja miður að geta ekki tekið þátt í kvennaverkfalli í allan dag, en þær fá launað frí hjá vinnuveitanda sínum í tvo tíma, til að mæta á samstöðufund kvennaverkfallsins. Þær Dýrunn og Jóna opnuðu verslunina klukkan tíu í morgun. Klukkan hálf tvö fá þær launað frí til hálf fjögur, til að vera viðstaddar samstöðufund kvennaverkfallsins á Arnarhóli sem hefst klukkan tvö og gert er ráð fyrir að standi í um klukkustund. Uppfært kl 15:12: Forstjóri 66° Norður segir í samtali við fréttastofu að málið sé byggt á misskilningi. Nánar má lesa um það hér. Fréttamaður hitti þær í versluninni, þar sem þær stóðu vaktina ásamt einni samstarfskonu til viðbótar. „Það náðist ekki að manna vaktina með karlmönnum þangað til, allavega fram að fundi,“ segir Dýrunn Elín Jósefsdóttir, starfsmaður 66° Norður í Bankastræti. Eru svona fáir karlar að vinna hérna? „Konurnar eru aðeins fleiri, þannig að þetta bitnar svolítið á okkur. Það var ekki hægt að manna þessa vakt, þannig að við þurfum að vera hér ef við viljum fá borgað,“ segir Jóna Hlín Elíasdóttir, annar starfsmaður verslunarinnar. Karlar taka við að fundi loknum Dýrunn og Jóna munu ekki snúa aftur til vinnu eftir fundinn, sem gert er ráð fyrir að standi yfir í um klukkustund. Verslunin lokar klukkan sex, en eftir klukkan hálf fjögur fá þær ekki greidd laun. Verslunin verður þó opin, og mönnuð körlum eftir fund. „Okkur finnst náttúrulega bara mjög leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum en við mætum á fundinn og sýnum samstöðu þar,“ segir Dýrunn. Kósí dagur á Ævintýraborg Áhrif verkfallsins mátti glögglega sjá á leikskólanum Ævintýraborg við Eggertsgötu. Þar voru aðeins tveir karlar að vinna, og engin börn. Jóhann Þór er einn tveggja karla sem mætti til vinnu á Ævintýraborg við Eggertsgötu í dag. Að öðru leyti var leikskólinn tómur. Engar konur og engin börn.Vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera svolítið einmanalegt hérna á leikskólanum. En við strákarnir erum bara búnir að vera að þvo þvott og þrífa glugga og borð og svona. Þetta er búið að vera kósí dagur hjá okkur,“ segir Jóhann Þór Bergþórsson, annar tveggja karla á vakt á Ævintýraborg. Alls vinna þrír karlar á leikskólanum en um tuttugu konur, að sögn Jóhanns. „Það eru engin börn hérna og við gætum ekki tekið á móti þeim, fyrst við erum svona fáir.“ Missir af öflugum konum Á veitingastaðnum Gráa kettinum voru engar konur við störf, þegar fréttastofu bar að garði. Vaktin var þó fullmönnuð körlum. Einn þeirra var Hrafnkell Már. „Ég var kallaður út þannig að það gekk bara ágætlega,“ segir Hrafnkell. En saknið þið ekkert kvennanna? „Jú, það er fullt af öflugum konum að vinna hérna,“ sagði Hrafnkell, sem hafði aðeins stutta stund til að ræða við fréttamann, enda staðurinn stútfullur af gestum og hann hafði því nóg að gera. Hrafnkell Már við störf á Gráa kettinum. Hann hafði ekki mikinn tíma til að rabba við fréttamann í annríkinu inni á staðnum.Vísir/Sigurjón Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Sjá meira
Þær Dýrunn og Jóna opnuðu verslunina klukkan tíu í morgun. Klukkan hálf tvö fá þær launað frí til hálf fjögur, til að vera viðstaddar samstöðufund kvennaverkfallsins á Arnarhóli sem hefst klukkan tvö og gert er ráð fyrir að standi í um klukkustund. Uppfært kl 15:12: Forstjóri 66° Norður segir í samtali við fréttastofu að málið sé byggt á misskilningi. Nánar má lesa um það hér. Fréttamaður hitti þær í versluninni, þar sem þær stóðu vaktina ásamt einni samstarfskonu til viðbótar. „Það náðist ekki að manna vaktina með karlmönnum þangað til, allavega fram að fundi,“ segir Dýrunn Elín Jósefsdóttir, starfsmaður 66° Norður í Bankastræti. Eru svona fáir karlar að vinna hérna? „Konurnar eru aðeins fleiri, þannig að þetta bitnar svolítið á okkur. Það var ekki hægt að manna þessa vakt, þannig að við þurfum að vera hér ef við viljum fá borgað,“ segir Jóna Hlín Elíasdóttir, annar starfsmaður verslunarinnar. Karlar taka við að fundi loknum Dýrunn og Jóna munu ekki snúa aftur til vinnu eftir fundinn, sem gert er ráð fyrir að standi yfir í um klukkustund. Verslunin lokar klukkan sex, en eftir klukkan hálf fjögur fá þær ekki greidd laun. Verslunin verður þó opin, og mönnuð körlum eftir fund. „Okkur finnst náttúrulega bara mjög leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum en við mætum á fundinn og sýnum samstöðu þar,“ segir Dýrunn. Kósí dagur á Ævintýraborg Áhrif verkfallsins mátti glögglega sjá á leikskólanum Ævintýraborg við Eggertsgötu. Þar voru aðeins tveir karlar að vinna, og engin börn. Jóhann Þór er einn tveggja karla sem mætti til vinnu á Ævintýraborg við Eggertsgötu í dag. Að öðru leyti var leikskólinn tómur. Engar konur og engin börn.Vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera svolítið einmanalegt hérna á leikskólanum. En við strákarnir erum bara búnir að vera að þvo þvott og þrífa glugga og borð og svona. Þetta er búið að vera kósí dagur hjá okkur,“ segir Jóhann Þór Bergþórsson, annar tveggja karla á vakt á Ævintýraborg. Alls vinna þrír karlar á leikskólanum en um tuttugu konur, að sögn Jóhanns. „Það eru engin börn hérna og við gætum ekki tekið á móti þeim, fyrst við erum svona fáir.“ Missir af öflugum konum Á veitingastaðnum Gráa kettinum voru engar konur við störf, þegar fréttastofu bar að garði. Vaktin var þó fullmönnuð körlum. Einn þeirra var Hrafnkell Már. „Ég var kallaður út þannig að það gekk bara ágætlega,“ segir Hrafnkell. En saknið þið ekkert kvennanna? „Jú, það er fullt af öflugum konum að vinna hérna,“ sagði Hrafnkell, sem hafði aðeins stutta stund til að ræða við fréttamann, enda staðurinn stútfullur af gestum og hann hafði því nóg að gera. Hrafnkell Már við störf á Gráa kettinum. Hann hafði ekki mikinn tíma til að rabba við fréttamann í annríkinu inni á staðnum.Vísir/Sigurjón
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Sjá meira
Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08