Skellir ekki plástri á slagæðablæðingu Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2023 10:22 Vilhjálmur Birgisson segir um einarða afstöðu stjórnvalda og SA, um ekkert svigrúm til hækkana, að hann muni ekki eftir samningum þar sem sá söngur hafi ekki verið sunginn. vísir/vilhelm Starfsgreinasamband Íslands fundar á morgun og fram á föstudag. Þar eru menn í vígahug. „Trúðu mér, ég er búinn að heyra þennan söng í tuttugu ár sem ég hef tekið þátt í kjarasamningum. Það er aldrei svigrúm, ekki í góðæri, ekki í meðalástandi í íslensku hagkerfi og ég tala nú ekki um þegar er smá kreppa,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur er að tala um einarðar yfirlýsingar fólks eins og Þórdísar Kolbrúnar Reykjafjörð Gylfadóttur nýs fjármálaráðherra og síðan Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra SA þess efnis að það verði engar launahækkanir í komandi kjarasamningum vegna verðbólgunnar. „Við verðum að ráðast á meinið. Þú skellir ekki plástri á slagæðablæðingu,“ segir Vilhjálmur. Stuðandi yfirlýsingar stjórnvalda Starfsgreinasambandið er að stilla saman strengi en 9. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 25.-27. október næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík. Björg segir herskáar yfirlýsingar stjórnvalda og SA stuðandi.Starfsgreinasamband Íslands Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins. „Þetta er reglulegt þing, haldið á tveggja ára fresti. Þá er kosin ný stjórn í sambandinu og unnið í málefnanefndum. Farið verður yfir kjaramál, heilbrigðismál, byggðamál og stefna lögð til næstu tveggja ára,“ segir Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri. Björg býst ekki við átökum á þinginu og vonar að þau hafi þannig tíma til að einbeita sér að málefnavinnu. Til að mynda komandi kjarasamningum, að þar verði lagðar línur. „Það stuðar okkur aðeins,“ segir Björg varðandi yfirlýsingar bæði stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins, hvað það varðar að ekki verði neinar launahækkanir í boði. „Þær viðræður eru að hefjast fljótlega. Við höfum verið að funda með SA um ýmis mál; varðandi vinnutíma, veikindarétt, fræðslumál og þessi mál sem ekki náðust inn í viðræðurnar síðast. Gerðum aðeins samning til eins árs síðast og þá var öðrum viðræðum utan launaliðinn frestað.“ Stór hluti félagsmanna kominn á yfirdrátt Vilhjálmur segist ekki muna eftir einum einustu kjarasamningum sem talað hefur verið um svigrúm. En staðan sé einfaldlega þannig núna, sérstaklega gagnvart lágtekjufólki og lægri millitekjufólki, sem nær ekki endum saman frá mánuði til mánaðar, að það getur ekki lengur haldið mannlegri reisn. „Við erum að horfa upp á fjármálakerfið, enn og aftur, sjúga til sín lang stærstan hluta launatekna í formi okurvaxta, verðtryggingar og himinhárra þjónustugjalda. Þrjátíu og fimm prósent félagsmanna Starfsgreinasambands íslands eru með yfirdráttarheimild samkvæmt Vörðu sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðarins. Þetta segir manni ekki nema eitt, í hvaða stöðu lágtekjufólk er komið í þegar það þarf að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar með yfirdrætti sem ber 17 prósent vexti,“ segir Vilhjálmur. Hann bætir því við að hann telji það eiga að vera forgangskrafa verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum að hér verði ráðist í nýtt húsnæðiskerfi þar sem tryggt verði að lánakjör verði hér með sambærilegum hætti og í löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og síðast en ekki síst að banki þjóðarinnar, Landsbankinn, verði gerður að samfélagsbanka þar sem arðsemismarkmið verði lækkuð verulega. Við erum byrjuð að ræða þetta inni í hreyfingunni,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Trúðu mér, ég er búinn að heyra þennan söng í tuttugu ár sem ég hef tekið þátt í kjarasamningum. Það er aldrei svigrúm, ekki í góðæri, ekki í meðalástandi í íslensku hagkerfi og ég tala nú ekki um þegar er smá kreppa,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur er að tala um einarðar yfirlýsingar fólks eins og Þórdísar Kolbrúnar Reykjafjörð Gylfadóttur nýs fjármálaráðherra og síðan Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra SA þess efnis að það verði engar launahækkanir í komandi kjarasamningum vegna verðbólgunnar. „Við verðum að ráðast á meinið. Þú skellir ekki plástri á slagæðablæðingu,“ segir Vilhjálmur. Stuðandi yfirlýsingar stjórnvalda Starfsgreinasambandið er að stilla saman strengi en 9. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 25.-27. október næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík. Björg segir herskáar yfirlýsingar stjórnvalda og SA stuðandi.Starfsgreinasamband Íslands Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins. „Þetta er reglulegt þing, haldið á tveggja ára fresti. Þá er kosin ný stjórn í sambandinu og unnið í málefnanefndum. Farið verður yfir kjaramál, heilbrigðismál, byggðamál og stefna lögð til næstu tveggja ára,“ segir Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri. Björg býst ekki við átökum á þinginu og vonar að þau hafi þannig tíma til að einbeita sér að málefnavinnu. Til að mynda komandi kjarasamningum, að þar verði lagðar línur. „Það stuðar okkur aðeins,“ segir Björg varðandi yfirlýsingar bæði stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins, hvað það varðar að ekki verði neinar launahækkanir í boði. „Þær viðræður eru að hefjast fljótlega. Við höfum verið að funda með SA um ýmis mál; varðandi vinnutíma, veikindarétt, fræðslumál og þessi mál sem ekki náðust inn í viðræðurnar síðast. Gerðum aðeins samning til eins árs síðast og þá var öðrum viðræðum utan launaliðinn frestað.“ Stór hluti félagsmanna kominn á yfirdrátt Vilhjálmur segist ekki muna eftir einum einustu kjarasamningum sem talað hefur verið um svigrúm. En staðan sé einfaldlega þannig núna, sérstaklega gagnvart lágtekjufólki og lægri millitekjufólki, sem nær ekki endum saman frá mánuði til mánaðar, að það getur ekki lengur haldið mannlegri reisn. „Við erum að horfa upp á fjármálakerfið, enn og aftur, sjúga til sín lang stærstan hluta launatekna í formi okurvaxta, verðtryggingar og himinhárra þjónustugjalda. Þrjátíu og fimm prósent félagsmanna Starfsgreinasambands íslands eru með yfirdráttarheimild samkvæmt Vörðu sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðarins. Þetta segir manni ekki nema eitt, í hvaða stöðu lágtekjufólk er komið í þegar það þarf að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar með yfirdrætti sem ber 17 prósent vexti,“ segir Vilhjálmur. Hann bætir því við að hann telji það eiga að vera forgangskrafa verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum að hér verði ráðist í nýtt húsnæðiskerfi þar sem tryggt verði að lánakjör verði hér með sambærilegum hætti og í löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og síðast en ekki síst að banki þjóðarinnar, Landsbankinn, verði gerður að samfélagsbanka þar sem arðsemismarkmið verði lækkuð verulega. Við erum byrjuð að ræða þetta inni í hreyfingunni,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira