„Er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 07:31 Óvíst er hvenær Gunnar Nelson snýr aftur í UFC bardagabúrið. Vísir/Getty Óljóst er á þessari stundu hvenær Gunnar Nelson stígur á ný inn í bardagabúrið á vegum UFC og segir hann nýjustu vendingar hjá sambandinu, er snúa að viðskilnaði við bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) ekki vera skemmtilegar fréttir. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC og á hann enn nokkra bardaga eftir af núverandi samningi sínum við bardagasambandið. Nú síðast bar hann sigur úr býtum í bardaga sínum við Bryan Barberena í London í mars fyrr á þessu ári. „Eins og er hefur einbeitingin verið miklu meira á þjálfun hjá mér. Svo varð ég faðir í þriðja sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Það er því ýmislegt annað í gangi og ég á því erfitt með að fara í undirbúning fyrir bardaga eins og er. Eftir smá tíma setjumst við niður og förum yfir stöðuna. Ég er ekki beint tilbúinn í að fara kalla þetta gott. Manni langar alltaf að taka eitthvað aðeins meira en við sjáum til. Nú er USADA að fara út úr UFC sem eru ekki beint skemmtilegar fréttir fyrir mig. Þetta kemur allt saman í ljós.“ Og vísar Gunnar þar í þær fréttir sem bárust á dögunum af væntanlegum endalokum samstarfs UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið USADA þann 1. janúar á næsta ári. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok og hyggst UFC fara sínar eigin leiðir í framhaldinu í samstarfi við Drug Free Sports International. Á þessari stundu er alls ekki víst hvernig hinu nýja fyrirkomulagi í tengslum við lyfjaeftirlit verður háttað en Gunnar hefur sjálfur í gegnum sinn feril hrósað því hvernig USADA hefur starfað með UFC og lagt á það ríka áherslu að bardagakappar séu lyfjaprófaðir. „Þetta eru ekki skemmtilegar fréttir,“ segir Gunnar um væntanlegan viðskilnað UFC og USADA. „Ég er ekki mjög hlynntur því að menn fái bara að valsa um og gera það sem að þeir vilja. Mér finnst svolítið eins og þetta sé að fara í þá átt núna. Að þetta sé að fara í svipað horf og tíðkast hjá öðrum stórum bardagasamböndum í Ameríku. Þar er lyfjaeftirlitið lítið sem ekkert og þó þau séu þar á blaði þá held ég að það gefi augaleið að margir af þessum íþróttamönnum séu ekki alveg clean athletes.“ „Mér finnst það bara svolítið leiðinleg þróun. Ekki síst þegar að ég hugsa til þessara ungu iðkenda sem eru að koma upp í gegnum starfið hjá okkur og horfa á stóru stjörnurnar í íþróttinni. Þegar að ég hugsa um það hvernig þetta verður eftir fimm ár mögulega. Verður þetta þá bara þannig, ef þú ert ekki að taka þátt og setja í þig einhver lyf og efni, að þú verðir ekki samkeppnishæfur. Eða er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli, fleiri lyf. Mér finnst þetta pínu leiðinlegt, ef ég á að segja alveg eins og er.“ MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC og á hann enn nokkra bardaga eftir af núverandi samningi sínum við bardagasambandið. Nú síðast bar hann sigur úr býtum í bardaga sínum við Bryan Barberena í London í mars fyrr á þessu ári. „Eins og er hefur einbeitingin verið miklu meira á þjálfun hjá mér. Svo varð ég faðir í þriðja sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Það er því ýmislegt annað í gangi og ég á því erfitt með að fara í undirbúning fyrir bardaga eins og er. Eftir smá tíma setjumst við niður og förum yfir stöðuna. Ég er ekki beint tilbúinn í að fara kalla þetta gott. Manni langar alltaf að taka eitthvað aðeins meira en við sjáum til. Nú er USADA að fara út úr UFC sem eru ekki beint skemmtilegar fréttir fyrir mig. Þetta kemur allt saman í ljós.“ Og vísar Gunnar þar í þær fréttir sem bárust á dögunum af væntanlegum endalokum samstarfs UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið USADA þann 1. janúar á næsta ári. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok og hyggst UFC fara sínar eigin leiðir í framhaldinu í samstarfi við Drug Free Sports International. Á þessari stundu er alls ekki víst hvernig hinu nýja fyrirkomulagi í tengslum við lyfjaeftirlit verður háttað en Gunnar hefur sjálfur í gegnum sinn feril hrósað því hvernig USADA hefur starfað með UFC og lagt á það ríka áherslu að bardagakappar séu lyfjaprófaðir. „Þetta eru ekki skemmtilegar fréttir,“ segir Gunnar um væntanlegan viðskilnað UFC og USADA. „Ég er ekki mjög hlynntur því að menn fái bara að valsa um og gera það sem að þeir vilja. Mér finnst svolítið eins og þetta sé að fara í þá átt núna. Að þetta sé að fara í svipað horf og tíðkast hjá öðrum stórum bardagasamböndum í Ameríku. Þar er lyfjaeftirlitið lítið sem ekkert og þó þau séu þar á blaði þá held ég að það gefi augaleið að margir af þessum íþróttamönnum séu ekki alveg clean athletes.“ „Mér finnst það bara svolítið leiðinleg þróun. Ekki síst þegar að ég hugsa til þessara ungu iðkenda sem eru að koma upp í gegnum starfið hjá okkur og horfa á stóru stjörnurnar í íþróttinni. Þegar að ég hugsa um það hvernig þetta verður eftir fimm ár mögulega. Verður þetta þá bara þannig, ef þú ert ekki að taka þátt og setja í þig einhver lyf og efni, að þú verðir ekki samkeppnishæfur. Eða er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli, fleiri lyf. Mér finnst þetta pínu leiðinlegt, ef ég á að segja alveg eins og er.“
MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira