Benedikt um Milka í kvöld: Hann er undirbúinn fyrir hvað sem er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 14:30 Dominykas Milka skorar fyrir Keflavík á móti Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tekur á móti Keflavík í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í körfubolta í kvöld en þetta er fyrsti Reykjanesbæjarslagurinn í vetur og í fyrsta sinn sem gamli Keflvíkingurinn Dominykas Milka spilar með nágrönnunum á móti sínu gamla liði. „Þessi leikur leggst ofboðslega vel í mig. Ég átti kannski ekki von á því að fá þennan slag í 32 liða úrslitum. Þetta er alltaf risaleikur og risadagur þegar þessir leikir fara fram. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Aron Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Njarðvík hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og Keflavík vann flottan endurkomusigur á Val í síðasta leik. „Mín reynsla af þessum leikjum, bæði sem áhorfandi og körfuboltaáhugamaður og síðan sem þjálfari í þessum viðureignum, er að staða liðanna skiptir eiginlega engu máli. Þetta eru alltaf einstakir leikir þó að annað liðið eigi að vera sterkara en hitt. Það hefur aldrei skipt neinu máli í gegnum tíðina,“ sagði Benedikt. EL Clasico eins og þessi viðureign hefur verið kölluð lifir sínu eigin lífi inn á hverju tímabili. „Þetta eru öðruvísi leikir í íslenskum körfubolta. Hver leikur á sitt líf og allt sem hefur gengið á undan hefur ekki skipt máli. Maður hefur séð þessa leiki fara út og suður. Sumir hafa verið ofboðslega spennandi og jafnir en svo hefur maður séð annað liðið bursta hitt. Maður getur því búist við hverju sem er,“ sagði Benedikt. Benedikt Guðmundsson hvetur sína menn áfram.Vísir/Hulda Margrét „Við mætum í þennan leik til þess að vinna og ég efast ekki um það að Keflavík geri það líka. Þetta verða tvö lið sem selja sig rándýrt í kvöld,“ sagði Benedikt. Dominykas Milka skiptir yfir í Njarðvík úr Keflavík í sumar og er að fara að mæta sínu gamla liði í fyrsta sinn. Hvernig skynjar Benedikt stemmninguna hjá honum fyrir leikinn? „Hann verður klár. Hann þekkir það að vera hinum megin og hugsanlega verður eitthvað baulað á hann. Ég veit það ekki. Ég held að hann sé undirbúinn fyrir hvað sem er í kvöld og það bítur ekkert á hann. Hann er í þessu til að reynda að vinna. Hann verður klár og vonandi bara allir mínir menn,“ sagði Benedikt. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 19.30 í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld en það verður örugglega vel mætt á leikinn. Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
„Þessi leikur leggst ofboðslega vel í mig. Ég átti kannski ekki von á því að fá þennan slag í 32 liða úrslitum. Þetta er alltaf risaleikur og risadagur þegar þessir leikir fara fram. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Aron Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Njarðvík hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og Keflavík vann flottan endurkomusigur á Val í síðasta leik. „Mín reynsla af þessum leikjum, bæði sem áhorfandi og körfuboltaáhugamaður og síðan sem þjálfari í þessum viðureignum, er að staða liðanna skiptir eiginlega engu máli. Þetta eru alltaf einstakir leikir þó að annað liðið eigi að vera sterkara en hitt. Það hefur aldrei skipt neinu máli í gegnum tíðina,“ sagði Benedikt. EL Clasico eins og þessi viðureign hefur verið kölluð lifir sínu eigin lífi inn á hverju tímabili. „Þetta eru öðruvísi leikir í íslenskum körfubolta. Hver leikur á sitt líf og allt sem hefur gengið á undan hefur ekki skipt máli. Maður hefur séð þessa leiki fara út og suður. Sumir hafa verið ofboðslega spennandi og jafnir en svo hefur maður séð annað liðið bursta hitt. Maður getur því búist við hverju sem er,“ sagði Benedikt. Benedikt Guðmundsson hvetur sína menn áfram.Vísir/Hulda Margrét „Við mætum í þennan leik til þess að vinna og ég efast ekki um það að Keflavík geri það líka. Þetta verða tvö lið sem selja sig rándýrt í kvöld,“ sagði Benedikt. Dominykas Milka skiptir yfir í Njarðvík úr Keflavík í sumar og er að fara að mæta sínu gamla liði í fyrsta sinn. Hvernig skynjar Benedikt stemmninguna hjá honum fyrir leikinn? „Hann verður klár. Hann þekkir það að vera hinum megin og hugsanlega verður eitthvað baulað á hann. Ég veit það ekki. Ég held að hann sé undirbúinn fyrir hvað sem er í kvöld og það bítur ekkert á hann. Hann er í þessu til að reynda að vinna. Hann verður klár og vonandi bara allir mínir menn,“ sagði Benedikt. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 19.30 í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld en það verður örugglega vel mætt á leikinn.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira