Um 50 list- og menningarviðburðir í boði á Akranesi á Vökudögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2023 13:04 Bleik messa verður í Akraneskirkju á Vökudögum þar sem þessar konur munu örugglega mæta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Akranesi eru nú að setja sig í stellingar fyrir ellefu daga lista- og menningarhátíð, Vökudaga, sem hefjast fimmtudaginn 26. október. Boðið verður upp á um fimmtíu menningarviðburði í bæjarfélaginu þessa daga allt frá listsýningum upp í pönktónleika. Lífið á Akranesi snýst ekki bara um knattspyrnu og aðrar íþróttir því þar er mjög öflugt menningarlíf enda á að halda núna í 21. sinn menningarhátíðina Vökudaga. En af hverju heitir hátíðin þessu nafni? Vera Líndal Guðnadóttir er verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi. „Ætli þetta sé ekki aðallega vegna þess að þetta er til að lífga upp á skammdegið, halda okkur glöðum og vakandi yfir listgreinum bæjarins,“ segir Vera og heldur áfram. „Hátíðin stendur saman af ótrúlega öflugu listafólki frá Akranesi, sem tekur sig saman og býður fólki á sýningaropnanir, opnar vinnustofur, tónleika og ýmislegt fleira.“ Vera segir að um 50 ólíka lista- og menningarviðburði verði að ræða, meðal annars tvær tónlistarhátíðir. „Það eru annars vegar Heimaskagahátíðin, sem er algjör hittari á Akranesi. Hún er þannig að það eru 11 heimili, sem bjóða bæjarbúum inn í stofu á tónleika þar sem þekktir tónlistarmenn spila. Svo er það hins vegar „Lilló hardcorefest“, sem er harðkjarna og pönkhátíð í gamla Landsbankahúsinu, þannig að það er svona ákveðin breidd í þessu öllu saman, það er ótrúlega skemmtilegt.“ Vera Líndal Guðnadóttir, verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi.Aðsend En hvað skýrir þennan mikla sköpunarkraft í kringum list- og menningu á Akranesi? „Það er vegna þess að hér er fjölbreyttur hópur listafólks og áhugafólks um menningu í bænum sem drífur áfram listasenuna og eykur veg menningar í samfélaginu. Þau eru styðjandi hvort við annað og hér starfa öflug listafélög. Á Vökudögum fáum við að upplifa afraksturinn af þessar vinnu og líta inn í hugarheim þeirra. Það er einstakt tækifæri fyrir bæjarbúa,” segir Vera og bætir strax við. „Á Vökudögum getur maður skoðað verk leik- og grunnskólabarna, litið við á handverksmarkaði hjá okkar glæsilegu eldri borgurum í félagsstarfi Akraneskaupstaðar, ungmenni geta skellt sér á smiðjur og lært að jöggla, jóðla, rokka eða mála svo eitthvað megi nefna. Bæjarstjórinn okkar ætlar meira að segja að bjóða á viðburð í lok hátíðarinnar. En þar fer hann yfir sögu Jóns Hreggviðssonar yfir brauðtertum og bjór. Það fléttast síðan tvær aðrar hátíðir í samfélaginu fallega inn í Vökudaga. Það eru hrekkjavakan og bleikur október. Í tilefni af þeim verða styrktartónleikar, bleik messa í Akraneskirkju og svo hið alræmda hrollvekjuhús á Byggðarsafninu.” Tvær tónlistarhátíðir verða haldnar, Heimaskagahátíðin og pönkhátíð í gamla LandsbankahúsinuAðsend Formlega setning Vökudaga fer fram fimmtudaginn 26. október í tónlistarskólanum þar sem menningarverðlaun Akranes 2023 verða veitt, auk umhverfisverðlauna bæjarfélagsins. Í kjölfar setningarathafnarinnar fer fram listaganga þar sem bæjarbúar ganga um bæinn og kíkja við á sýningaropnunum og opnar vinnustofur. Hægt er að skoða dagskrá Vökudaga hér og á Facebook og Instagram undir nafni hátíðarinnar. Dagskrá Vökudaga er mjög fjölbreytt og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Aðsend Akranes Menning Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Lífið á Akranesi snýst ekki bara um knattspyrnu og aðrar íþróttir því þar er mjög öflugt menningarlíf enda á að halda núna í 21. sinn menningarhátíðina Vökudaga. En af hverju heitir hátíðin þessu nafni? Vera Líndal Guðnadóttir er verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi. „Ætli þetta sé ekki aðallega vegna þess að þetta er til að lífga upp á skammdegið, halda okkur glöðum og vakandi yfir listgreinum bæjarins,“ segir Vera og heldur áfram. „Hátíðin stendur saman af ótrúlega öflugu listafólki frá Akranesi, sem tekur sig saman og býður fólki á sýningaropnanir, opnar vinnustofur, tónleika og ýmislegt fleira.“ Vera segir að um 50 ólíka lista- og menningarviðburði verði að ræða, meðal annars tvær tónlistarhátíðir. „Það eru annars vegar Heimaskagahátíðin, sem er algjör hittari á Akranesi. Hún er þannig að það eru 11 heimili, sem bjóða bæjarbúum inn í stofu á tónleika þar sem þekktir tónlistarmenn spila. Svo er það hins vegar „Lilló hardcorefest“, sem er harðkjarna og pönkhátíð í gamla Landsbankahúsinu, þannig að það er svona ákveðin breidd í þessu öllu saman, það er ótrúlega skemmtilegt.“ Vera Líndal Guðnadóttir, verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi.Aðsend En hvað skýrir þennan mikla sköpunarkraft í kringum list- og menningu á Akranesi? „Það er vegna þess að hér er fjölbreyttur hópur listafólks og áhugafólks um menningu í bænum sem drífur áfram listasenuna og eykur veg menningar í samfélaginu. Þau eru styðjandi hvort við annað og hér starfa öflug listafélög. Á Vökudögum fáum við að upplifa afraksturinn af þessar vinnu og líta inn í hugarheim þeirra. Það er einstakt tækifæri fyrir bæjarbúa,” segir Vera og bætir strax við. „Á Vökudögum getur maður skoðað verk leik- og grunnskólabarna, litið við á handverksmarkaði hjá okkar glæsilegu eldri borgurum í félagsstarfi Akraneskaupstaðar, ungmenni geta skellt sér á smiðjur og lært að jöggla, jóðla, rokka eða mála svo eitthvað megi nefna. Bæjarstjórinn okkar ætlar meira að segja að bjóða á viðburð í lok hátíðarinnar. En þar fer hann yfir sögu Jóns Hreggviðssonar yfir brauðtertum og bjór. Það fléttast síðan tvær aðrar hátíðir í samfélaginu fallega inn í Vökudaga. Það eru hrekkjavakan og bleikur október. Í tilefni af þeim verða styrktartónleikar, bleik messa í Akraneskirkju og svo hið alræmda hrollvekjuhús á Byggðarsafninu.” Tvær tónlistarhátíðir verða haldnar, Heimaskagahátíðin og pönkhátíð í gamla LandsbankahúsinuAðsend Formlega setning Vökudaga fer fram fimmtudaginn 26. október í tónlistarskólanum þar sem menningarverðlaun Akranes 2023 verða veitt, auk umhverfisverðlauna bæjarfélagsins. Í kjölfar setningarathafnarinnar fer fram listaganga þar sem bæjarbúar ganga um bæinn og kíkja við á sýningaropnunum og opnar vinnustofur. Hægt er að skoða dagskrá Vökudaga hér og á Facebook og Instagram undir nafni hátíðarinnar. Dagskrá Vökudaga er mjög fjölbreytt og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Aðsend
Akranes Menning Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira