Ályktun kvenna í borgarstjórn í tilefni af kvennaverkfalli Hópur kvenna í borgarstjórn skrifar 21. október 2023 12:00 Ályktun kvenna í borgarstjórn 17. október 2023: Á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 var fyrst boðað til Kvennafrís á Íslandi þar sem konur voru hvattar til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan dag, þann 24. október. Tilgangurinn var að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið og að undirstrika kröfu kvenna um jafna stöðu og kjör á við karla í íslensku samfélagi. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum sögulega viðburði sem markaði ákveðin vatnaskil í þróun jafnréttismála á íslandi. Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa nú blásið til heils dags kvennaverkfalls á ný þann 24. október næstkomandi undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?” því þrátt fyrir árangur jafnréttisbaráttu undanfarinna áratuga er jafnrétti kynja ekki náð og það sé ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér. Við eigum kvennahreyfingum á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu fyrir okkur öll því jafnrétti er ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig efnahagsleg nauðsyn. Stjórnvöld, þar með sveitarfélög, eiga að vera leiðandi í jafnréttismálum og sjá til þess með stefnu sinni og aðgerðum að allir íbúar fái jafna meðferð og hafi jafnan rétt til þátttöku og athafna í samfélaginu. Við konur í borgarstjórn tökum undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Við heitum því að leggja okkur fram í störfum okkar til að félagslegt og launalegt jafnrétti nái fram að ganga. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út að ekki verði dregið af launum kvenna og kvár sem leggja niður störf vegna Kvennaverkfalls 24. október. Við munum sjálfar taka þátt í kvennaverkfalli og hvetjum konur og kvár til að gera slíkt hið sama. Við hvetjum stjórnendur fyrirtækja og stofnana til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera starfsfólki sínu kleift að taka þátt í baráttudeginum 24. október og til að vinna að jafnrétti á öllum sviðum framvegis. Höfundar eru hópur kvenna í borgarstjórn. Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Borgarstjórn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ályktun kvenna í borgarstjórn 17. október 2023: Á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 var fyrst boðað til Kvennafrís á Íslandi þar sem konur voru hvattar til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan dag, þann 24. október. Tilgangurinn var að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið og að undirstrika kröfu kvenna um jafna stöðu og kjör á við karla í íslensku samfélagi. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum sögulega viðburði sem markaði ákveðin vatnaskil í þróun jafnréttismála á íslandi. Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa nú blásið til heils dags kvennaverkfalls á ný þann 24. október næstkomandi undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?” því þrátt fyrir árangur jafnréttisbaráttu undanfarinna áratuga er jafnrétti kynja ekki náð og það sé ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér. Við eigum kvennahreyfingum á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu fyrir okkur öll því jafnrétti er ekki aðeins réttlætismál, heldur einnig efnahagsleg nauðsyn. Stjórnvöld, þar með sveitarfélög, eiga að vera leiðandi í jafnréttismálum og sjá til þess með stefnu sinni og aðgerðum að allir íbúar fái jafna meðferð og hafi jafnan rétt til þátttöku og athafna í samfélaginu. Við konur í borgarstjórn tökum undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Við heitum því að leggja okkur fram í störfum okkar til að félagslegt og launalegt jafnrétti nái fram að ganga. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út að ekki verði dregið af launum kvenna og kvár sem leggja niður störf vegna Kvennaverkfalls 24. október. Við munum sjálfar taka þátt í kvennaverkfalli og hvetjum konur og kvár til að gera slíkt hið sama. Við hvetjum stjórnendur fyrirtækja og stofnana til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera starfsfólki sínu kleift að taka þátt í baráttudeginum 24. október og til að vinna að jafnrétti á öllum sviðum framvegis. Höfundar eru hópur kvenna í borgarstjórn. Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Heiða Björg Hilmisdóttir Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Kolbrún Baldursdóttir Sara Björg Sigurðardóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Guðný Maja Riba Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sandra Hlíf Ocares
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun