Þarf að hugsa extra vel um mig og þá er þetta bærilegt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2023 09:30 Sævar Atli er að spila í gegnum meiðsli. Lyngby Sævar Atli Magnússon ætlar að harka í gegnum meiðsli sín fram til áramóta en hann er að glíma við kviðslit. Hann nýtur sín vel í Íslendinganýlendunni í Lyngby í Danmörku. Sævar Atli hefur verið fastamaður í liði Lyngby sem hefur byrjað tímabilið í Danmörku af krafti eftir að bjarga sér á ævintýralegan hátt á síðustu leiktíð. Hann var ekki með íslenska landsliðinu í nýafstöðnu verkefni gegn Lúxemborg og Liechtenstein þar sem hann er að glíma við meiðsli og fékk frí. Sævar Atli hefur spilað 5 A-landsleiki á ferlinum.Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er smá flókið, er að æfa og spila í rauninni en er með tegund af kviðsliti. Mun þurfa að spila og æfa svona út árið að minnsta kosti, þetta er erfitt og er byrjað að hafa smá áhrif á daglegt líf núna. Þarf að hugsa extra vel um mig og þá er þetta bærilegt. Maður ætlar að reyna halda verknum bærilegum út árið,“ sagði Sævar Atli um meiðslin. Hann var svo spurður hvort hann væri ekki að pína sig með því að spila í gegnum meiðslin. „Jújú en maður er alinn upp þannig í Leikni Reykjavík að maður þarf bara að komast í gegnum þetta. Ég er 100 prósent viss um að margir íþróttamenn gangi í gegnum meiðsli á einhverjum tímapunkti og þeir harki af sér. Spilar ekki marga leiki á tímabilinu 100 prósent heill, þetta er bara svona. Ég mun komast í gegnum þetta, ekkert mál.“ Engin íslenska í klefanum Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hefur myndað ákveðna Íslendinganýlendu hjá félaginu en sem stendur eru Sævar Atli, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen á mála hjá félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá IFK Norrköping í Svíþjóð. „Erum komnir með nýja sekt í „sektarformúluna“ okkar. Það er bannað að tala íslensku, vilja meina að við tölum of mikla íslensku inn í klefanum. Við höldum klárlega mikið hópinn og ég, Kolbeinn og Andri Lucas erum nálægt hver öðrum í aldri.“ „Ég er með samning til 2025 og líður mjög vel. Maður má ekki fara fram úr sér núna, Freysi yrði ekki ánægður með það en eins og staðan er núna getum við náð frábærum árangri og besta árangri Lyngby lengi. Ef það gengur upp þá mun ég allavega klára samninginn minn en maður stefnir alltaf hærra og vonandi kemst ég hærra. Eins og er líður mér mjög vel og ætla að reyna spila ennþá betur á næsta ári,“ sagði Sævar Atli að lokum en ljóst er að honum líður vel hjá félaginu og það metur hann mikils. SÆVAR OG DANI BLEV GJORT KLAR TIL HALLOWEEN Søndag er der halloween på Lyngby Stadion, og for at komme i helt rette stemning sendte vi Sævar Magnusson og Dani på Bakken for at prøve deres uhyggelige Rædselsdyb Lad os bare sige det sådan, at spillerne hurtigt kom i den pic.twitter.com/n8jE4IR8fd— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) October 20, 2023 Sævar Atli og félagar mæta AGF í hádeginu á sunnudag. Sigur þar gæti lyft Lyngby upp í 4. sætið. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Sævar Atli hefur verið fastamaður í liði Lyngby sem hefur byrjað tímabilið í Danmörku af krafti eftir að bjarga sér á ævintýralegan hátt á síðustu leiktíð. Hann var ekki með íslenska landsliðinu í nýafstöðnu verkefni gegn Lúxemborg og Liechtenstein þar sem hann er að glíma við meiðsli og fékk frí. Sævar Atli hefur spilað 5 A-landsleiki á ferlinum.Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er smá flókið, er að æfa og spila í rauninni en er með tegund af kviðsliti. Mun þurfa að spila og æfa svona út árið að minnsta kosti, þetta er erfitt og er byrjað að hafa smá áhrif á daglegt líf núna. Þarf að hugsa extra vel um mig og þá er þetta bærilegt. Maður ætlar að reyna halda verknum bærilegum út árið,“ sagði Sævar Atli um meiðslin. Hann var svo spurður hvort hann væri ekki að pína sig með því að spila í gegnum meiðslin. „Jújú en maður er alinn upp þannig í Leikni Reykjavík að maður þarf bara að komast í gegnum þetta. Ég er 100 prósent viss um að margir íþróttamenn gangi í gegnum meiðsli á einhverjum tímapunkti og þeir harki af sér. Spilar ekki marga leiki á tímabilinu 100 prósent heill, þetta er bara svona. Ég mun komast í gegnum þetta, ekkert mál.“ Engin íslenska í klefanum Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hefur myndað ákveðna Íslendinganýlendu hjá félaginu en sem stendur eru Sævar Atli, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen á mála hjá félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá IFK Norrköping í Svíþjóð. „Erum komnir með nýja sekt í „sektarformúluna“ okkar. Það er bannað að tala íslensku, vilja meina að við tölum of mikla íslensku inn í klefanum. Við höldum klárlega mikið hópinn og ég, Kolbeinn og Andri Lucas erum nálægt hver öðrum í aldri.“ „Ég er með samning til 2025 og líður mjög vel. Maður má ekki fara fram úr sér núna, Freysi yrði ekki ánægður með það en eins og staðan er núna getum við náð frábærum árangri og besta árangri Lyngby lengi. Ef það gengur upp þá mun ég allavega klára samninginn minn en maður stefnir alltaf hærra og vonandi kemst ég hærra. Eins og er líður mér mjög vel og ætla að reyna spila ennþá betur á næsta ári,“ sagði Sævar Atli að lokum en ljóst er að honum líður vel hjá félaginu og það metur hann mikils. SÆVAR OG DANI BLEV GJORT KLAR TIL HALLOWEEN Søndag er der halloween på Lyngby Stadion, og for at komme i helt rette stemning sendte vi Sævar Magnusson og Dani på Bakken for at prøve deres uhyggelige Rædselsdyb Lad os bare sige det sådan, at spillerne hurtigt kom i den pic.twitter.com/n8jE4IR8fd— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) October 20, 2023 Sævar Atli og félagar mæta AGF í hádeginu á sunnudag. Sigur þar gæti lyft Lyngby upp í 4. sætið.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira