Þrennir tónleikar í súginn eftir óveður og bilun Árni Sæberg skrifar 22. október 2023 14:55 Hafdís Huld heldur á tónleikaferðalag í byrjun nóvember. Aðsend Tónlistarkonan Hafdís Huld og aðdáendur hennar sitja eftir með sárt ennið eftir að flugferð hennar var frestað ítrekað og loks aflýst. Hún hefur þurft að aflýsa þrennum tónleikum á Bretlandseyjum vegna þessa. Hafdís var leið í sitt fyrst tónlistarferðalag í mörg ár í fyrradag, og stefndi raunar á fyrstu tónleikana eftir fæðingarorlof, pásu vegna heimfaraldurs og gerð nýrrar plötu, þegar óveður setti strik í reikninginn. Flugi hennar og fylgdarliðs til Lundúna var frestað um nokkrar klukkustundir vegna óveðurs og aftur svo frestunin náði fjórtán klukkustundum. Að fjórtán klukkustundum liðnum bárust þau tíðindi að ekki yrði flogið vegna bilunar sem orðið hafði á flugvélinni sem hún átti bókað far með. Hefði þurft að mæta á sama tíma og gestirnir Í samtali við Vísi segir Hafdís að ómögulegt hafi verið að bóka annað flugfar til Bretlands. Öllum flugferðum frá landinu hafi verið frestað eða aflýst og því hafi verið fullbókað í allar ferðir. Til stóð að halda tónleika á fimmtudagskvöld í Leicester. Hafdís segir í samtali við Vísi að hún hafi leitað allra leiða til þess að komast á áfangastað og hún hafi um tíma íhugað að bóka flug í gegnum München í Þýskalandi. Þá hefði hún komið á tónleikastaðinn á sama tíma og gestirnir, ef allt hefði farið eins og í sögu. Því ákvað hún að láta það vera og aflýsa tónleikunum. „Þetta er algjör martröð, sérstaklega af því að nú er ég búin að eyða öllum deginum í það, eftir að vera í alla nótt upp á flugvelli, að svara bréfum frá fólki sem var til dæmis búið að fljúga frá Bandaríkjunum til að koma á tónleikana. Svo getur maður verið með móral fyrir því ofan á allt saman, þetta er eiginlega alveg ömurlegt.“ Geisladiskar á tónleikaferðalagi Hafdís Huld segir að aflýsing flugsins komi til með að hafa keðjuverkandi áhrif á fyrirhugað tónleikaferðalag. Ekkert verði af þrennum tónleikum og finna þurfi þeim nýjan tíma, þeir verði sennilega ekki haldnir á þessu ári. Tónleikaferðalagið hefjist ekki fyrr en í byrjun nóvember með tónleikum í Liverpool á Englandi. Hún hafi ákveðið að skipta ferðalaginu í nokkur minni, enda sé maðurinn hennar með í hljómsveitinni og þau eigi ung börn. „Það besta eiginlega er að nýju geisladiskarnir mínir, já fólk kaupir enn þá svoleiðis í útlöndum, þeir voru sendir á fyrsta staðinn, svo til London af því við komumst ekki þangað, svo var tónleikunum í London aflýst og þeir sendir til Glasgow. Núna verða þeir sendir til Íslands, svo þeir eru líka búnir að vera á rúntinum. Ég hef aldrei lent í öðru eins klúðri. Þú getur ekki búið þetta til, allt sem getur farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ Á tónleikaferðalaginu mun Hafdís Huld meðal annars flytja tónlist af nýrri plötu sinni, sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Á henni má heyra lagið Darkest night, sem hefur þegar verið gefið út. Tónlist Bretland Fréttir af flugi Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Hafdís var leið í sitt fyrst tónlistarferðalag í mörg ár í fyrradag, og stefndi raunar á fyrstu tónleikana eftir fæðingarorlof, pásu vegna heimfaraldurs og gerð nýrrar plötu, þegar óveður setti strik í reikninginn. Flugi hennar og fylgdarliðs til Lundúna var frestað um nokkrar klukkustundir vegna óveðurs og aftur svo frestunin náði fjórtán klukkustundum. Að fjórtán klukkustundum liðnum bárust þau tíðindi að ekki yrði flogið vegna bilunar sem orðið hafði á flugvélinni sem hún átti bókað far með. Hefði þurft að mæta á sama tíma og gestirnir Í samtali við Vísi segir Hafdís að ómögulegt hafi verið að bóka annað flugfar til Bretlands. Öllum flugferðum frá landinu hafi verið frestað eða aflýst og því hafi verið fullbókað í allar ferðir. Til stóð að halda tónleika á fimmtudagskvöld í Leicester. Hafdís segir í samtali við Vísi að hún hafi leitað allra leiða til þess að komast á áfangastað og hún hafi um tíma íhugað að bóka flug í gegnum München í Þýskalandi. Þá hefði hún komið á tónleikastaðinn á sama tíma og gestirnir, ef allt hefði farið eins og í sögu. Því ákvað hún að láta það vera og aflýsa tónleikunum. „Þetta er algjör martröð, sérstaklega af því að nú er ég búin að eyða öllum deginum í það, eftir að vera í alla nótt upp á flugvelli, að svara bréfum frá fólki sem var til dæmis búið að fljúga frá Bandaríkjunum til að koma á tónleikana. Svo getur maður verið með móral fyrir því ofan á allt saman, þetta er eiginlega alveg ömurlegt.“ Geisladiskar á tónleikaferðalagi Hafdís Huld segir að aflýsing flugsins komi til með að hafa keðjuverkandi áhrif á fyrirhugað tónleikaferðalag. Ekkert verði af þrennum tónleikum og finna þurfi þeim nýjan tíma, þeir verði sennilega ekki haldnir á þessu ári. Tónleikaferðalagið hefjist ekki fyrr en í byrjun nóvember með tónleikum í Liverpool á Englandi. Hún hafi ákveðið að skipta ferðalaginu í nokkur minni, enda sé maðurinn hennar með í hljómsveitinni og þau eigi ung börn. „Það besta eiginlega er að nýju geisladiskarnir mínir, já fólk kaupir enn þá svoleiðis í útlöndum, þeir voru sendir á fyrsta staðinn, svo til London af því við komumst ekki þangað, svo var tónleikunum í London aflýst og þeir sendir til Glasgow. Núna verða þeir sendir til Íslands, svo þeir eru líka búnir að vera á rúntinum. Ég hef aldrei lent í öðru eins klúðri. Þú getur ekki búið þetta til, allt sem getur farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ Á tónleikaferðalaginu mun Hafdís Huld meðal annars flytja tónlist af nýrri plötu sinni, sem gefin verður út í byrjun næsta árs. Á henni má heyra lagið Darkest night, sem hefur þegar verið gefið út.
Tónlist Bretland Fréttir af flugi Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira