Segir fólki að hætta að hneykslast á áhrifavöldum og horfa á stóru myndina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2023 15:01 Tony Bellew hefur náð að búa sér til líf eftir hnefaleikaferlinn bæði í fjölmiðlum og með því að leika í kvikmyndinni Creed III. Getty/Dave J Hogan Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum er ekki einn af þeim sem gagnrýnir bardaga áhrifavalda sem eru mjög áberandi þessa dagana í bardagaheiminum. Tony Bellew hélt sjálfur heimsmeistaratitli í þéttivigt (cruiserweight) á árunum 2016 til 2017 og hann hefur nú sent KSI kveðju og stuðning eftir að áhrifavaldurinn tapaði á umdeildan hátt á móti hnefaleikakappanum Tommy Fury á dögunum. „Ég hef talað við hann. JJ er góður strákur og hann leggur mikið á sig. Það er fyndið að það hneykslast enginn þegar fræga fólkið mætir til að spila fótboltaleik,“ sagði Tony Bellew í viðtali hjá talkSPORT. Margir í hnefaleikaheiminum óttast það að allir þessir bardagar hjá áhrifavöldum eins og KSI og Jake Paul séu að hafa slæm áhrif á íþróttina en Bellew er ekki sammála því. Gagrýnin er á það að fólk sé að horfa á slaka hnefaleikamenn berjast í stað þess að horfa á þá sem eiga að kunna eitthvað í íþróttinni. „Af hverju erum við að missa okkur yfir því þegar frægt fólk vill keppa í hnefaleikum? Þessir blaðamenn og jafnvel hnefaleikakappar stíga fram og segja að þetta sé skömm fyrir sportið. Af hverju er þetta skömm? Þeir eru ekki að taka peninga af ykkar borði,“ sagði Bellew. „Það er algjört brjálæði hvað fólk er reitt út í þá. Ég skil ekki þessa reiði. Þeir fara bara sína leið í þessu,“ sagði Bellew. Hann vill að fólk horfi frekar á stóru myndina og átti sig á því að þessir bardagar séu að auka áhuga á hnefaleikaíþróttinni. „Ég fór í hnefaleikasal í gærkvöldi til að tala við krakka og það voru tvö hundruð krakkar mættir. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að það sé ekki vegna KSI. Ég segi ykkur það að þeir eru að hvetja svo marga krakka úr mismunandi aðstæðum til að prófa hnefaleika,“ sagði Bellew. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Tony Bellew hélt sjálfur heimsmeistaratitli í þéttivigt (cruiserweight) á árunum 2016 til 2017 og hann hefur nú sent KSI kveðju og stuðning eftir að áhrifavaldurinn tapaði á umdeildan hátt á móti hnefaleikakappanum Tommy Fury á dögunum. „Ég hef talað við hann. JJ er góður strákur og hann leggur mikið á sig. Það er fyndið að það hneykslast enginn þegar fræga fólkið mætir til að spila fótboltaleik,“ sagði Tony Bellew í viðtali hjá talkSPORT. Margir í hnefaleikaheiminum óttast það að allir þessir bardagar hjá áhrifavöldum eins og KSI og Jake Paul séu að hafa slæm áhrif á íþróttina en Bellew er ekki sammála því. Gagrýnin er á það að fólk sé að horfa á slaka hnefaleikamenn berjast í stað þess að horfa á þá sem eiga að kunna eitthvað í íþróttinni. „Af hverju erum við að missa okkur yfir því þegar frægt fólk vill keppa í hnefaleikum? Þessir blaðamenn og jafnvel hnefaleikakappar stíga fram og segja að þetta sé skömm fyrir sportið. Af hverju er þetta skömm? Þeir eru ekki að taka peninga af ykkar borði,“ sagði Bellew. „Það er algjört brjálæði hvað fólk er reitt út í þá. Ég skil ekki þessa reiði. Þeir fara bara sína leið í þessu,“ sagði Bellew. Hann vill að fólk horfi frekar á stóru myndina og átti sig á því að þessir bardagar séu að auka áhuga á hnefaleikaíþróttinni. „Ég fór í hnefaleikasal í gærkvöldi til að tala við krakka og það voru tvö hundruð krakkar mættir. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að það sé ekki vegna KSI. Ég segi ykkur það að þeir eru að hvetja svo marga krakka úr mismunandi aðstæðum til að prófa hnefaleika,“ sagði Bellew. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira