Fer Eiður Smári í Vesturbæinn? Valur Páll Eiríksson skrifar 20. október 2023 07:00 Eiður Smári Guðjohnsen Vísir/Hulda Margrét Vesturbæingar spyrja sig þessa dagana hver tekur við karlaliði félagsins í fótbolta. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir viðræður langt komnar við ónefndan aðila. KR-ingar vonast til þess að ganga frá þjálfaramálunum sem fyrst eftir helgi, eftir því sem Páll segir við íþróttadeild. Ljóst er að Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var efstur á lista í Vesturbænum, fer til Haugesund og tekur ekki við starfi uppeldisfélagsins. Aðrir KR-ingar, þeir Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson, halda kyrru fyrir hjá sínum félögum, Breiðabliki og Stjörnunni. Þónokkur nöfn hafa verið á sveimi síðustu daga og vikur, þá hvað helst nafn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum leikmanns KR sem þjálfaði Keflavík þar til um mitt sumar. Hann hefur fundað með KR en óvíst er hvort hann taki við. Annar fyrrum leikmaður KR, Brynjar Björn Gunnarsson, er einnig á blaði í Vesturbænum. Hann er þjálfari Grindavíkur en var áður með HK hér heima og Örgryte í Svíþjóð. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla og fyrrum þjálfari Leiknis í Reykjavík, mun ekki taka við liðinu en staðfesti við íþróttadeild að hann hefði fengið símtal frá KR-ingum þar sem tekinn var á honum púlsinn. Hann kveðst sáttur hjá KSÍ og ekki á förum. Sigurvin Ólafsson er annar fyrrum leikmaður KR sem gæti verið maður í starfið. Hann stýrði KV við góðan orðstír áður en hann yfirgaf Vesturbæinn til að þjálfa FH hvar hann er í dag aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar. Sögusagnir á tíma brotthvarfs hans voru hins vegar á þann veg að honum hafi á vissan hátt verið bolað út með sífellt minnkandi hlutverki innan teymis aðalliðs KR, sem hann sinnti samhliða skyldum sínum hjá KV. Sagan sem heyrist hvað hæst úr Vesturbænum þessa dagana er að KR hyggist ráða fyrrum landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og að goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með KR sumarið 1998, verði honum til aðstoðar. Eiður Smári var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með U21 og A-landslið karla og þjálfaði einnig FH. Ólafur, sem er margfaldur Íslandsmeistari með FH og Val, var aftur á móti afgerandi þegar íþróttadeild sló á þráðinn og sagði engar viðræður hafa átt sér stað milli hans og KR. Fótbolti.net kastaði þá fram nafni Greggs Ryder, fyrrum þjálfara Þróttar og ÍBV, sem nú vinnur fyrir HB/Köge í Danmörku. Ekki náðist í Gregg við vinnslu fréttarinnar. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður en ljóst er að KR-ingar vilja fá þjálfaramál sín á hreint sem fyrst enda samningslausir leikmenn, líkt og Kristinn Jónsson, sem bíða nýs þjálfara áður en þeir taka ákvörðun um framtíð sína. Besta deild karla KR Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
KR-ingar vonast til þess að ganga frá þjálfaramálunum sem fyrst eftir helgi, eftir því sem Páll segir við íþróttadeild. Ljóst er að Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var efstur á lista í Vesturbænum, fer til Haugesund og tekur ekki við starfi uppeldisfélagsins. Aðrir KR-ingar, þeir Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson, halda kyrru fyrir hjá sínum félögum, Breiðabliki og Stjörnunni. Þónokkur nöfn hafa verið á sveimi síðustu daga og vikur, þá hvað helst nafn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum leikmanns KR sem þjálfaði Keflavík þar til um mitt sumar. Hann hefur fundað með KR en óvíst er hvort hann taki við. Annar fyrrum leikmaður KR, Brynjar Björn Gunnarsson, er einnig á blaði í Vesturbænum. Hann er þjálfari Grindavíkur en var áður með HK hér heima og Örgryte í Svíþjóð. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla og fyrrum þjálfari Leiknis í Reykjavík, mun ekki taka við liðinu en staðfesti við íþróttadeild að hann hefði fengið símtal frá KR-ingum þar sem tekinn var á honum púlsinn. Hann kveðst sáttur hjá KSÍ og ekki á förum. Sigurvin Ólafsson er annar fyrrum leikmaður KR sem gæti verið maður í starfið. Hann stýrði KV við góðan orðstír áður en hann yfirgaf Vesturbæinn til að þjálfa FH hvar hann er í dag aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar. Sögusagnir á tíma brotthvarfs hans voru hins vegar á þann veg að honum hafi á vissan hátt verið bolað út með sífellt minnkandi hlutverki innan teymis aðalliðs KR, sem hann sinnti samhliða skyldum sínum hjá KV. Sagan sem heyrist hvað hæst úr Vesturbænum þessa dagana er að KR hyggist ráða fyrrum landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og að goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með KR sumarið 1998, verði honum til aðstoðar. Eiður Smári var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með U21 og A-landslið karla og þjálfaði einnig FH. Ólafur, sem er margfaldur Íslandsmeistari með FH og Val, var aftur á móti afgerandi þegar íþróttadeild sló á þráðinn og sagði engar viðræður hafa átt sér stað milli hans og KR. Fótbolti.net kastaði þá fram nafni Greggs Ryder, fyrrum þjálfara Þróttar og ÍBV, sem nú vinnur fyrir HB/Köge í Danmörku. Ekki náðist í Gregg við vinnslu fréttarinnar. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður en ljóst er að KR-ingar vilja fá þjálfaramál sín á hreint sem fyrst enda samningslausir leikmenn, líkt og Kristinn Jónsson, sem bíða nýs þjálfara áður en þeir taka ákvörðun um framtíð sína.
Besta deild karla KR Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira