Í hag allra að loftslagskrísunni sé mætt af ákafa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2023 13:30 Veðuröfgar eru meðal þess sem orsakast af loftslagsbreytingum. Vísir/RAX Forseti Ungra umhverfissinna segir innihald nýrrar vísindaskýrlu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi vera sláandi en ekki hafa komið á óvart. Fram kemur í skýrslunni, sem birt var í gær, að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að hafa áhrif á náttúru og lífsskilyrði á Íslandi. Það sem skýrslan fjallar meira um en fyrri skýrslur er að það sé samfélagslega hakvæmt að bregðast við loftslagsbreytingum strax. „Það er beinlínis í hag okkar allra hvort sem litið er til hagkerfisins, öryggis, heilsu, innviða, sjávarauðlinda eða lífsgæða almennt að stjórnvöld og almenningur vakni og vinni saman og fari að sýna loftslagskrísunni áhuga í öllu sem við gerum,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem verið hefur frá landnámi. Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða.Vísir/Arnar „Þessi framtíð sem skýrslan lýsir blasir við mér og okkur unga fólkinu og framtíðarkynslóðum sömu leiðis. Það er ekkert auðvelt að lesa þessa skýrslu. Að sama skapi vonum við að skýrslan verði til þess að þessi vilji sem stjórnvöld hafa lýst í orðum hingað til að þau sýni þann vilja í verki.“ Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum en fullnýta þau tækifæri sem þó skapast. „Það sem Ísland ætti eiginlega að gera er að setja loftslagsmál í algjöran forgang í utanríkismálastefnu okkar af því að það er í hag okkar þjóða og annarra þjóða að heimurinn dragi úr losun á samræmdan hátt.“ Einn höfunda skýrslunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það þurfi að verða hluti af menningunni að takast a við þessar breytingar og fólk megi ekki vera of neikvætt. „Við vitum að ástandið er rosalega alvarlegt, það er númer eitt, tvö og þrjú. Til viðbótar við alvarleikann vitum við að við getum enn takmarkað verstu afleiðingarnar og það eru tækifæri til að betrumbæta samfélagið í leiðinni,“ segir Finnur. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35 Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fram kemur í skýrslunni, sem birt var í gær, að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að hafa áhrif á náttúru og lífsskilyrði á Íslandi. Það sem skýrslan fjallar meira um en fyrri skýrslur er að það sé samfélagslega hakvæmt að bregðast við loftslagsbreytingum strax. „Það er beinlínis í hag okkar allra hvort sem litið er til hagkerfisins, öryggis, heilsu, innviða, sjávarauðlinda eða lífsgæða almennt að stjórnvöld og almenningur vakni og vinni saman og fari að sýna loftslagskrísunni áhuga í öllu sem við gerum,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem verið hefur frá landnámi. Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða.Vísir/Arnar „Þessi framtíð sem skýrslan lýsir blasir við mér og okkur unga fólkinu og framtíðarkynslóðum sömu leiðis. Það er ekkert auðvelt að lesa þessa skýrslu. Að sama skapi vonum við að skýrslan verði til þess að þessi vilji sem stjórnvöld hafa lýst í orðum hingað til að þau sýni þann vilja í verki.“ Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum en fullnýta þau tækifæri sem þó skapast. „Það sem Ísland ætti eiginlega að gera er að setja loftslagsmál í algjöran forgang í utanríkismálastefnu okkar af því að það er í hag okkar þjóða og annarra þjóða að heimurinn dragi úr losun á samræmdan hátt.“ Einn höfunda skýrslunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það þurfi að verða hluti af menningunni að takast a við þessar breytingar og fólk megi ekki vera of neikvætt. „Við vitum að ástandið er rosalega alvarlegt, það er númer eitt, tvö og þrjú. Til viðbótar við alvarleikann vitum við að við getum enn takmarkað verstu afleiðingarnar og það eru tækifæri til að betrumbæta samfélagið í leiðinni,“ segir Finnur.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35 Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35
Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01