Í hag allra að loftslagskrísunni sé mætt af ákafa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2023 13:30 Veðuröfgar eru meðal þess sem orsakast af loftslagsbreytingum. Vísir/RAX Forseti Ungra umhverfissinna segir innihald nýrrar vísindaskýrlu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi vera sláandi en ekki hafa komið á óvart. Fram kemur í skýrslunni, sem birt var í gær, að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að hafa áhrif á náttúru og lífsskilyrði á Íslandi. Það sem skýrslan fjallar meira um en fyrri skýrslur er að það sé samfélagslega hakvæmt að bregðast við loftslagsbreytingum strax. „Það er beinlínis í hag okkar allra hvort sem litið er til hagkerfisins, öryggis, heilsu, innviða, sjávarauðlinda eða lífsgæða almennt að stjórnvöld og almenningur vakni og vinni saman og fari að sýna loftslagskrísunni áhuga í öllu sem við gerum,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem verið hefur frá landnámi. Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða.Vísir/Arnar „Þessi framtíð sem skýrslan lýsir blasir við mér og okkur unga fólkinu og framtíðarkynslóðum sömu leiðis. Það er ekkert auðvelt að lesa þessa skýrslu. Að sama skapi vonum við að skýrslan verði til þess að þessi vilji sem stjórnvöld hafa lýst í orðum hingað til að þau sýni þann vilja í verki.“ Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum en fullnýta þau tækifæri sem þó skapast. „Það sem Ísland ætti eiginlega að gera er að setja loftslagsmál í algjöran forgang í utanríkismálastefnu okkar af því að það er í hag okkar þjóða og annarra þjóða að heimurinn dragi úr losun á samræmdan hátt.“ Einn höfunda skýrslunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það þurfi að verða hluti af menningunni að takast a við þessar breytingar og fólk megi ekki vera of neikvætt. „Við vitum að ástandið er rosalega alvarlegt, það er númer eitt, tvö og þrjú. Til viðbótar við alvarleikann vitum við að við getum enn takmarkað verstu afleiðingarnar og það eru tækifæri til að betrumbæta samfélagið í leiðinni,“ segir Finnur. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35 Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Fram kemur í skýrslunni, sem birt var í gær, að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að hafa áhrif á náttúru og lífsskilyrði á Íslandi. Það sem skýrslan fjallar meira um en fyrri skýrslur er að það sé samfélagslega hakvæmt að bregðast við loftslagsbreytingum strax. „Það er beinlínis í hag okkar allra hvort sem litið er til hagkerfisins, öryggis, heilsu, innviða, sjávarauðlinda eða lífsgæða almennt að stjórnvöld og almenningur vakni og vinni saman og fari að sýna loftslagskrísunni áhuga í öllu sem við gerum,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem verið hefur frá landnámi. Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða.Vísir/Arnar „Þessi framtíð sem skýrslan lýsir blasir við mér og okkur unga fólkinu og framtíðarkynslóðum sömu leiðis. Það er ekkert auðvelt að lesa þessa skýrslu. Að sama skapi vonum við að skýrslan verði til þess að þessi vilji sem stjórnvöld hafa lýst í orðum hingað til að þau sýni þann vilja í verki.“ Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum en fullnýta þau tækifæri sem þó skapast. „Það sem Ísland ætti eiginlega að gera er að setja loftslagsmál í algjöran forgang í utanríkismálastefnu okkar af því að það er í hag okkar þjóða og annarra þjóða að heimurinn dragi úr losun á samræmdan hátt.“ Einn höfunda skýrslunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það þurfi að verða hluti af menningunni að takast a við þessar breytingar og fólk megi ekki vera of neikvætt. „Við vitum að ástandið er rosalega alvarlegt, það er númer eitt, tvö og þrjú. Til viðbótar við alvarleikann vitum við að við getum enn takmarkað verstu afleiðingarnar og það eru tækifæri til að betrumbæta samfélagið í leiðinni,“ segir Finnur.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35 Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35
Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01