Ingvar: Mér fannst varnarleikur aðeins bregðast okkur í dag Siggeir Ævarsson skrifar 18. október 2023 22:10 Ingvar Guðjónsson stýrði liði Hauka í kvöld í fjarveru Bjarna Magnússonar Vísir/Bára Dröfn Það var boðið upp á sveiflukenndan hörkuleik í Ólafssal í kvöld þar sem gestirnir úr Keflavík fóru að lokum með sigur af hólmi 81-93 eftir góðan lokasprett. Ingvar Guðjónsson aðstoðarþjálfari Hauka var við stjórnvölinn í kvöld en hann sagði að dýrkeypt mistök varnarlega hefðu kostað Hauka sigurinn í lokin þegar Keflavík sigldi fram úr. „Mér fannst þetta var hörkuleikur lengi framan af fjórða leikhluta. Svo gerum við mistök varnarlega, missum þær framhjá okkur og gefum þeim opin skot. Þær refsa okkur grimmilega í fjórða leikhluta. Við náðum einhvern veginn aldrei að koma okkur til baka úr því.“ Sóknarlega voru tveir leikmenn sem báru lið Hauka uppi í kvöld en þær Keira Robinson og Tinna Alexandersdóttir skoruðu alls 47 af 81 stigi liðsins og tóku systurpartinn af skotum þess einnig. Haukar hefðu þurft á meira framlagi að halda úr fleiri áttum í kvöld þegar á reyndi og færin opnuðust gegn stífri vörn Keflavíkur. „Þetta hefur svolítið verið sagan í þessum leikjum þegar við mætum smá mótspyrnu. Þá eru of margir sem bakka frá og verða litlir í sér. Það var líka raunin í dag, því miður.“ Ingvar var þó ekki alveg af baki dottinn og sagðist greina ákveðna framför á leik síns liðs, þá sérstaklega sóknarlega. „Auðvitað. Þetta var allt öðruvísi leikur en Njarðvíkurleikur. Þar var miklu sterkari varnarleikur. Hér var meira hlaupið og meiri sókn í boði. Tökum jákvætt út úr þessu að sóknarleikurinn er að verða betri þó við getum ennþá lagað fullt í honum. En afturför í varnarleiknum klárlega.“ Hann vildi þó ekki meina að vörnin yrði það eina sem væri á dagskrá á næstu æfingu. „Þetta er bara svona púsl og verður þannig í vetur. Það þarf að vinna bæði í sóknar- og varnarleik. Mér fannst varnarleikur aðeins bregðast okkur í dag.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Ingvar Guðjónsson aðstoðarþjálfari Hauka var við stjórnvölinn í kvöld en hann sagði að dýrkeypt mistök varnarlega hefðu kostað Hauka sigurinn í lokin þegar Keflavík sigldi fram úr. „Mér fannst þetta var hörkuleikur lengi framan af fjórða leikhluta. Svo gerum við mistök varnarlega, missum þær framhjá okkur og gefum þeim opin skot. Þær refsa okkur grimmilega í fjórða leikhluta. Við náðum einhvern veginn aldrei að koma okkur til baka úr því.“ Sóknarlega voru tveir leikmenn sem báru lið Hauka uppi í kvöld en þær Keira Robinson og Tinna Alexandersdóttir skoruðu alls 47 af 81 stigi liðsins og tóku systurpartinn af skotum þess einnig. Haukar hefðu þurft á meira framlagi að halda úr fleiri áttum í kvöld þegar á reyndi og færin opnuðust gegn stífri vörn Keflavíkur. „Þetta hefur svolítið verið sagan í þessum leikjum þegar við mætum smá mótspyrnu. Þá eru of margir sem bakka frá og verða litlir í sér. Það var líka raunin í dag, því miður.“ Ingvar var þó ekki alveg af baki dottinn og sagðist greina ákveðna framför á leik síns liðs, þá sérstaklega sóknarlega. „Auðvitað. Þetta var allt öðruvísi leikur en Njarðvíkurleikur. Þar var miklu sterkari varnarleikur. Hér var meira hlaupið og meiri sókn í boði. Tökum jákvætt út úr þessu að sóknarleikurinn er að verða betri þó við getum ennþá lagað fullt í honum. En afturför í varnarleiknum klárlega.“ Hann vildi þó ekki meina að vörnin yrði það eina sem væri á dagskrá á næstu æfingu. „Þetta er bara svona púsl og verður þannig í vetur. Það þarf að vinna bæði í sóknar- og varnarleik. Mér fannst varnarleikur aðeins bregðast okkur í dag.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira