Ingvar: Mér fannst varnarleikur aðeins bregðast okkur í dag Siggeir Ævarsson skrifar 18. október 2023 22:10 Ingvar Guðjónsson stýrði liði Hauka í kvöld í fjarveru Bjarna Magnússonar Vísir/Bára Dröfn Það var boðið upp á sveiflukenndan hörkuleik í Ólafssal í kvöld þar sem gestirnir úr Keflavík fóru að lokum með sigur af hólmi 81-93 eftir góðan lokasprett. Ingvar Guðjónsson aðstoðarþjálfari Hauka var við stjórnvölinn í kvöld en hann sagði að dýrkeypt mistök varnarlega hefðu kostað Hauka sigurinn í lokin þegar Keflavík sigldi fram úr. „Mér fannst þetta var hörkuleikur lengi framan af fjórða leikhluta. Svo gerum við mistök varnarlega, missum þær framhjá okkur og gefum þeim opin skot. Þær refsa okkur grimmilega í fjórða leikhluta. Við náðum einhvern veginn aldrei að koma okkur til baka úr því.“ Sóknarlega voru tveir leikmenn sem báru lið Hauka uppi í kvöld en þær Keira Robinson og Tinna Alexandersdóttir skoruðu alls 47 af 81 stigi liðsins og tóku systurpartinn af skotum þess einnig. Haukar hefðu þurft á meira framlagi að halda úr fleiri áttum í kvöld þegar á reyndi og færin opnuðust gegn stífri vörn Keflavíkur. „Þetta hefur svolítið verið sagan í þessum leikjum þegar við mætum smá mótspyrnu. Þá eru of margir sem bakka frá og verða litlir í sér. Það var líka raunin í dag, því miður.“ Ingvar var þó ekki alveg af baki dottinn og sagðist greina ákveðna framför á leik síns liðs, þá sérstaklega sóknarlega. „Auðvitað. Þetta var allt öðruvísi leikur en Njarðvíkurleikur. Þar var miklu sterkari varnarleikur. Hér var meira hlaupið og meiri sókn í boði. Tökum jákvætt út úr þessu að sóknarleikurinn er að verða betri þó við getum ennþá lagað fullt í honum. En afturför í varnarleiknum klárlega.“ Hann vildi þó ekki meina að vörnin yrði það eina sem væri á dagskrá á næstu æfingu. „Þetta er bara svona púsl og verður þannig í vetur. Það þarf að vinna bæði í sóknar- og varnarleik. Mér fannst varnarleikur aðeins bregðast okkur í dag.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Ingvar Guðjónsson aðstoðarþjálfari Hauka var við stjórnvölinn í kvöld en hann sagði að dýrkeypt mistök varnarlega hefðu kostað Hauka sigurinn í lokin þegar Keflavík sigldi fram úr. „Mér fannst þetta var hörkuleikur lengi framan af fjórða leikhluta. Svo gerum við mistök varnarlega, missum þær framhjá okkur og gefum þeim opin skot. Þær refsa okkur grimmilega í fjórða leikhluta. Við náðum einhvern veginn aldrei að koma okkur til baka úr því.“ Sóknarlega voru tveir leikmenn sem báru lið Hauka uppi í kvöld en þær Keira Robinson og Tinna Alexandersdóttir skoruðu alls 47 af 81 stigi liðsins og tóku systurpartinn af skotum þess einnig. Haukar hefðu þurft á meira framlagi að halda úr fleiri áttum í kvöld þegar á reyndi og færin opnuðust gegn stífri vörn Keflavíkur. „Þetta hefur svolítið verið sagan í þessum leikjum þegar við mætum smá mótspyrnu. Þá eru of margir sem bakka frá og verða litlir í sér. Það var líka raunin í dag, því miður.“ Ingvar var þó ekki alveg af baki dottinn og sagðist greina ákveðna framför á leik síns liðs, þá sérstaklega sóknarlega. „Auðvitað. Þetta var allt öðruvísi leikur en Njarðvíkurleikur. Þar var miklu sterkari varnarleikur. Hér var meira hlaupið og meiri sókn í boði. Tökum jákvætt út úr þessu að sóknarleikurinn er að verða betri þó við getum ennþá lagað fullt í honum. En afturför í varnarleiknum klárlega.“ Hann vildi þó ekki meina að vörnin yrði það eina sem væri á dagskrá á næstu æfingu. „Þetta er bara svona púsl og verður þannig í vetur. Það þarf að vinna bæði í sóknar- og varnarleik. Mér fannst varnarleikur aðeins bregðast okkur í dag.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum