Sleit hásin í síðasta mánuði og ætlar sér að spila á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 15:00 Aaron Rodgers var mættur á síðasta leik New York Jets þar sem liðið varð það fyrsta á tímabilinu til að vinna Philadelphia Eagles. AP/Adam Hunger Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir síðustu umferð í NFL deildinni og ræddu þar meðal annars stöðuna á leikstjórnandanum Aaron Rodgers. Rodgers átti að vera bjargvættur New York Jets liðsins á þessari leiktíðinni eftir að hafa komið frá Green Bay Packers. Hann sleit hásin strax í upphafi á fyrsta leik liðsins. Auðvitað var tímabilið afskrifað um leið en nú eru komnar upp vangaveltur um að hann gæti mögulega spilað aftur með liðinu á leiktíðinni. Jets liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni og er samtals með þrjá sigra og þrjú töp. Liðið varð um helgina fyrsta liðið sem nær að vinna Philadelphia Eagles. „Nú þegar prógrammið fer að verða auðveldara hjá Jets þá gæti þetta farið af stað hjá þeim,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Ef þeir vinna svona leiki. Þeir skoruðu bara vallarmörk og eitt snertimark sem þeim var leyft að skora. Þeir geta látið þeirra lið skipta máli í desember og það er meira en nokkur þorði að vona,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Talandi um það að skipta enn máli í deildinni í desember. Það er ágætur leikmaður á meiðslalistanum hjá liðinu. Hann heitir Aaron Rodgers. Þið hafið kannski heyrt um hann,“ sagði Andri. „Hann meiddist í fyrsta leik tímabilsins og menn höfðu áhyggjur af því að þarna væri bara ferillinn farinn. Sjáið þarna, hann er bara labbandi,“ sagði Andri og sýndi myndband af Aaron Rodgers á síðasta leik New York Jets. „Af hverju er maðurinn ekki á hækjum? Hann sleit hásin. Hann er að fíflast inn á vellinum og að kasta bolta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Menn eru að hugsa það að ef þeir komast inn í úrslitakeppnina þá er möguleiki,“ skaut Andri inn í. „Hann er að stefna á það að koma til baka og Robert Saleh (þjálfari liðsins) sagði í dag að hann væri að halda því opnu að Rodgers væri að koma til baka. Liðið er bara að taka þátt í þessu með honum,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þetta yrði fyrsti maðurinn í mannkynssögunni sem er að gera svona eftir aðeins örfáar vikur frá aðgerð. Og hann er hestgamall,“ sagði Henry Birgir. „Hvað heldur þú að það sé mikið af Vúdú lyfjum þarna í gangi,“ sagði Eiríkur. „Hann er allur í þessu náttúrulega,“ sagði Henry sposkur. „Einmitt,“ svaraði Eiríkur. Það má sjá strákana ræða Aaron Rodgers og sýna myndirnar af kappanum. Klippa: Lokasóknin: Umræða um mögulega endurkomu Aaron Rodgers NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Rodgers átti að vera bjargvættur New York Jets liðsins á þessari leiktíðinni eftir að hafa komið frá Green Bay Packers. Hann sleit hásin strax í upphafi á fyrsta leik liðsins. Auðvitað var tímabilið afskrifað um leið en nú eru komnar upp vangaveltur um að hann gæti mögulega spilað aftur með liðinu á leiktíðinni. Jets liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni og er samtals með þrjá sigra og þrjú töp. Liðið varð um helgina fyrsta liðið sem nær að vinna Philadelphia Eagles. „Nú þegar prógrammið fer að verða auðveldara hjá Jets þá gæti þetta farið af stað hjá þeim,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Ef þeir vinna svona leiki. Þeir skoruðu bara vallarmörk og eitt snertimark sem þeim var leyft að skora. Þeir geta látið þeirra lið skipta máli í desember og það er meira en nokkur þorði að vona,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Talandi um það að skipta enn máli í deildinni í desember. Það er ágætur leikmaður á meiðslalistanum hjá liðinu. Hann heitir Aaron Rodgers. Þið hafið kannski heyrt um hann,“ sagði Andri. „Hann meiddist í fyrsta leik tímabilsins og menn höfðu áhyggjur af því að þarna væri bara ferillinn farinn. Sjáið þarna, hann er bara labbandi,“ sagði Andri og sýndi myndband af Aaron Rodgers á síðasta leik New York Jets. „Af hverju er maðurinn ekki á hækjum? Hann sleit hásin. Hann er að fíflast inn á vellinum og að kasta bolta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Menn eru að hugsa það að ef þeir komast inn í úrslitakeppnina þá er möguleiki,“ skaut Andri inn í. „Hann er að stefna á það að koma til baka og Robert Saleh (þjálfari liðsins) sagði í dag að hann væri að halda því opnu að Rodgers væri að koma til baka. Liðið er bara að taka þátt í þessu með honum,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þetta yrði fyrsti maðurinn í mannkynssögunni sem er að gera svona eftir aðeins örfáar vikur frá aðgerð. Og hann er hestgamall,“ sagði Henry Birgir. „Hvað heldur þú að það sé mikið af Vúdú lyfjum þarna í gangi,“ sagði Eiríkur. „Hann er allur í þessu náttúrulega,“ sagði Henry sposkur. „Einmitt,“ svaraði Eiríkur. Það má sjá strákana ræða Aaron Rodgers og sýna myndirnar af kappanum. Klippa: Lokasóknin: Umræða um mögulega endurkomu Aaron Rodgers
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira