Anníe Mist: Þetta er mjög óréttlátt en við getum gert ýmislegt sem þeir geta ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir vill gefa konum góð ráð í framtíðinni og ráð sem henta þeim sérstaklega en hafa ekki verið yfirfærð af rannsóknum á þörfum karla. @anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir var að hjálpa mömmu sinni og pabba þegar hún uppgötvaði stóran mun á konum og körlum. Hún ætlar sér að hjálpa konum að fá réttar upplýsingar í framtíðinni og er að fara að setja app í loftið ásamt því að framleiða prótein úr fiskiafgöngum. Íslenska CrossFit drottningin Anníe Mist Þórisdóttir er farin út í það að framleiða prótein úr fiski í samstarfi við vinkonu sína Katrínu Tönju Davíðsdóttur og iðnarverkfræðinginn Gísla Ragnar Guðmundsson. Anníe hefur áður vakið athygli á því að konur þurfi meira prótein en karlar eftir æfingar. Nú ætlar hún að nýta þekkingu sína og sambönd í framleiðslu á próteini sem hún segir að konur þurfi meira á að halda en þær gera sér kannski grein fyrir. Konur þurfa miklu meira Anníe Mist og Gísli Ragnar mættu í Bítið á Bylgjunni á dögunum og sögðu frá þessu sérstaka verkefni þeirra þar sem íslensk vara er í fararbroddi. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Prótein er ætlað konum eins og karlmönnum. Karlmenn geta því notað þetta prótein líka. Við erum meira að hugsa um magnið af próteini sem konur þurfa miðað við menn. Þar er vanalega staðlaður tuttugu gramma próteinskammtur en konur þurfa þrjátíu grömm þegar þær eru orðnar þrítugar til að fá sömu verkun og karlmenn með tuttugu grömm,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. „Svo þegar við erum komnar yfir fertugt og farnar að nálgast breytingaskeiðið þá þurfum við fjörutíu grömm af próteini,“ sagði Anníe Mist og leggur áherslu á það að konur þurfi meira prótein en karlar. Bara venjulegar konur „Við þurfum meira prótein en karlar bara til þess að stöðva niðurbrot í vöðvunum hjá okkur eftir æfingar. Til að viðhalda og reyna að fara að byggja upp vöðvana okkar,“ sagði Anníe og er þar bara að tala um venjulegar konur en ekki íþróttakonur í fremstu röð. „Bara venjulegar konur,“ sagði Anníe en fór síðan yfir hlutina hjá sér. „Af því að ég æfi tvisvar á dag þá tek ég prótein tvisvar sinnum á dag og þá beint eftir æfingu,“ sagði Anníe. En er ekki hægt að fá þetta úr fæðunni? „Algjörlega og þetta mjög góð spurning. Jú það er hægt að fá þetta úr fæðunni en glugginn okkar,“ sagði Anníe og skýtur inn í. „Þetta er mjög óréttlátt en við getum gert ýmislegt sem þeir geta ekki,“ sagði Anníe og heldur svo áfram: „Glugginn okkar eftir æfingu er tuttugu mínútur og í mesta lagi fjörutíu mínútur. Það er glugginn áður en niðurbrot er byrjað á vöðvunum okkar. Karlmenn hafa aftur á móti tvo tíma upp í átta tíma jafnvel,“ sagði Anníe og þarna er mikill munur. Hún og Katrín Tanja með fullt af draumum „Ég og Katrín (Tanja Davíðsdóttir) erum með fullt af draumum og fullt af hlutum sem okkur langar til þess að gera. Það er oft erfitt að koma þeim í verk. Þá kemur þessi maður inn en hann lætur hlutina gera,“ sagði Anníe Mist og bendir á Gísla. „Það er mjög lærdómsríkt að vinna með þeim en þær eiga báðar erfitt með að fylgja klukku,“ sagði Gísli Ragnar Guðmundsson léttur. Nýta afgangana Gísli útskýrði hvernig þau eru að vinna prótein úr fiski. „Þetta byrjaði allt í sjávarklasanum því hann Þór (Sigfússon) er með þeim bestu í heimi þegar kemur að hundrað prósent nýtingu á sjávarafvörum. Það er flott fyrirtæki á Blönduósi sem fékk fjármagn til þess að framleiða meira kollagen úr fiski á Íslandi. Þeir nýta afganga úr framleiðslunni,“ sagði Gísli en fyrirtækið er að nýta fiskúrgang og fiskiafganga. Tengsl Anníe og Katrínar „Afskorningar, hausar og allt það sem verður eftir er nýtt í stærri og verðmætari afurð. Það er mjög hátt einingarverð á fiskipróteini eins og er miðað við mysuprótein og allt þetta. Við erum að vonast til að stærðarhagkvæmnin hjálpi til að ýta því verði niður,“ sagði Gísli. „Við viljum vinna með þessum stóru byrgjum og aðilum í fæðubótarbransanum sem Anníe og Katrín hafa unnið með í gegnum tíðina. Það er markmiðið seinna meir,“ sagði Gísli. Þau stefna á það að setja vöruna á markað næsta haust en próteinið mun koma á markað í formi dufts. „Samhliða þessu erum við að vinna í appi og þjálfunarprógrammi fyrir konur sem Anníe ætlar að setja svolítið fókusinn á. Aðallega hjá konum í kringum breytingaskeiðið,“ sagði Gísli. Fór í kaf í að finna út af hverju En hvað með þetta nýja App hjá Anníe? „Þetta vantar bara. Ég sá það þegar ég var hjálpa mömmu og pabba með æfingaprógram en þetta var þegar við fórum mikið upp í bústað í Covid. Ég var aðstoða þau með það hvernig þau ættu að æfa og borða. Ég sá það þar að það gerðust allt aðrir hlutir fyrir þau,“ sagði Anníe Mist. „Mamma var mun strangari við sig með mataræðið og æfingarnar heldur en pabbi. Ég skildi því ekki af hverju hann náði svona svakalegum árangri. Hún náði árangri en miklu minni. Þá sökkti ég mér á kaf í það að finna út af hverju,“ sagði Anníe Mist. Hún ætlar að hjálpa konum á breytingaskeiði að ná betri árangri. Það má hlusta á viðtalið við þau hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Anníe Mist Þórisdóttir er farin út í það að framleiða prótein úr fiski í samstarfi við vinkonu sína Katrínu Tönju Davíðsdóttur og iðnarverkfræðinginn Gísla Ragnar Guðmundsson. Anníe hefur áður vakið athygli á því að konur þurfi meira prótein en karlar eftir æfingar. Nú ætlar hún að nýta þekkingu sína og sambönd í framleiðslu á próteini sem hún segir að konur þurfi meira á að halda en þær gera sér kannski grein fyrir. Konur þurfa miklu meira Anníe Mist og Gísli Ragnar mættu í Bítið á Bylgjunni á dögunum og sögðu frá þessu sérstaka verkefni þeirra þar sem íslensk vara er í fararbroddi. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Prótein er ætlað konum eins og karlmönnum. Karlmenn geta því notað þetta prótein líka. Við erum meira að hugsa um magnið af próteini sem konur þurfa miðað við menn. Þar er vanalega staðlaður tuttugu gramma próteinskammtur en konur þurfa þrjátíu grömm þegar þær eru orðnar þrítugar til að fá sömu verkun og karlmenn með tuttugu grömm,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. „Svo þegar við erum komnar yfir fertugt og farnar að nálgast breytingaskeiðið þá þurfum við fjörutíu grömm af próteini,“ sagði Anníe Mist og leggur áherslu á það að konur þurfi meira prótein en karlar. Bara venjulegar konur „Við þurfum meira prótein en karlar bara til þess að stöðva niðurbrot í vöðvunum hjá okkur eftir æfingar. Til að viðhalda og reyna að fara að byggja upp vöðvana okkar,“ sagði Anníe og er þar bara að tala um venjulegar konur en ekki íþróttakonur í fremstu röð. „Bara venjulegar konur,“ sagði Anníe en fór síðan yfir hlutina hjá sér. „Af því að ég æfi tvisvar á dag þá tek ég prótein tvisvar sinnum á dag og þá beint eftir æfingu,“ sagði Anníe. En er ekki hægt að fá þetta úr fæðunni? „Algjörlega og þetta mjög góð spurning. Jú það er hægt að fá þetta úr fæðunni en glugginn okkar,“ sagði Anníe og skýtur inn í. „Þetta er mjög óréttlátt en við getum gert ýmislegt sem þeir geta ekki,“ sagði Anníe og heldur svo áfram: „Glugginn okkar eftir æfingu er tuttugu mínútur og í mesta lagi fjörutíu mínútur. Það er glugginn áður en niðurbrot er byrjað á vöðvunum okkar. Karlmenn hafa aftur á móti tvo tíma upp í átta tíma jafnvel,“ sagði Anníe og þarna er mikill munur. Hún og Katrín Tanja með fullt af draumum „Ég og Katrín (Tanja Davíðsdóttir) erum með fullt af draumum og fullt af hlutum sem okkur langar til þess að gera. Það er oft erfitt að koma þeim í verk. Þá kemur þessi maður inn en hann lætur hlutina gera,“ sagði Anníe Mist og bendir á Gísla. „Það er mjög lærdómsríkt að vinna með þeim en þær eiga báðar erfitt með að fylgja klukku,“ sagði Gísli Ragnar Guðmundsson léttur. Nýta afgangana Gísli útskýrði hvernig þau eru að vinna prótein úr fiski. „Þetta byrjaði allt í sjávarklasanum því hann Þór (Sigfússon) er með þeim bestu í heimi þegar kemur að hundrað prósent nýtingu á sjávarafvörum. Það er flott fyrirtæki á Blönduósi sem fékk fjármagn til þess að framleiða meira kollagen úr fiski á Íslandi. Þeir nýta afganga úr framleiðslunni,“ sagði Gísli en fyrirtækið er að nýta fiskúrgang og fiskiafganga. Tengsl Anníe og Katrínar „Afskorningar, hausar og allt það sem verður eftir er nýtt í stærri og verðmætari afurð. Það er mjög hátt einingarverð á fiskipróteini eins og er miðað við mysuprótein og allt þetta. Við erum að vonast til að stærðarhagkvæmnin hjálpi til að ýta því verði niður,“ sagði Gísli. „Við viljum vinna með þessum stóru byrgjum og aðilum í fæðubótarbransanum sem Anníe og Katrín hafa unnið með í gegnum tíðina. Það er markmiðið seinna meir,“ sagði Gísli. Þau stefna á það að setja vöruna á markað næsta haust en próteinið mun koma á markað í formi dufts. „Samhliða þessu erum við að vinna í appi og þjálfunarprógrammi fyrir konur sem Anníe ætlar að setja svolítið fókusinn á. Aðallega hjá konum í kringum breytingaskeiðið,“ sagði Gísli. Fór í kaf í að finna út af hverju En hvað með þetta nýja App hjá Anníe? „Þetta vantar bara. Ég sá það þegar ég var hjálpa mömmu og pabba með æfingaprógram en þetta var þegar við fórum mikið upp í bústað í Covid. Ég var aðstoða þau með það hvernig þau ættu að æfa og borða. Ég sá það þar að það gerðust allt aðrir hlutir fyrir þau,“ sagði Anníe Mist. „Mamma var mun strangari við sig með mataræðið og æfingarnar heldur en pabbi. Ég skildi því ekki af hverju hann náði svona svakalegum árangri. Hún náði árangri en miklu minni. Þá sökkti ég mér á kaf í það að finna út af hverju,“ sagði Anníe Mist. Hún ætlar að hjálpa konum á breytingaskeiði að ná betri árangri. Það má hlusta á viðtalið við þau hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira