Síðasti dagur Fréttablaðsins og Hringbrautar Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 09:01 Sigmundur Ernir Rúnarsson sat ekki lengi auðum höndum. Hann gerir upp síðustu daga Torgs í nýrri bók. Og hann tók ferilinn með fyrst hann var að þessu á annað borð. vísir/vilhelm Sigmundur Ernir Rúnarsson er skipstjórinn sem fór niður með skipi sínu þegar Helgi Magnússon eigandi fjölmiðlaveldisins Torgs ákvað að leggja niður Fréttablaðið og Hringbraut og tengda vefi. Og loka skrifstofunum á Hafnartorgi. Þetta var á síðasta vinnudegi marsmánaðar á þessu ári. Ljóst er að Sigmundur Ernir hefur ekki lagst í sótsvart þunglyndi, í kör, því nú er að koma út bók frá honum þar sem meðal annars er fjallað um þetta afdrifaríka hætt – Í stríði og friði fréttamennskunnar. Bókaútgáfan Sæmundur gefur út en bókin er væntanleg í búðir 19. október. Vísir fékk að glugga í gripinn og þar er víða komið við sögu. Lygilegt má heita að Sigmundur Ernir hafi náð að hrista fram úr erminni heila bók svo skömmu eftir atburðina. Frjáls maður í faðmi eiginkonunnar „Ég sit aldrei auðum höndum og vinn núna jöfnum höndum við bókaskrif - og hef margar í takinu - og undirbúning stórra og smárra sjónvarpsþátta með konu minni, Elínu Sveinsdóttur. Við rekum saman framleiðslufyrirtækið SERES hugverkasmiðja sem hefur staðið að fjölda sjónvarpsþátta á RÚV á síðustu árum, svo sem Með okkar augum, og Dagur í lífi. Sigmundur Ernir er á því að blaðamennska sé á afar viðsjárverðum stað.vísir/vilhelm Ég er sumsé orðinn undirmaður eiginkonunnar og uni því vel eftir að hafa gegnt alls konar stjórnunarstöðum á fjölda fjölmiðla á síðustu áratugum. Ég er frjáls maður í faðmi eiginkonunnar. Það verður ekki betra,” segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi. Þó Sigmundur Ernir hafi aldrei lært fingrasetningu er ljóst að honum lætur létt að tjá sig með tveimur vöskum vísifingrum, eins og það er orðað. Í bókinni er ferill höfundar í fjölmiðlum rakinn og þar er af ýmsu að taka. Tímarnir hafa breyst frá því að Sigmundur Ernir mætti til leiks í Fleet Street Íslands, Síðumúlann, nýútskrifaður stúdent þar sem flokksblöðin höfðu komið sér fyrir. Hann lenti á Vísi, var viðstaddur þegar Vísir og Dagblaðið voru sameinuð en fór svo þaðan yfir á Helgapóstinn. Og svo tók tími Stöðvar 2 við… Óbærilegt fundarefni Ferill Sigmundar Ernis er tilkomumikill. Aftur til ársins 2023. Enn einn fjölmiðillinn í lífi Sigmundar Ernis er fallinn. Frammi á gólfi ritstjórnarinnar eru starfsmenn að leggja lokahönd á helgarblað og grínararnir á blaðinu að skipuleggja 1. aprílgabbið sem átti að vera meinfyndið að þessu sinni. Í nýrri bók veitir Sigmundur Ernir afar athyglisverða innsýn í því hvað gerðist á bak við tjöldin, meðal annars þegar Fréttablaðið og Hringbraut voru slegin af.vísir/vilhelm „En við stjórnendurnir sitjum í öðrum þönkum inni á kontórnum á sama tíma, aflokuðum, líklega læstum. Fundarefnið er enda jafn kæfandi og ritstjórnir fyrstu áranna minna í blaðamennsku voru á síðustu öld, fullar af reyk og remmu. Og sér eru nú hver morgunverkin, hugsa ég og hef sigið ofan í sæti mitt og á ekki til orð. Fundarefnið er óbærilegt. Helga Magnússyni, stjórnarformanni liggur lágt rómurinn. Það er varla að við hin í framkvæmdastjórninni heyrum til hans. Vanda síðustu missera af völdum langvarandi heimsfaraldurs og Evrópustríðs hafi verið mætt með auknu hlutafé, aðhaldi og sparnaði, en það hafi bara ekki dugað til.“ Keypti blaðið á versta tíma Og áfram með frásögnina. Helgi dæsir: „Við gerðum allt sem mögulegt var til að bregðast við aðsteðjandi vanda til að tryggja framtíð útgáfunnar,“ segir hann, svo til steinrunninn í framan. „Við fækkuðum útgáfudögum Fréttablaðsins um einn, hættum að gefa út DV sem vikublað og gerðum gagngerar breytingar á dreifingu Fréttablaðsins. Við reyndum allt,“ bætir hann við. En þessi þriggja mánaða reynsla af breyttri dreifingu blaðsins á 250 fjölsótta staði á höfuðborgarsvæðinu og yfir 70 standa úti á landi sé ekki fyllilega í samræmi við væntingar, og skipti þar mestu að auglýsendur hafi einfaldlega haldið að sér höndum. Svo virðist sem þeir hafi ekki haft næga trú á breyttu fyrirkomulagi. Helgi Magnússon nýbúinn að kaupa Fréttablaðið en Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson reyndust selja á réttum tíma.vísir/vilhelm Því fór sem fór, segir stjórnarformaðurinn. „Allt kom fyrir ekki,“ segir hann og horfir upp í loftið. „Og það er alveg óhætt að segja það að við sem komum að þessum rekstri á árinu 2019 höfum verið býsna seinheppnir með tímasetningu. Það verður nú ekki annað sagt. Við keyptum hann kortéri í kófið. Um stund er grafarþögn á kontórnum.“ Dýrðarljómi dagblaðanna að dvína Óneitanlega er sérkennilegt að spyrja Sigmund Erni um atriði sem hann er nýbúinn að fjalla um í bókinni. Og þar er veitt forvitnileg innsýn í bakherbergin þar sem ákvarðanirnar eru teknar: „Áhrifanna af heimsfaraldrinum gætir raunar enn þá, segir hann og fýlir grön. Ekki bæti heldur úr skák að stríðið í álfunni hafi hækkað vöruverð til muna, þar á meðal pappírskostnað, og það séu engin teikn á lofti um að það gangi hratt til baka. Þar fyrir utan séu tímarnir breyttir. Og dýrðarljómi dagblaðanna sé augljóslega að dvína á sama tíma. Veruleiki hversdagsins sé fyrir löngu orðinn rafrænn. Það viti allir menn með vissu. Þess sjáist stað í Evrópu. Og það sama sé á seyði í Ameríku. Blöðin séu að sölna – og hvert af öðru að tapa tölunni eins og trén missa lauf að hausti. Það er þungt yfir karli. Hann er ekki vanur að tapa.“ Sigmundur Ernir segir að ekkert hafi bent til annars, þegar Helgi keypti útgáfufélagið af Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni á seinni hluta ársins 2019, en að þetta yrði vænlegt fyrirtæki. Sigmundur Ernir greinir frá því í nýrri bók hvernig var á síðasta stjórnarfundi Torgs, þegar Helgi Magnússon tilkynnti viðstöddum að þetta væri búið.vísir/vilhelm „En enginn hafi heldur séð öll þessi ósköp fyrir, algerlega lamað samfélag um langa hríð sem leiddi til fordæmalauss hruns í sölu á auglýsingum, svo og tekjuminnkunar og taprekstrar sem ekki hefði orðið við eðlilegar aðstæður. „En það er bara ekkert búið að vera eðlilegt við síðustu ár,“ segir Helgi og er að vonum svekktur. Við hin hlýðum á, jafnt forstjórinn, fjármálastjórinn og markaðsstjórinn, svo og sá sem þetta skrifar, en hann á að heita aðalritstjóri allra miðla Torgs – og gerir sér kannski ekki alveg í hugarlund á þessu augnabliki að hans hinsti vinnudagur á stóli ritstjóra Fréttablaðsins, DV, Markaðarins og Hringbrautar er runninn upp. Og að á morgun sé kominn fyrsti apríl. Gabblaust.“ Enginn áhugi á að laga skekkjuna Sigmundur Ernir lýsir síðasta deginum á Torgi að hætti hússins. Og hann leitar skýringa. Yfir 20 ára útgáfu Fréttablaðsins er lokið og átta ára útsendingum Hringbrautar. Og hann í brúnni. Er blaðamennska komin að fótum fram? „Hún hefur látið á sjá. Það stafar af breyttri tækni og auknum upplýsingahraða, en líka áratugalöngum og einbeittum sofandahætti stjórnvalda og allra flokka sem hafa aldrei gert ráð fyrir einkareknum fjölmiðlum á markaði sem gætir jafnræðis, meðalhófs og sanngirni,“ segir Sigmundur. Hann hefur skrifað marga pistla um sleifarlag stjórnvalda vegna stöðunnar. Og í Í stríði og friði fréttamennskunnar er hert á skrúfunni. „Það er enginn áhugi á að laga skekkjuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði - og þótt einkaframtakið hafi reynt að sprikla - og oft nokkuð hressilega - er nályktin af dauðahönd ríkisins alltaf nærri.” Æpandi upphrópanaiðnaður á öllum fréttasíðum Það er ekki laust við að það gæti svartsýni í tali Sigmundar Ernis sem er ekki beinlínis í takti við upplag þessa ljóðræna ljóshærða og glaðbeitta Norðlendings. Hvernig sér hann fyrir sér framhaldið á blaðamennsku á Íslandi, þessari grunnstoð lýðræðisins. Verða einu upplýsingarnar sem almenningi standa til boða hanteraðar og fram bornar af hagsmunaaðilum? „Það er hætt við því - og það er einnig líklegt að blaðamennska framtíðarinnar fari í æ ríkari mæli að stytta sér leið og efist sífellt minna um það sem að henni er rétt. Þá minnkar aðhaldið og bullið blæs út.” Í bók sinni fer Sigmundur Ernir yfir stöðuna og segir meðal annars af því þegar hann álpaðist slompaður í pontu sem þingmaður. vísir/vilhelm Heimur versnandi fer. Blaðamaður Vísis gengur á lagið og spyr Sigmund Erni hvort þetta séu eintóm blaðabörn í bransanum? „Nei, því fer fjarri. Við byrjum sem betur fer ennþá ung í blaðamennsku, en skóflunni er ekki lengur ætlað að grafa skurði, heldur bara að klappa yfirborðið. Almenna krafan er núna sú að leggja meira í fyrirsögnina en fréttina sjálfa - og fréttir, ef svo skyldi kalla, hverfast núna æ meira um að skoðun eins sé öðrum ekki að skapi. Það hétu lesendadálkar í eina tíð, í besta falli skoðanasíður en núna æpir þessi upphrópanaiðnaður á mann af öllum fréttasíðum. En margt er þó enn vel gert, mikil ósköp. En líkurnar á því að það minnki, eru, sýnist mér, meiri en minni.“ Fyrirsagnagreddan í blaðamennskunni En þetta er varla neitt nýtt. Fyrirsagnir lúta nú sem fyrr sínum lögmálum, ef svo má að orði komast. „Alblóðugur eyðnisjúklingur brýst inn á barnaheimili“, eða hvernig sem hún var í laginu, er ekki ný af nálinni? „Bubbi fallinn. Við þyrftum að safna saman þeim bestu. Tveir samkynhneigðir kettir valda usla í Vesturbænum…“ Er þetta ekki þannig að fólk ruglar saman click-bait fyrirsögnum og góðum fyrirsögnum? „Jú. Sú besta er: Negri í Þistilfirði.“ Hún er beint af augum. Staðan á fjölmiðlamarkaði er ekki álitleg að mati Sigmundar Ernis. Helst er á honum að skilja að veffréttirnar vatni út merkinguna og vissulega er það svo að þar mætti herða upp á skilgreiningum. Og yfir öllu trónir ríkismiðillinn. Fátt þrífst í skugga RÚV Í bókinni metur höfundur það svo að á þessari öld hafi Ríkisútvarpið í Efstaleiti fengið samtals á þriðja milljarð króna úr ríkissjóði, umfram árlegar fjárheimildir, út af taprekstri. „Svona rétt til þess að sýna keppinautunum á markaðnum að þeir megi bara eiga sig, en fengið svo að selja eignir til að laga reksturinn enn frekar. Árleg fjárlög hafa ekki dugað til. Vel yfir 200 milljarða ríkisframlag frá því einokunin var afnumin hefur ekki nægt. Það hefur því aldrei verið nokkur ástæða til annars en að þenja sig enn frekar á opinberum fjölmiðlamarkaði. Enda er peningurinn ókeypis á meðan almenningur borgar, möglunarlaust.“ Sigmundur Ernir skefur ekki af því, hann telur sleifarlag stjórnvalda hvað varðar fjölmiðla og stöðu þeirra með miklum ósköpum.vísir/vilhelm En er svarið aukinn stuðningur ríkisins við frjálsa fjölmiðla? Sigmundur Ernir er ekkert endilega þar. Hann telur stöðuna einfaldlega svo bjagaða að við verði ekki búið. „Nei, alls ekki. En bönd á ríkið sjálft og engisprettufaraldurs þess á auglýsingamarkaði - og jafnræði milli íslenskra miðla og erlendra miðla að líkindum þriðjungur í kostnað vegna launa, gjalda og markaðsrannsókna, svo ekki er nú eftirtekjan stórkostleg til að leggja dagskránni lið. RÚV er langsterkast og því leitar peningurinn þangað. Ríkisstarfsmönnum hefur aldrei fjölgað jafn mikið og í tíð Bjarna Benediktssonar í Arnarhváli.“ Setið að sumbli með Davíð Oddsyni Eins og áður sagði fjallar bókin ekki einungis um stöðu fjölmiðla á þessum síðustu og verstu. Ferill Sigmundar Ernis býður upp á tilþrif og hann segir frá ýmsu eftirminnilegu frá litríkum ferli sínum. Af nægu er að taka. Við skulum enn gægjast í bókina og grípum niður af handahófi þar sem Sigmundur lýsir eftirmálum Kryddsíldar, fréttaþáttar Stöðvar 2 sem er jafnan haldinn á Gamlársdegi. Þetta var á velmektarárum Davíðs Oddssonar, núverendi ritstjóra Morgunblaðsins. „En það er sumsé tæpum tveimur árum fyrr sem Davíð Oddsson er í nokkru tilfinningalegu uppnámi í Kryddsíldinni á gamlárskvöld, svo mikið sem gengið hafði á í pólitísku lífi hans þar sem skiptust á sætir sigrar, særindi og svekkelsi. Og hann er ekkert á förum þegar þættinum er lokið, skipar okkur Páli [Magnússyni hinum stjórnanda Kryddsíldarinnar] að koma með sér út í hornbás á Hótel Borg á meðan aðrir stjórnmálaforingjar eru að óska hver öðrum árs og friðar og halda heim á leið í veisluundirbúninginn með fjölskyldum sínum. Davíð mátti ekkert vera að því. Svo við setjumst niður með kappanum, hugsum vísast báðir að hann vilji aðeins pústa eftir langan þátt þar sem pólitískar skylmingar voru af blóðugasta tagi. En eftir hálftíma er ekkert fararsnið á honum. Hann skipar einum þjónanna að standa vaktina, það skulu bornar í okkur ölkrúsir og snafsar eins og þurfa þykir. Ekkert megi annars trufla okkur. Og hann segir meira að segja konu minni, Ellu Sveins, sem stjórnaði upptöku Kryddsíldarinnar eins og löngum fyrr og síðar, að hún mætti bara fara heim, en hún hafði ónáðað samtalið með þeim orð[1]um hvort ég vildi ekki fá far með henni heim í Grafarvog. En það kom ekki til greina, að sögn Davíðs. Og Ellu var auðvitað ekki til setunnar boðið, því heima beið þá átta mánaða sonur ásamt eldri systkinum, enn eitt barnið í okkar samlífi. Svo eftir sitjum við að sumbli. Og Davíð er í stuði, rekur úr okkur Palla garnirnar og vill fá að vita ástæðurnar fyrir þessari frétt og öðrum þeim úr okkar ranni sem að hans mati voru í besta falli galnar og gersamlega úr lausu lofti gripnar. Það veður á karlinum. Og hvar við stöndum eiginlega í pólitík? Hann vill vita það upp á hár – og nefnir til sögunnar þingkosningar síðustu áratuga, hvort við höfum virkilega alltaf verið sömu kratakjánarnir. Og svo lá náttúrlega næsta spurning í loftinu, en ekki hefðum við druslast til að kjósa hann Ólaf Ragnar í forsetakosningunum. Þetta var þriðju gráðu yfirheyrsla. Á milli drjúgmikilla gúlsopa. En nú var ráðherrabílstjóri Davíðs farinn að ókyrrast. Enda klukkutími liðinn. Hann reyndi að láta á sér kræla, en Davíð tók ekki eftir honum. Svo ökumaðurinn vogaði sér aðeins nær okkur. En það breytti engu. Davíð bægði honum frá með snöggri handaskipan. „En Ástríður er farin að hringja,“ kreisti bílstjórinn út úr sér – og átti þar náttúrlega við frú Thorarensen, heima á Lynghaga. En hún mætti líka bíða – og enn hélt réttarhaldið áfram. Davíð var í sínu hásæti og við Palli vorum eins og gapandi strákhvolpar við fótskör meistarans. En svo gerist það þegar þjónar Borgarinnar eru um það bil að slökkva ljósin í salnum og komið er fram á sjötta tímann og gamlárskvöldið að skella á með uppfíringum og öllu tilheyrandi að forsætisráðherrafrú landsins strunsar inn í salinn og grípur undir handarkrika bónda síns og býr hann býsna harðúðugt til heimferðar. Þessum fundi hans sé lokið. Oft hafði ég komist í tæri við þau heiðurshjónin við hvers konar tækifæri, og eftir því var tekið hvað þau voru samstillt og rík af kærleik hvort í annars garð, en þessi uppákoma var aðeins út úr hefðbundnum takti.“ (Bls. 122 til 124.) Höfundatal Fjölmiðlar Bókaútgáfa Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta var á síðasta vinnudegi marsmánaðar á þessu ári. Ljóst er að Sigmundur Ernir hefur ekki lagst í sótsvart þunglyndi, í kör, því nú er að koma út bók frá honum þar sem meðal annars er fjallað um þetta afdrifaríka hætt – Í stríði og friði fréttamennskunnar. Bókaútgáfan Sæmundur gefur út en bókin er væntanleg í búðir 19. október. Vísir fékk að glugga í gripinn og þar er víða komið við sögu. Lygilegt má heita að Sigmundur Ernir hafi náð að hrista fram úr erminni heila bók svo skömmu eftir atburðina. Frjáls maður í faðmi eiginkonunnar „Ég sit aldrei auðum höndum og vinn núna jöfnum höndum við bókaskrif - og hef margar í takinu - og undirbúning stórra og smárra sjónvarpsþátta með konu minni, Elínu Sveinsdóttur. Við rekum saman framleiðslufyrirtækið SERES hugverkasmiðja sem hefur staðið að fjölda sjónvarpsþátta á RÚV á síðustu árum, svo sem Með okkar augum, og Dagur í lífi. Sigmundur Ernir er á því að blaðamennska sé á afar viðsjárverðum stað.vísir/vilhelm Ég er sumsé orðinn undirmaður eiginkonunnar og uni því vel eftir að hafa gegnt alls konar stjórnunarstöðum á fjölda fjölmiðla á síðustu áratugum. Ég er frjáls maður í faðmi eiginkonunnar. Það verður ekki betra,” segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi. Þó Sigmundur Ernir hafi aldrei lært fingrasetningu er ljóst að honum lætur létt að tjá sig með tveimur vöskum vísifingrum, eins og það er orðað. Í bókinni er ferill höfundar í fjölmiðlum rakinn og þar er af ýmsu að taka. Tímarnir hafa breyst frá því að Sigmundur Ernir mætti til leiks í Fleet Street Íslands, Síðumúlann, nýútskrifaður stúdent þar sem flokksblöðin höfðu komið sér fyrir. Hann lenti á Vísi, var viðstaddur þegar Vísir og Dagblaðið voru sameinuð en fór svo þaðan yfir á Helgapóstinn. Og svo tók tími Stöðvar 2 við… Óbærilegt fundarefni Ferill Sigmundar Ernis er tilkomumikill. Aftur til ársins 2023. Enn einn fjölmiðillinn í lífi Sigmundar Ernis er fallinn. Frammi á gólfi ritstjórnarinnar eru starfsmenn að leggja lokahönd á helgarblað og grínararnir á blaðinu að skipuleggja 1. aprílgabbið sem átti að vera meinfyndið að þessu sinni. Í nýrri bók veitir Sigmundur Ernir afar athyglisverða innsýn í því hvað gerðist á bak við tjöldin, meðal annars þegar Fréttablaðið og Hringbraut voru slegin af.vísir/vilhelm „En við stjórnendurnir sitjum í öðrum þönkum inni á kontórnum á sama tíma, aflokuðum, líklega læstum. Fundarefnið er enda jafn kæfandi og ritstjórnir fyrstu áranna minna í blaðamennsku voru á síðustu öld, fullar af reyk og remmu. Og sér eru nú hver morgunverkin, hugsa ég og hef sigið ofan í sæti mitt og á ekki til orð. Fundarefnið er óbærilegt. Helga Magnússyni, stjórnarformanni liggur lágt rómurinn. Það er varla að við hin í framkvæmdastjórninni heyrum til hans. Vanda síðustu missera af völdum langvarandi heimsfaraldurs og Evrópustríðs hafi verið mætt með auknu hlutafé, aðhaldi og sparnaði, en það hafi bara ekki dugað til.“ Keypti blaðið á versta tíma Og áfram með frásögnina. Helgi dæsir: „Við gerðum allt sem mögulegt var til að bregðast við aðsteðjandi vanda til að tryggja framtíð útgáfunnar,“ segir hann, svo til steinrunninn í framan. „Við fækkuðum útgáfudögum Fréttablaðsins um einn, hættum að gefa út DV sem vikublað og gerðum gagngerar breytingar á dreifingu Fréttablaðsins. Við reyndum allt,“ bætir hann við. En þessi þriggja mánaða reynsla af breyttri dreifingu blaðsins á 250 fjölsótta staði á höfuðborgarsvæðinu og yfir 70 standa úti á landi sé ekki fyllilega í samræmi við væntingar, og skipti þar mestu að auglýsendur hafi einfaldlega haldið að sér höndum. Svo virðist sem þeir hafi ekki haft næga trú á breyttu fyrirkomulagi. Helgi Magnússon nýbúinn að kaupa Fréttablaðið en Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson reyndust selja á réttum tíma.vísir/vilhelm Því fór sem fór, segir stjórnarformaðurinn. „Allt kom fyrir ekki,“ segir hann og horfir upp í loftið. „Og það er alveg óhætt að segja það að við sem komum að þessum rekstri á árinu 2019 höfum verið býsna seinheppnir með tímasetningu. Það verður nú ekki annað sagt. Við keyptum hann kortéri í kófið. Um stund er grafarþögn á kontórnum.“ Dýrðarljómi dagblaðanna að dvína Óneitanlega er sérkennilegt að spyrja Sigmund Erni um atriði sem hann er nýbúinn að fjalla um í bókinni. Og þar er veitt forvitnileg innsýn í bakherbergin þar sem ákvarðanirnar eru teknar: „Áhrifanna af heimsfaraldrinum gætir raunar enn þá, segir hann og fýlir grön. Ekki bæti heldur úr skák að stríðið í álfunni hafi hækkað vöruverð til muna, þar á meðal pappírskostnað, og það séu engin teikn á lofti um að það gangi hratt til baka. Þar fyrir utan séu tímarnir breyttir. Og dýrðarljómi dagblaðanna sé augljóslega að dvína á sama tíma. Veruleiki hversdagsins sé fyrir löngu orðinn rafrænn. Það viti allir menn með vissu. Þess sjáist stað í Evrópu. Og það sama sé á seyði í Ameríku. Blöðin séu að sölna – og hvert af öðru að tapa tölunni eins og trén missa lauf að hausti. Það er þungt yfir karli. Hann er ekki vanur að tapa.“ Sigmundur Ernir segir að ekkert hafi bent til annars, þegar Helgi keypti útgáfufélagið af Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni á seinni hluta ársins 2019, en að þetta yrði vænlegt fyrirtæki. Sigmundur Ernir greinir frá því í nýrri bók hvernig var á síðasta stjórnarfundi Torgs, þegar Helgi Magnússon tilkynnti viðstöddum að þetta væri búið.vísir/vilhelm „En enginn hafi heldur séð öll þessi ósköp fyrir, algerlega lamað samfélag um langa hríð sem leiddi til fordæmalauss hruns í sölu á auglýsingum, svo og tekjuminnkunar og taprekstrar sem ekki hefði orðið við eðlilegar aðstæður. „En það er bara ekkert búið að vera eðlilegt við síðustu ár,“ segir Helgi og er að vonum svekktur. Við hin hlýðum á, jafnt forstjórinn, fjármálastjórinn og markaðsstjórinn, svo og sá sem þetta skrifar, en hann á að heita aðalritstjóri allra miðla Torgs – og gerir sér kannski ekki alveg í hugarlund á þessu augnabliki að hans hinsti vinnudagur á stóli ritstjóra Fréttablaðsins, DV, Markaðarins og Hringbrautar er runninn upp. Og að á morgun sé kominn fyrsti apríl. Gabblaust.“ Enginn áhugi á að laga skekkjuna Sigmundur Ernir lýsir síðasta deginum á Torgi að hætti hússins. Og hann leitar skýringa. Yfir 20 ára útgáfu Fréttablaðsins er lokið og átta ára útsendingum Hringbrautar. Og hann í brúnni. Er blaðamennska komin að fótum fram? „Hún hefur látið á sjá. Það stafar af breyttri tækni og auknum upplýsingahraða, en líka áratugalöngum og einbeittum sofandahætti stjórnvalda og allra flokka sem hafa aldrei gert ráð fyrir einkareknum fjölmiðlum á markaði sem gætir jafnræðis, meðalhófs og sanngirni,“ segir Sigmundur. Hann hefur skrifað marga pistla um sleifarlag stjórnvalda vegna stöðunnar. Og í Í stríði og friði fréttamennskunnar er hert á skrúfunni. „Það er enginn áhugi á að laga skekkjuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði - og þótt einkaframtakið hafi reynt að sprikla - og oft nokkuð hressilega - er nályktin af dauðahönd ríkisins alltaf nærri.” Æpandi upphrópanaiðnaður á öllum fréttasíðum Það er ekki laust við að það gæti svartsýni í tali Sigmundar Ernis sem er ekki beinlínis í takti við upplag þessa ljóðræna ljóshærða og glaðbeitta Norðlendings. Hvernig sér hann fyrir sér framhaldið á blaðamennsku á Íslandi, þessari grunnstoð lýðræðisins. Verða einu upplýsingarnar sem almenningi standa til boða hanteraðar og fram bornar af hagsmunaaðilum? „Það er hætt við því - og það er einnig líklegt að blaðamennska framtíðarinnar fari í æ ríkari mæli að stytta sér leið og efist sífellt minna um það sem að henni er rétt. Þá minnkar aðhaldið og bullið blæs út.” Í bók sinni fer Sigmundur Ernir yfir stöðuna og segir meðal annars af því þegar hann álpaðist slompaður í pontu sem þingmaður. vísir/vilhelm Heimur versnandi fer. Blaðamaður Vísis gengur á lagið og spyr Sigmund Erni hvort þetta séu eintóm blaðabörn í bransanum? „Nei, því fer fjarri. Við byrjum sem betur fer ennþá ung í blaðamennsku, en skóflunni er ekki lengur ætlað að grafa skurði, heldur bara að klappa yfirborðið. Almenna krafan er núna sú að leggja meira í fyrirsögnina en fréttina sjálfa - og fréttir, ef svo skyldi kalla, hverfast núna æ meira um að skoðun eins sé öðrum ekki að skapi. Það hétu lesendadálkar í eina tíð, í besta falli skoðanasíður en núna æpir þessi upphrópanaiðnaður á mann af öllum fréttasíðum. En margt er þó enn vel gert, mikil ósköp. En líkurnar á því að það minnki, eru, sýnist mér, meiri en minni.“ Fyrirsagnagreddan í blaðamennskunni En þetta er varla neitt nýtt. Fyrirsagnir lúta nú sem fyrr sínum lögmálum, ef svo má að orði komast. „Alblóðugur eyðnisjúklingur brýst inn á barnaheimili“, eða hvernig sem hún var í laginu, er ekki ný af nálinni? „Bubbi fallinn. Við þyrftum að safna saman þeim bestu. Tveir samkynhneigðir kettir valda usla í Vesturbænum…“ Er þetta ekki þannig að fólk ruglar saman click-bait fyrirsögnum og góðum fyrirsögnum? „Jú. Sú besta er: Negri í Þistilfirði.“ Hún er beint af augum. Staðan á fjölmiðlamarkaði er ekki álitleg að mati Sigmundar Ernis. Helst er á honum að skilja að veffréttirnar vatni út merkinguna og vissulega er það svo að þar mætti herða upp á skilgreiningum. Og yfir öllu trónir ríkismiðillinn. Fátt þrífst í skugga RÚV Í bókinni metur höfundur það svo að á þessari öld hafi Ríkisútvarpið í Efstaleiti fengið samtals á þriðja milljarð króna úr ríkissjóði, umfram árlegar fjárheimildir, út af taprekstri. „Svona rétt til þess að sýna keppinautunum á markaðnum að þeir megi bara eiga sig, en fengið svo að selja eignir til að laga reksturinn enn frekar. Árleg fjárlög hafa ekki dugað til. Vel yfir 200 milljarða ríkisframlag frá því einokunin var afnumin hefur ekki nægt. Það hefur því aldrei verið nokkur ástæða til annars en að þenja sig enn frekar á opinberum fjölmiðlamarkaði. Enda er peningurinn ókeypis á meðan almenningur borgar, möglunarlaust.“ Sigmundur Ernir skefur ekki af því, hann telur sleifarlag stjórnvalda hvað varðar fjölmiðla og stöðu þeirra með miklum ósköpum.vísir/vilhelm En er svarið aukinn stuðningur ríkisins við frjálsa fjölmiðla? Sigmundur Ernir er ekkert endilega þar. Hann telur stöðuna einfaldlega svo bjagaða að við verði ekki búið. „Nei, alls ekki. En bönd á ríkið sjálft og engisprettufaraldurs þess á auglýsingamarkaði - og jafnræði milli íslenskra miðla og erlendra miðla að líkindum þriðjungur í kostnað vegna launa, gjalda og markaðsrannsókna, svo ekki er nú eftirtekjan stórkostleg til að leggja dagskránni lið. RÚV er langsterkast og því leitar peningurinn þangað. Ríkisstarfsmönnum hefur aldrei fjölgað jafn mikið og í tíð Bjarna Benediktssonar í Arnarhváli.“ Setið að sumbli með Davíð Oddsyni Eins og áður sagði fjallar bókin ekki einungis um stöðu fjölmiðla á þessum síðustu og verstu. Ferill Sigmundar Ernis býður upp á tilþrif og hann segir frá ýmsu eftirminnilegu frá litríkum ferli sínum. Af nægu er að taka. Við skulum enn gægjast í bókina og grípum niður af handahófi þar sem Sigmundur lýsir eftirmálum Kryddsíldar, fréttaþáttar Stöðvar 2 sem er jafnan haldinn á Gamlársdegi. Þetta var á velmektarárum Davíðs Oddssonar, núverendi ritstjóra Morgunblaðsins. „En það er sumsé tæpum tveimur árum fyrr sem Davíð Oddsson er í nokkru tilfinningalegu uppnámi í Kryddsíldinni á gamlárskvöld, svo mikið sem gengið hafði á í pólitísku lífi hans þar sem skiptust á sætir sigrar, særindi og svekkelsi. Og hann er ekkert á förum þegar þættinum er lokið, skipar okkur Páli [Magnússyni hinum stjórnanda Kryddsíldarinnar] að koma með sér út í hornbás á Hótel Borg á meðan aðrir stjórnmálaforingjar eru að óska hver öðrum árs og friðar og halda heim á leið í veisluundirbúninginn með fjölskyldum sínum. Davíð mátti ekkert vera að því. Svo við setjumst niður með kappanum, hugsum vísast báðir að hann vilji aðeins pústa eftir langan þátt þar sem pólitískar skylmingar voru af blóðugasta tagi. En eftir hálftíma er ekkert fararsnið á honum. Hann skipar einum þjónanna að standa vaktina, það skulu bornar í okkur ölkrúsir og snafsar eins og þurfa þykir. Ekkert megi annars trufla okkur. Og hann segir meira að segja konu minni, Ellu Sveins, sem stjórnaði upptöku Kryddsíldarinnar eins og löngum fyrr og síðar, að hún mætti bara fara heim, en hún hafði ónáðað samtalið með þeim orð[1]um hvort ég vildi ekki fá far með henni heim í Grafarvog. En það kom ekki til greina, að sögn Davíðs. Og Ellu var auðvitað ekki til setunnar boðið, því heima beið þá átta mánaða sonur ásamt eldri systkinum, enn eitt barnið í okkar samlífi. Svo eftir sitjum við að sumbli. Og Davíð er í stuði, rekur úr okkur Palla garnirnar og vill fá að vita ástæðurnar fyrir þessari frétt og öðrum þeim úr okkar ranni sem að hans mati voru í besta falli galnar og gersamlega úr lausu lofti gripnar. Það veður á karlinum. Og hvar við stöndum eiginlega í pólitík? Hann vill vita það upp á hár – og nefnir til sögunnar þingkosningar síðustu áratuga, hvort við höfum virkilega alltaf verið sömu kratakjánarnir. Og svo lá náttúrlega næsta spurning í loftinu, en ekki hefðum við druslast til að kjósa hann Ólaf Ragnar í forsetakosningunum. Þetta var þriðju gráðu yfirheyrsla. Á milli drjúgmikilla gúlsopa. En nú var ráðherrabílstjóri Davíðs farinn að ókyrrast. Enda klukkutími liðinn. Hann reyndi að láta á sér kræla, en Davíð tók ekki eftir honum. Svo ökumaðurinn vogaði sér aðeins nær okkur. En það breytti engu. Davíð bægði honum frá með snöggri handaskipan. „En Ástríður er farin að hringja,“ kreisti bílstjórinn út úr sér – og átti þar náttúrlega við frú Thorarensen, heima á Lynghaga. En hún mætti líka bíða – og enn hélt réttarhaldið áfram. Davíð var í sínu hásæti og við Palli vorum eins og gapandi strákhvolpar við fótskör meistarans. En svo gerist það þegar þjónar Borgarinnar eru um það bil að slökkva ljósin í salnum og komið er fram á sjötta tímann og gamlárskvöldið að skella á með uppfíringum og öllu tilheyrandi að forsætisráðherrafrú landsins strunsar inn í salinn og grípur undir handarkrika bónda síns og býr hann býsna harðúðugt til heimferðar. Þessum fundi hans sé lokið. Oft hafði ég komist í tæri við þau heiðurshjónin við hvers konar tækifæri, og eftir því var tekið hvað þau voru samstillt og rík af kærleik hvort í annars garð, en þessi uppákoma var aðeins út úr hefðbundnum takti.“ (Bls. 122 til 124.)
„En það er sumsé tæpum tveimur árum fyrr sem Davíð Oddsson er í nokkru tilfinningalegu uppnámi í Kryddsíldinni á gamlárskvöld, svo mikið sem gengið hafði á í pólitísku lífi hans þar sem skiptust á sætir sigrar, særindi og svekkelsi. Og hann er ekkert á förum þegar þættinum er lokið, skipar okkur Páli [Magnússyni hinum stjórnanda Kryddsíldarinnar] að koma með sér út í hornbás á Hótel Borg á meðan aðrir stjórnmálaforingjar eru að óska hver öðrum árs og friðar og halda heim á leið í veisluundirbúninginn með fjölskyldum sínum. Davíð mátti ekkert vera að því. Svo við setjumst niður með kappanum, hugsum vísast báðir að hann vilji aðeins pústa eftir langan þátt þar sem pólitískar skylmingar voru af blóðugasta tagi. En eftir hálftíma er ekkert fararsnið á honum. Hann skipar einum þjónanna að standa vaktina, það skulu bornar í okkur ölkrúsir og snafsar eins og þurfa þykir. Ekkert megi annars trufla okkur. Og hann segir meira að segja konu minni, Ellu Sveins, sem stjórnaði upptöku Kryddsíldarinnar eins og löngum fyrr og síðar, að hún mætti bara fara heim, en hún hafði ónáðað samtalið með þeim orð[1]um hvort ég vildi ekki fá far með henni heim í Grafarvog. En það kom ekki til greina, að sögn Davíðs. Og Ellu var auðvitað ekki til setunnar boðið, því heima beið þá átta mánaða sonur ásamt eldri systkinum, enn eitt barnið í okkar samlífi. Svo eftir sitjum við að sumbli. Og Davíð er í stuði, rekur úr okkur Palla garnirnar og vill fá að vita ástæðurnar fyrir þessari frétt og öðrum þeim úr okkar ranni sem að hans mati voru í besta falli galnar og gersamlega úr lausu lofti gripnar. Það veður á karlinum. Og hvar við stöndum eiginlega í pólitík? Hann vill vita það upp á hár – og nefnir til sögunnar þingkosningar síðustu áratuga, hvort við höfum virkilega alltaf verið sömu kratakjánarnir. Og svo lá náttúrlega næsta spurning í loftinu, en ekki hefðum við druslast til að kjósa hann Ólaf Ragnar í forsetakosningunum. Þetta var þriðju gráðu yfirheyrsla. Á milli drjúgmikilla gúlsopa. En nú var ráðherrabílstjóri Davíðs farinn að ókyrrast. Enda klukkutími liðinn. Hann reyndi að láta á sér kræla, en Davíð tók ekki eftir honum. Svo ökumaðurinn vogaði sér aðeins nær okkur. En það breytti engu. Davíð bægði honum frá með snöggri handaskipan. „En Ástríður er farin að hringja,“ kreisti bílstjórinn út úr sér – og átti þar náttúrlega við frú Thorarensen, heima á Lynghaga. En hún mætti líka bíða – og enn hélt réttarhaldið áfram. Davíð var í sínu hásæti og við Palli vorum eins og gapandi strákhvolpar við fótskör meistarans. En svo gerist það þegar þjónar Borgarinnar eru um það bil að slökkva ljósin í salnum og komið er fram á sjötta tímann og gamlárskvöldið að skella á með uppfíringum og öllu tilheyrandi að forsætisráðherrafrú landsins strunsar inn í salinn og grípur undir handarkrika bónda síns og býr hann býsna harðúðugt til heimferðar. Þessum fundi hans sé lokið. Oft hafði ég komist í tæri við þau heiðurshjónin við hvers konar tækifæri, og eftir því var tekið hvað þau voru samstillt og rík af kærleik hvort í annars garð, en þessi uppákoma var aðeins út úr hefðbundnum takti.“ (Bls. 122 til 124.)
Höfundatal Fjölmiðlar Bókaútgáfa Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira