Saka Samgöngustofu um matarsóun og vanvirðingu við hænur Árni Sæberg skrifar 13. október 2023 14:26 Valgerður Árnadóttir er ekki ánægð með Eggert Egg. Samgöngustofa/Stöð 2/Arnar Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir nýja markaðsherferð Samgöngustofu vanhugsaða. Hún stuðli að matarsóun og sé vanvirðing við hænur. Stofnunin sendi völdum samfélagsmiðlastjörnum eggjabakka og hvatti þær til þess að brjóta eggin. Herferð Samgöngustofu er liður í stærri herferð Upp á bak, sem ætlað er að vekja athygli á réttri og rangri notkun rafskúta. „Um helgina var sendur út eggjandi markpóstur, þar sem biðlað var til móttakenda að vekja athygli á herferðinni Upp Á Bak,“ segir í færslu samgöngustofu á Facebook á dögunum. Þessi markpóstur féll ekki í kramið hjá Samtökum grænkera á Íslandi. Grænkerar eru fólk sem kýs að neyta ekki neinna dýraafurða og er í daglegu tali oftast kallað enska heitinu vegan. Allir ættu að vita hversu slæman viðbúnað hænur lifa við „Okkur finnst hún mjög illa ígrunduð. Bæði í ljósi þess sem við vitum um umhverfið og erum að reyna að sporna við matarsóun, þá finnst okkur þetta mikil sóun, og svo finnst okkur þetta líka mikil vanvirðing við hænsn í eggjaiðnaði, hvernig þetta er gert. Vegna þess að það ættu allir að vita hversu slæman aðbúnað þessi hænsn lifa við,“ segir Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, í samtali við Vísi. Þá segir hún að meðlimum samtakanna finnist algjört lágmark að þær þjáningar sem hænsn ganga í gegnum séu til þess að framleiða vöru sem fólk borðar. „Ekki til þess að henda í jörðina í einhverrri auglýsingaherferð til þess að hafa gaman af. Þetta er ekkert fyndið.“ Skilja hvað auglýsingastofan var að hugsa en stofnunin ætti að vita betur Valgerður segir að samtökin skilji hugsunina á bak við herferðina, að hvetja fólk til þess að nota rafskútur ekki undir áhrifum eða á hjálms, en hún hefði þurft að vera betur ígrunduð. Þá veltir hún því fyrir sér hversu margir eggjabakkar voru sendir út. „Mér finnst að stofnun eins og Samgöngustofa, þetta er ríkisstofnun, þurfi að hafa einhverja siðferðilega og umhverfisvæna stefnu í sinni vinnu. Og ef auglýsingastofa kemur með svona outrageous [svívirðilega] hugmynd, þá tti stofnunin að skoða eigin gildi, hvort hún vilji fara í svona herferð, hvort þetta sé eitthvað sem stofnunin vilji láta kenna sig við.“ „Það fóru þarna einhver egg í súginn“ Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir í samtali við Vísi að það hafi alls ekki verið svo að egg hafi verið send út um allan bæ. Þau hafi verið send á nokkra vel valda sem hafa getið sér gott orð á samfélagsmiðlum. Einn þeirra var Eggert Unnar Snæþórsson, sem hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann tók áskorun Samgöngustofu um að brjóta eggin og sneri því upp í skemmtilegan leik með ömmu sinni og afa. @eggertunnar Förum varlega annað en Amma gerði með þessi egg.. Samstarf með @Samgöngustofa original sound - EggertUnnar „Það fóru þarna einhver egg í súginn. Í þessu tilfelli var tilgangurinn að vekja athygli á þeim hættum sem felast í rangri notkun rafskúta og hvetja fólk til góðrar hegðunar svo við komumst öll heil heim. Þannig að fólk sé ekki að nota þær undir áhrifum eða haga sér með þeim hætti að slys geti hlotist af,“ segir Þórhildur Elín. Þá segir hún að herferðin hafi gengið vel og vakið mikla athygli. Sér í lagi hjá ungu fólki sem er virkt á samfélagsmiðlum. Það sé mikilvægur markhópur fyrir herferðina enda einn helsti markhópur rafskútuleiga. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að horfa á innihald þessarar herferðar og erum í rauninni ánægð með að hún hafi vakið verðskuldaða athygli.“ Vegan Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Herferð Samgöngustofu er liður í stærri herferð Upp á bak, sem ætlað er að vekja athygli á réttri og rangri notkun rafskúta. „Um helgina var sendur út eggjandi markpóstur, þar sem biðlað var til móttakenda að vekja athygli á herferðinni Upp Á Bak,“ segir í færslu samgöngustofu á Facebook á dögunum. Þessi markpóstur féll ekki í kramið hjá Samtökum grænkera á Íslandi. Grænkerar eru fólk sem kýs að neyta ekki neinna dýraafurða og er í daglegu tali oftast kallað enska heitinu vegan. Allir ættu að vita hversu slæman viðbúnað hænur lifa við „Okkur finnst hún mjög illa ígrunduð. Bæði í ljósi þess sem við vitum um umhverfið og erum að reyna að sporna við matarsóun, þá finnst okkur þetta mikil sóun, og svo finnst okkur þetta líka mikil vanvirðing við hænsn í eggjaiðnaði, hvernig þetta er gert. Vegna þess að það ættu allir að vita hversu slæman aðbúnað þessi hænsn lifa við,“ segir Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, í samtali við Vísi. Þá segir hún að meðlimum samtakanna finnist algjört lágmark að þær þjáningar sem hænsn ganga í gegnum séu til þess að framleiða vöru sem fólk borðar. „Ekki til þess að henda í jörðina í einhverrri auglýsingaherferð til þess að hafa gaman af. Þetta er ekkert fyndið.“ Skilja hvað auglýsingastofan var að hugsa en stofnunin ætti að vita betur Valgerður segir að samtökin skilji hugsunina á bak við herferðina, að hvetja fólk til þess að nota rafskútur ekki undir áhrifum eða á hjálms, en hún hefði þurft að vera betur ígrunduð. Þá veltir hún því fyrir sér hversu margir eggjabakkar voru sendir út. „Mér finnst að stofnun eins og Samgöngustofa, þetta er ríkisstofnun, þurfi að hafa einhverja siðferðilega og umhverfisvæna stefnu í sinni vinnu. Og ef auglýsingastofa kemur með svona outrageous [svívirðilega] hugmynd, þá tti stofnunin að skoða eigin gildi, hvort hún vilji fara í svona herferð, hvort þetta sé eitthvað sem stofnunin vilji láta kenna sig við.“ „Það fóru þarna einhver egg í súginn“ Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir í samtali við Vísi að það hafi alls ekki verið svo að egg hafi verið send út um allan bæ. Þau hafi verið send á nokkra vel valda sem hafa getið sér gott orð á samfélagsmiðlum. Einn þeirra var Eggert Unnar Snæþórsson, sem hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann tók áskorun Samgöngustofu um að brjóta eggin og sneri því upp í skemmtilegan leik með ömmu sinni og afa. @eggertunnar Förum varlega annað en Amma gerði með þessi egg.. Samstarf með @Samgöngustofa original sound - EggertUnnar „Það fóru þarna einhver egg í súginn. Í þessu tilfelli var tilgangurinn að vekja athygli á þeim hættum sem felast í rangri notkun rafskúta og hvetja fólk til góðrar hegðunar svo við komumst öll heil heim. Þannig að fólk sé ekki að nota þær undir áhrifum eða haga sér með þeim hætti að slys geti hlotist af,“ segir Þórhildur Elín. Þá segir hún að herferðin hafi gengið vel og vakið mikla athygli. Sér í lagi hjá ungu fólki sem er virkt á samfélagsmiðlum. Það sé mikilvægur markhópur fyrir herferðina enda einn helsti markhópur rafskútuleiga. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að horfa á innihald þessarar herferðar og erum í rauninni ánægð með að hún hafi vakið verðskuldaða athygli.“
Vegan Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira