Iowa State er mikill fótboltaskóli og liðið trekkir að allt að sextíu þúsund manns á heimaleikina sína.
Liðið mætti TCU um síðustu helgi og vann þá flottan 27–14 heimasigur. Þetta var þriðji sigur liðsins í sex leikjum og endurkoma eftir 20–50 skell á móti Oklahoma vikuna á undan.
Strákarnir í Iowa State spiluðu í gylltum buxum í leiknum en aðalbúningur liðsins er rauður.
Netverjar voru aftur á móti fljótir að benda á það að í sjónvarpinu leit út fyrir að strákarnir væru hreinlega að spila berir að neðan.
Hér fyrir neðan má sjá myndbrot úr leiknum og af einni af athugasemdinni á netinu. Þar veltir ein því fyrir sér hver hafi í raun samþykkt það að láta fótboltastráka skólans spila í svona lituðu buxum.