Viðar Örn: Buðum hættunni heim Gunnar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 22:19 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var ánægður með að hafa unnið Breiðablik 80-73 á Egilsstöðum í kvöld þótt frammistaða liðsins væri ekki góð. Höttur spilaði vel fyrsta kortérið og var þá komið með 10 stiga forskot en hrökk síðan í baklás. Það bjargaði sér svo í síðasta leikhluta. „Við byrjuðum af krafti en urðum síðan kærulausir, hægir og varnaleikurinn lélegur. Þar buðum við hættunni heim. Undir lokin náðum við smá áhlaupi og komumst aftur í takt. Ég er vonsvikinn með frammistöðu okkar í dag, hún var ekki góð. En kannski er það þroskamerki á liðinu og félaginu að vinna leik þótt frammistaðan sé þetta slök.“ Litlar breytingar eru á Hattarhópnum milli ára þannig að í liðinu er kjarni sem spilað hefur lengi saman. Það kann að hafa hjálpað þegar það þurfti að klóra sig upp úr holunni í restina því Breiðablik var yfir þegar kom að síðasta leikhlutanum. „Við höfum reynt að halda í kjarnann til að byggja upp liðsheild og bæta ofan á hann. Ég held það hafi skipt máli og þótt við höfum ekki sýnt góðan leik þá var þetta sterkur sigur.“ Höttur hefur unnið tvo fyrstu leikina og er þetta í fyrsta sinn í sögu liðsins í úrvalsdeild sem það nær þeim árangri. „Byrjunin gæti ekki verið betri og við verðum að fagna því. Ég er ekki leiður þótt það þurfi að laga frammistöðuna.“ Af einstökum atvikum í leiknum má nefna að á 15. mínútu fór Everage Lee Richardson, stigahæsti leikmaður Breiðabliks, úr lið á fingri. Ólafur Sigfús Björnsson, sjúkraþjálfari Hattar, kippti honum í liðinn og Viðar Örn aðstoðaði. „Óli sá um þetta. Ég kom bara til að skyggja á og halda í höndina á Everage á móti. Það er eðlilegt að aðstoða eins og hægt er í svona aðstæðum. Everage er frábær leikmaður og það hefði verið sniðugt að leyfa honum að setjast á bekkinn en fegurðin við íþróttirnar felst í því að það verður að vera heiðarleiki í þeim.“ Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Við byrjuðum af krafti en urðum síðan kærulausir, hægir og varnaleikurinn lélegur. Þar buðum við hættunni heim. Undir lokin náðum við smá áhlaupi og komumst aftur í takt. Ég er vonsvikinn með frammistöðu okkar í dag, hún var ekki góð. En kannski er það þroskamerki á liðinu og félaginu að vinna leik þótt frammistaðan sé þetta slök.“ Litlar breytingar eru á Hattarhópnum milli ára þannig að í liðinu er kjarni sem spilað hefur lengi saman. Það kann að hafa hjálpað þegar það þurfti að klóra sig upp úr holunni í restina því Breiðablik var yfir þegar kom að síðasta leikhlutanum. „Við höfum reynt að halda í kjarnann til að byggja upp liðsheild og bæta ofan á hann. Ég held það hafi skipt máli og þótt við höfum ekki sýnt góðan leik þá var þetta sterkur sigur.“ Höttur hefur unnið tvo fyrstu leikina og er þetta í fyrsta sinn í sögu liðsins í úrvalsdeild sem það nær þeim árangri. „Byrjunin gæti ekki verið betri og við verðum að fagna því. Ég er ekki leiður þótt það þurfi að laga frammistöðuna.“ Af einstökum atvikum í leiknum má nefna að á 15. mínútu fór Everage Lee Richardson, stigahæsti leikmaður Breiðabliks, úr lið á fingri. Ólafur Sigfús Björnsson, sjúkraþjálfari Hattar, kippti honum í liðinn og Viðar Örn aðstoðaði. „Óli sá um þetta. Ég kom bara til að skyggja á og halda í höndina á Everage á móti. Það er eðlilegt að aðstoða eins og hægt er í svona aðstæðum. Everage er frábær leikmaður og það hefði verið sniðugt að leyfa honum að setjast á bekkinn en fegurðin við íþróttirnar felst í því að það verður að vera heiðarleiki í þeim.“
Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02