Sleppingar eldislax - Hvað er raunverulega í húfi? Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 12. október 2023 11:30 Hagvöxtur. Störf. Fæða. Upplýsingaóreiða. Ásakanir. Reiði. Græðgi. Þetta er ekki svo slæmt. Við gerum bara betur næst. Sjókvíaeldisfólk á móti veiðifólki. Upplýsingaóreiða. Það er erfitt að vera ungur í dag. Ég er ekki alltaf viss hverju ég á að trúa. Kannski bara þessum kalli… hann virðist vita hvað hann syngur. Jú, hann segir strokulaxinn minnka verðmæti villta laxastofnsins og stofna honum í hættu. Síðasta vígi villta laxins. Það er slæmt. En hvað með þennan… hann segir það rangt. Ofveiði, ósjálfbærar veiðar eru það sem er að útrýma laxastofninum. Strokulaxar hafa lítil áhrif miðað við það. Já þú meinar. Ég er samt heppin. Ég menntaði mig í líffræði. Ég er með bakgrunn í vísindum. Ég get horft í gegnum þessa upplýsingaóreiðu og myndað mína eigin upplýstu skoðun. En ég veit að ekki allir eru með sama bakgrunn. Þeirra styrkleikar liggja utan lífvísindanna. Þetta er þá kannski fyrir þeim eins og það er að lesa í fjármál fyrir mig, eða laga bílinn minn… ég hringi bara í pabba. Upplýsingaóreiða. Misupplýsingar. Ég er orðin mjög þreytt á því. Það sem virðist einkenna þessa umræðu um sjókvíaeldi er hálfur sannleikur. Fólk varpar ljósi á þær staðreyndir sem styðja mál þeirra en skilur hinar eftir í myrkrinu. Þetta er dæmi um hvernig upplýsingaóreiðunni er fleytt áfram með því að búta niður og beygla vísindin. Þær niðurstöður sem styðja tilgátu þína eru valdar. Hinum er hent. Íslenski laxastofninn er undir álagi vegna veiða, búsvæðabreytinga, loftslagsbreytinga, mengunar, samkeppni við aðrar tegundir og erfðablöndunar við eldislax. Þó einhver þessa þátta sé mögulega meiri álagsvaldur en annar þýðir það ekki að við getum hunsað þá þætti sem ekki styðja okkar málstað. Horfa þarf á heildarmyndina. Segja allan sannleikann. Mig langar að koma því sjónarhorni sem ekki hefur verið áberandi inn í umræðuna um sjókvíaeldi og sleppingar eldislax. Hjálpa til við að segja allan sannleikann. Svo þið getið séð hvað er raunverulega í húfi. Staðreyndin er sú að við lifum á tímum þrefaldrar ógnar. Loftslagsbreytingar, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun ógna lífi á jörðinni eins og við þekkjum það. Þessar ógnir eru nátengdar og sjókvíaeldi kemur þeim öllum við á einn eða annan hátt. Líffræðileg fjölbreytni. Eldislax er erfðafræðilega ólíkur villtum Atlantshafslaxi. Hann hefur verið ræktaður fyrir ákveðna eiginleika sem nýtast í eldi. Eldislax er einnig erfðafræðilega einsleitur þar sem hann er ræktaður upp frá takmörkuðu erfðaúrtaki. Þegar erfðafræðilega einsleitur eldislax sem aðlagaður er eldisumhverfi blandast villtum og erfðafræðilega fjölbreyttum laxi þynnist náttúrulegur fjölbreytileiki villta stofnsins út. Villti stofninn verður einsleitari og gæti tapað genum sem mikilvæg eru til lífsbaráttu í náttúrunni. Þegar stofnar lífvera eru erfðafræðilega einsleitir og einstaklingar tiltölulega fáir verða þeir mun viðkvæmari fyrir áföllum og líkur á útrýmingu aukast. Því miður verða áföll mun tíðari á næstu árum vegna m.a. loftslagsbreytinga, búsvæðabreytinga og mengunar. Óhófleg veiði og erfðablöndun við eldislax hefur áhrif á erfðabreytileika villta laxastofnsins og stofnar honum í hættu. Þessi umræða um sjókvíaeldi snýst auðvitað um svo margt annað en bara erfðafræði laxastofnsins. Það eru störf í húfi, framþróun, hagvöxtur, matur, afkoma tegundar, plastmengun, samspil lífvera, vistkerfi, náttúra. Náttúran. Þetta er ekki bara spurning um afkomu einnar tegundar. Lífverur vistkerfa eru nátengdar. Þetta á við um öll vistkerfi. Laxinn er einstakur. Hann er bæði fersk- og saltvatnsfiskur. Hann er því tengdur öðrum lífverum sjávar en einnig lífverum sem lifa í ám landsins eða við þær. Þegar ein lífvera hverfur úr vistkerfi eða stofn hennar minnkar stórlega skapast ójafnvægi í þessum samböndum milli lífvera sem getur haft ófyrirséðar afleiðingar. Mörg dæmi eru til þessu til stuðnings, m.a. bjórar í Evrópu og Ameríku, úlfar í Ameríku og hvarf frjóbera um allan heim. Tap líffræðilegrar fjölbreytni, hvort sem það er fjölbreytni innan tegunda eða á milli þeirra, er ein helsta ógn sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Röskun á vistkerfum þýðir röskun á vistkerfisþjónustu sem maðurinn treystir á. Röskun á vistkerfum þýðir m.a. hrun fiskistofna sem maðurinn nýtir sér, minni afköst frjóbera sem spila lykilhlutverk í ræktun ávaxta og rask á kolefnisbindingu. Allt er þetta eitthvað sem ógnar efnahag og samfélagi mannsins ásamt tilveru annarra lífvera á jörðinni. Líffræðileg fjölbreytni er hagsmunamál okkar allra og ætti að vera höfð í fyrirrúmi í öllum ákvarðanatökum. Ég vona að þessi grein hjálpi fólki að mynda upplýsta skoðun um áhrifin sem eldislax hefur á erfðafræði og afkomu villta laxastofnsins. Þessi grein gefur ekki heildarmynd af öllu er tengist sjókvíaeldi og hvet ég ykkur því til að leita upplýsinga um þá þætti er ekki tengjast líffræðilegri fjölbreytni hjá sérfræðingum í öðrum efnum. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Hagvöxtur. Störf. Fæða. Upplýsingaóreiða. Ásakanir. Reiði. Græðgi. Þetta er ekki svo slæmt. Við gerum bara betur næst. Sjókvíaeldisfólk á móti veiðifólki. Upplýsingaóreiða. Það er erfitt að vera ungur í dag. Ég er ekki alltaf viss hverju ég á að trúa. Kannski bara þessum kalli… hann virðist vita hvað hann syngur. Jú, hann segir strokulaxinn minnka verðmæti villta laxastofnsins og stofna honum í hættu. Síðasta vígi villta laxins. Það er slæmt. En hvað með þennan… hann segir það rangt. Ofveiði, ósjálfbærar veiðar eru það sem er að útrýma laxastofninum. Strokulaxar hafa lítil áhrif miðað við það. Já þú meinar. Ég er samt heppin. Ég menntaði mig í líffræði. Ég er með bakgrunn í vísindum. Ég get horft í gegnum þessa upplýsingaóreiðu og myndað mína eigin upplýstu skoðun. En ég veit að ekki allir eru með sama bakgrunn. Þeirra styrkleikar liggja utan lífvísindanna. Þetta er þá kannski fyrir þeim eins og það er að lesa í fjármál fyrir mig, eða laga bílinn minn… ég hringi bara í pabba. Upplýsingaóreiða. Misupplýsingar. Ég er orðin mjög þreytt á því. Það sem virðist einkenna þessa umræðu um sjókvíaeldi er hálfur sannleikur. Fólk varpar ljósi á þær staðreyndir sem styðja mál þeirra en skilur hinar eftir í myrkrinu. Þetta er dæmi um hvernig upplýsingaóreiðunni er fleytt áfram með því að búta niður og beygla vísindin. Þær niðurstöður sem styðja tilgátu þína eru valdar. Hinum er hent. Íslenski laxastofninn er undir álagi vegna veiða, búsvæðabreytinga, loftslagsbreytinga, mengunar, samkeppni við aðrar tegundir og erfðablöndunar við eldislax. Þó einhver þessa þátta sé mögulega meiri álagsvaldur en annar þýðir það ekki að við getum hunsað þá þætti sem ekki styðja okkar málstað. Horfa þarf á heildarmyndina. Segja allan sannleikann. Mig langar að koma því sjónarhorni sem ekki hefur verið áberandi inn í umræðuna um sjókvíaeldi og sleppingar eldislax. Hjálpa til við að segja allan sannleikann. Svo þið getið séð hvað er raunverulega í húfi. Staðreyndin er sú að við lifum á tímum þrefaldrar ógnar. Loftslagsbreytingar, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun ógna lífi á jörðinni eins og við þekkjum það. Þessar ógnir eru nátengdar og sjókvíaeldi kemur þeim öllum við á einn eða annan hátt. Líffræðileg fjölbreytni. Eldislax er erfðafræðilega ólíkur villtum Atlantshafslaxi. Hann hefur verið ræktaður fyrir ákveðna eiginleika sem nýtast í eldi. Eldislax er einnig erfðafræðilega einsleitur þar sem hann er ræktaður upp frá takmörkuðu erfðaúrtaki. Þegar erfðafræðilega einsleitur eldislax sem aðlagaður er eldisumhverfi blandast villtum og erfðafræðilega fjölbreyttum laxi þynnist náttúrulegur fjölbreytileiki villta stofnsins út. Villti stofninn verður einsleitari og gæti tapað genum sem mikilvæg eru til lífsbaráttu í náttúrunni. Þegar stofnar lífvera eru erfðafræðilega einsleitir og einstaklingar tiltölulega fáir verða þeir mun viðkvæmari fyrir áföllum og líkur á útrýmingu aukast. Því miður verða áföll mun tíðari á næstu árum vegna m.a. loftslagsbreytinga, búsvæðabreytinga og mengunar. Óhófleg veiði og erfðablöndun við eldislax hefur áhrif á erfðabreytileika villta laxastofnsins og stofnar honum í hættu. Þessi umræða um sjókvíaeldi snýst auðvitað um svo margt annað en bara erfðafræði laxastofnsins. Það eru störf í húfi, framþróun, hagvöxtur, matur, afkoma tegundar, plastmengun, samspil lífvera, vistkerfi, náttúra. Náttúran. Þetta er ekki bara spurning um afkomu einnar tegundar. Lífverur vistkerfa eru nátengdar. Þetta á við um öll vistkerfi. Laxinn er einstakur. Hann er bæði fersk- og saltvatnsfiskur. Hann er því tengdur öðrum lífverum sjávar en einnig lífverum sem lifa í ám landsins eða við þær. Þegar ein lífvera hverfur úr vistkerfi eða stofn hennar minnkar stórlega skapast ójafnvægi í þessum samböndum milli lífvera sem getur haft ófyrirséðar afleiðingar. Mörg dæmi eru til þessu til stuðnings, m.a. bjórar í Evrópu og Ameríku, úlfar í Ameríku og hvarf frjóbera um allan heim. Tap líffræðilegrar fjölbreytni, hvort sem það er fjölbreytni innan tegunda eða á milli þeirra, er ein helsta ógn sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Röskun á vistkerfum þýðir röskun á vistkerfisþjónustu sem maðurinn treystir á. Röskun á vistkerfum þýðir m.a. hrun fiskistofna sem maðurinn nýtir sér, minni afköst frjóbera sem spila lykilhlutverk í ræktun ávaxta og rask á kolefnisbindingu. Allt er þetta eitthvað sem ógnar efnahag og samfélagi mannsins ásamt tilveru annarra lífvera á jörðinni. Líffræðileg fjölbreytni er hagsmunamál okkar allra og ætti að vera höfð í fyrirrúmi í öllum ákvarðanatökum. Ég vona að þessi grein hjálpi fólki að mynda upplýsta skoðun um áhrifin sem eldislax hefur á erfðafræði og afkomu villta laxastofnsins. Þessi grein gefur ekki heildarmynd af öllu er tengist sjókvíaeldi og hvet ég ykkur því til að leita upplýsinga um þá þætti er ekki tengjast líffræðilegri fjölbreytni hjá sérfræðingum í öðrum efnum. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar