Sleppingar eldislax - Hvað er raunverulega í húfi? Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 12. október 2023 11:30 Hagvöxtur. Störf. Fæða. Upplýsingaóreiða. Ásakanir. Reiði. Græðgi. Þetta er ekki svo slæmt. Við gerum bara betur næst. Sjókvíaeldisfólk á móti veiðifólki. Upplýsingaóreiða. Það er erfitt að vera ungur í dag. Ég er ekki alltaf viss hverju ég á að trúa. Kannski bara þessum kalli… hann virðist vita hvað hann syngur. Jú, hann segir strokulaxinn minnka verðmæti villta laxastofnsins og stofna honum í hættu. Síðasta vígi villta laxins. Það er slæmt. En hvað með þennan… hann segir það rangt. Ofveiði, ósjálfbærar veiðar eru það sem er að útrýma laxastofninum. Strokulaxar hafa lítil áhrif miðað við það. Já þú meinar. Ég er samt heppin. Ég menntaði mig í líffræði. Ég er með bakgrunn í vísindum. Ég get horft í gegnum þessa upplýsingaóreiðu og myndað mína eigin upplýstu skoðun. En ég veit að ekki allir eru með sama bakgrunn. Þeirra styrkleikar liggja utan lífvísindanna. Þetta er þá kannski fyrir þeim eins og það er að lesa í fjármál fyrir mig, eða laga bílinn minn… ég hringi bara í pabba. Upplýsingaóreiða. Misupplýsingar. Ég er orðin mjög þreytt á því. Það sem virðist einkenna þessa umræðu um sjókvíaeldi er hálfur sannleikur. Fólk varpar ljósi á þær staðreyndir sem styðja mál þeirra en skilur hinar eftir í myrkrinu. Þetta er dæmi um hvernig upplýsingaóreiðunni er fleytt áfram með því að búta niður og beygla vísindin. Þær niðurstöður sem styðja tilgátu þína eru valdar. Hinum er hent. Íslenski laxastofninn er undir álagi vegna veiða, búsvæðabreytinga, loftslagsbreytinga, mengunar, samkeppni við aðrar tegundir og erfðablöndunar við eldislax. Þó einhver þessa þátta sé mögulega meiri álagsvaldur en annar þýðir það ekki að við getum hunsað þá þætti sem ekki styðja okkar málstað. Horfa þarf á heildarmyndina. Segja allan sannleikann. Mig langar að koma því sjónarhorni sem ekki hefur verið áberandi inn í umræðuna um sjókvíaeldi og sleppingar eldislax. Hjálpa til við að segja allan sannleikann. Svo þið getið séð hvað er raunverulega í húfi. Staðreyndin er sú að við lifum á tímum þrefaldrar ógnar. Loftslagsbreytingar, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun ógna lífi á jörðinni eins og við þekkjum það. Þessar ógnir eru nátengdar og sjókvíaeldi kemur þeim öllum við á einn eða annan hátt. Líffræðileg fjölbreytni. Eldislax er erfðafræðilega ólíkur villtum Atlantshafslaxi. Hann hefur verið ræktaður fyrir ákveðna eiginleika sem nýtast í eldi. Eldislax er einnig erfðafræðilega einsleitur þar sem hann er ræktaður upp frá takmörkuðu erfðaúrtaki. Þegar erfðafræðilega einsleitur eldislax sem aðlagaður er eldisumhverfi blandast villtum og erfðafræðilega fjölbreyttum laxi þynnist náttúrulegur fjölbreytileiki villta stofnsins út. Villti stofninn verður einsleitari og gæti tapað genum sem mikilvæg eru til lífsbaráttu í náttúrunni. Þegar stofnar lífvera eru erfðafræðilega einsleitir og einstaklingar tiltölulega fáir verða þeir mun viðkvæmari fyrir áföllum og líkur á útrýmingu aukast. Því miður verða áföll mun tíðari á næstu árum vegna m.a. loftslagsbreytinga, búsvæðabreytinga og mengunar. Óhófleg veiði og erfðablöndun við eldislax hefur áhrif á erfðabreytileika villta laxastofnsins og stofnar honum í hættu. Þessi umræða um sjókvíaeldi snýst auðvitað um svo margt annað en bara erfðafræði laxastofnsins. Það eru störf í húfi, framþróun, hagvöxtur, matur, afkoma tegundar, plastmengun, samspil lífvera, vistkerfi, náttúra. Náttúran. Þetta er ekki bara spurning um afkomu einnar tegundar. Lífverur vistkerfa eru nátengdar. Þetta á við um öll vistkerfi. Laxinn er einstakur. Hann er bæði fersk- og saltvatnsfiskur. Hann er því tengdur öðrum lífverum sjávar en einnig lífverum sem lifa í ám landsins eða við þær. Þegar ein lífvera hverfur úr vistkerfi eða stofn hennar minnkar stórlega skapast ójafnvægi í þessum samböndum milli lífvera sem getur haft ófyrirséðar afleiðingar. Mörg dæmi eru til þessu til stuðnings, m.a. bjórar í Evrópu og Ameríku, úlfar í Ameríku og hvarf frjóbera um allan heim. Tap líffræðilegrar fjölbreytni, hvort sem það er fjölbreytni innan tegunda eða á milli þeirra, er ein helsta ógn sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Röskun á vistkerfum þýðir röskun á vistkerfisþjónustu sem maðurinn treystir á. Röskun á vistkerfum þýðir m.a. hrun fiskistofna sem maðurinn nýtir sér, minni afköst frjóbera sem spila lykilhlutverk í ræktun ávaxta og rask á kolefnisbindingu. Allt er þetta eitthvað sem ógnar efnahag og samfélagi mannsins ásamt tilveru annarra lífvera á jörðinni. Líffræðileg fjölbreytni er hagsmunamál okkar allra og ætti að vera höfð í fyrirrúmi í öllum ákvarðanatökum. Ég vona að þessi grein hjálpi fólki að mynda upplýsta skoðun um áhrifin sem eldislax hefur á erfðafræði og afkomu villta laxastofnsins. Þessi grein gefur ekki heildarmynd af öllu er tengist sjókvíaeldi og hvet ég ykkur því til að leita upplýsinga um þá þætti er ekki tengjast líffræðilegri fjölbreytni hjá sérfræðingum í öðrum efnum. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Hagvöxtur. Störf. Fæða. Upplýsingaóreiða. Ásakanir. Reiði. Græðgi. Þetta er ekki svo slæmt. Við gerum bara betur næst. Sjókvíaeldisfólk á móti veiðifólki. Upplýsingaóreiða. Það er erfitt að vera ungur í dag. Ég er ekki alltaf viss hverju ég á að trúa. Kannski bara þessum kalli… hann virðist vita hvað hann syngur. Jú, hann segir strokulaxinn minnka verðmæti villta laxastofnsins og stofna honum í hættu. Síðasta vígi villta laxins. Það er slæmt. En hvað með þennan… hann segir það rangt. Ofveiði, ósjálfbærar veiðar eru það sem er að útrýma laxastofninum. Strokulaxar hafa lítil áhrif miðað við það. Já þú meinar. Ég er samt heppin. Ég menntaði mig í líffræði. Ég er með bakgrunn í vísindum. Ég get horft í gegnum þessa upplýsingaóreiðu og myndað mína eigin upplýstu skoðun. En ég veit að ekki allir eru með sama bakgrunn. Þeirra styrkleikar liggja utan lífvísindanna. Þetta er þá kannski fyrir þeim eins og það er að lesa í fjármál fyrir mig, eða laga bílinn minn… ég hringi bara í pabba. Upplýsingaóreiða. Misupplýsingar. Ég er orðin mjög þreytt á því. Það sem virðist einkenna þessa umræðu um sjókvíaeldi er hálfur sannleikur. Fólk varpar ljósi á þær staðreyndir sem styðja mál þeirra en skilur hinar eftir í myrkrinu. Þetta er dæmi um hvernig upplýsingaóreiðunni er fleytt áfram með því að búta niður og beygla vísindin. Þær niðurstöður sem styðja tilgátu þína eru valdar. Hinum er hent. Íslenski laxastofninn er undir álagi vegna veiða, búsvæðabreytinga, loftslagsbreytinga, mengunar, samkeppni við aðrar tegundir og erfðablöndunar við eldislax. Þó einhver þessa þátta sé mögulega meiri álagsvaldur en annar þýðir það ekki að við getum hunsað þá þætti sem ekki styðja okkar málstað. Horfa þarf á heildarmyndina. Segja allan sannleikann. Mig langar að koma því sjónarhorni sem ekki hefur verið áberandi inn í umræðuna um sjókvíaeldi og sleppingar eldislax. Hjálpa til við að segja allan sannleikann. Svo þið getið séð hvað er raunverulega í húfi. Staðreyndin er sú að við lifum á tímum þrefaldrar ógnar. Loftslagsbreytingar, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun ógna lífi á jörðinni eins og við þekkjum það. Þessar ógnir eru nátengdar og sjókvíaeldi kemur þeim öllum við á einn eða annan hátt. Líffræðileg fjölbreytni. Eldislax er erfðafræðilega ólíkur villtum Atlantshafslaxi. Hann hefur verið ræktaður fyrir ákveðna eiginleika sem nýtast í eldi. Eldislax er einnig erfðafræðilega einsleitur þar sem hann er ræktaður upp frá takmörkuðu erfðaúrtaki. Þegar erfðafræðilega einsleitur eldislax sem aðlagaður er eldisumhverfi blandast villtum og erfðafræðilega fjölbreyttum laxi þynnist náttúrulegur fjölbreytileiki villta stofnsins út. Villti stofninn verður einsleitari og gæti tapað genum sem mikilvæg eru til lífsbaráttu í náttúrunni. Þegar stofnar lífvera eru erfðafræðilega einsleitir og einstaklingar tiltölulega fáir verða þeir mun viðkvæmari fyrir áföllum og líkur á útrýmingu aukast. Því miður verða áföll mun tíðari á næstu árum vegna m.a. loftslagsbreytinga, búsvæðabreytinga og mengunar. Óhófleg veiði og erfðablöndun við eldislax hefur áhrif á erfðabreytileika villta laxastofnsins og stofnar honum í hættu. Þessi umræða um sjókvíaeldi snýst auðvitað um svo margt annað en bara erfðafræði laxastofnsins. Það eru störf í húfi, framþróun, hagvöxtur, matur, afkoma tegundar, plastmengun, samspil lífvera, vistkerfi, náttúra. Náttúran. Þetta er ekki bara spurning um afkomu einnar tegundar. Lífverur vistkerfa eru nátengdar. Þetta á við um öll vistkerfi. Laxinn er einstakur. Hann er bæði fersk- og saltvatnsfiskur. Hann er því tengdur öðrum lífverum sjávar en einnig lífverum sem lifa í ám landsins eða við þær. Þegar ein lífvera hverfur úr vistkerfi eða stofn hennar minnkar stórlega skapast ójafnvægi í þessum samböndum milli lífvera sem getur haft ófyrirséðar afleiðingar. Mörg dæmi eru til þessu til stuðnings, m.a. bjórar í Evrópu og Ameríku, úlfar í Ameríku og hvarf frjóbera um allan heim. Tap líffræðilegrar fjölbreytni, hvort sem það er fjölbreytni innan tegunda eða á milli þeirra, er ein helsta ógn sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Röskun á vistkerfum þýðir röskun á vistkerfisþjónustu sem maðurinn treystir á. Röskun á vistkerfum þýðir m.a. hrun fiskistofna sem maðurinn nýtir sér, minni afköst frjóbera sem spila lykilhlutverk í ræktun ávaxta og rask á kolefnisbindingu. Allt er þetta eitthvað sem ógnar efnahag og samfélagi mannsins ásamt tilveru annarra lífvera á jörðinni. Líffræðileg fjölbreytni er hagsmunamál okkar allra og ætti að vera höfð í fyrirrúmi í öllum ákvarðanatökum. Ég vona að þessi grein hjálpi fólki að mynda upplýsta skoðun um áhrifin sem eldislax hefur á erfðafræði og afkomu villta laxastofnsins. Þessi grein gefur ekki heildarmynd af öllu er tengist sjókvíaeldi og hvet ég ykkur því til að leita upplýsinga um þá þætti er ekki tengjast líffræðilegri fjölbreytni hjá sérfræðingum í öðrum efnum. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun