„Stríð er ekki róleg skógarferð“ Tom Brenner skrifar 12. október 2023 11:01 Óvissuferð Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang. Loftið í Ashkelon er mettað með sætum ilm rotnandi líkja. Lík flestra almennra borgara er búið að fjarlægja, en marga blóðbletti má sjá á almannafæri. Ekki sá ég beint ódæðisverkin, en þökk sé samfélagsmiðlum á borð við Telegram, þá getur hver sem það kýs horft á misþyrmt lík Þýskrar konu, eða, fyrir lengra komna í ofbeldiskláminu, afhöfðun Tælensks manns með skóflu. Erfitt er að segja hvort hafi gerst fyrr: Þýska konan verið myrt, eða mjaðmirnar teknar úr liði og hún—orðrétt—brotin á bak aftur—en án efa var Tælendingurinn á lífi er „frelsisbaráttumenn“ Hamas tóku hann af lífi með skóflunni. Ekki róleg skógarferð Nýlega gaf félagið Ísland–Palestína (FÍP) frá sér yfirlýsingu sem hefst á fordæmingu allra árasa á almenna borgara. Þessi fordæming kemur ekki heim og saman við deilingu formanns félagsins á færslum sem upphefja rétt Palestínu til að „verja sig". Að því tilefni finnst undirrituðum rétt að samræma orðræðunni, svo einfaldast sé fyrir flesta að sjá bjálkann í eigin auga, eða a.m.k reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. Rök (ef rök skal kalla) þeirra sem eiga hvað erfiðast að fjarlægja sig frá gjörðum Hamas má draga saman í grófum dráttum þannig: vondir hlutir gerast í stríði, og þeir sem lenda í þeim eiga það hvort eð skilið. Þessa afstöðu endurspegla ummæli á borð við „stríð er ekki róleg skógarferð“, en það hafði formaður FÍP að segja um örlög Þýsku konunnar, þeirrar sömu og vitnað er í að ofan; og „Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning... [fyrst að] allir [eru] í varaliðinu“, eins og haft var eftir fyrrverandi formanni FÍP um fórnarlömb árasar Hamas, en þau heppnu meðal þeirra voru tekin af lífi samstundis, meðan að hin voru tekin til Gaza, þar sem örlög verri en dauðinn biðu þeirra. Ef við gleymum aðeins börnunum sem Hamas myrtu í þessari innrás í Ísrael—en þau voru jú allt niður í nýfædd—þá virðist að ríkisborgurum margra landa (Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Filippseyja, Frakklands, Indlands, Kína, Nepals, Tælands og Þýskalands—og væntanlega fleiri) hafi láðst að sækja um laun hjá ísraelska hernum. En svona til að einfalda orðræðuna vil ég bara biðja þá sem hafa ákveðið, til að afsaka eigin afstöðu, að stríð sé ekki róleg skógarferð: Sýnið smá heiðarleika, haldið ykkur við þetta nýja skilyrðislausa skylduboðið ykkar, og hættið að væla og velta ykkur upp úr hverju einustu meintu mannréttindabroti Ísraela héðan í frá. Með öðrum orðum, helst haldiði bara kjafti. Stríðsrekstur verður nefnilega svo miklu auðveldari um leið og allir tileinka sér þetta nýja siðferði FÍP. Höfundur er efnafræðingur og prófarkalesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Óvissuferð Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang. Loftið í Ashkelon er mettað með sætum ilm rotnandi líkja. Lík flestra almennra borgara er búið að fjarlægja, en marga blóðbletti má sjá á almannafæri. Ekki sá ég beint ódæðisverkin, en þökk sé samfélagsmiðlum á borð við Telegram, þá getur hver sem það kýs horft á misþyrmt lík Þýskrar konu, eða, fyrir lengra komna í ofbeldiskláminu, afhöfðun Tælensks manns með skóflu. Erfitt er að segja hvort hafi gerst fyrr: Þýska konan verið myrt, eða mjaðmirnar teknar úr liði og hún—orðrétt—brotin á bak aftur—en án efa var Tælendingurinn á lífi er „frelsisbaráttumenn“ Hamas tóku hann af lífi með skóflunni. Ekki róleg skógarferð Nýlega gaf félagið Ísland–Palestína (FÍP) frá sér yfirlýsingu sem hefst á fordæmingu allra árasa á almenna borgara. Þessi fordæming kemur ekki heim og saman við deilingu formanns félagsins á færslum sem upphefja rétt Palestínu til að „verja sig". Að því tilefni finnst undirrituðum rétt að samræma orðræðunni, svo einfaldast sé fyrir flesta að sjá bjálkann í eigin auga, eða a.m.k reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. Rök (ef rök skal kalla) þeirra sem eiga hvað erfiðast að fjarlægja sig frá gjörðum Hamas má draga saman í grófum dráttum þannig: vondir hlutir gerast í stríði, og þeir sem lenda í þeim eiga það hvort eð skilið. Þessa afstöðu endurspegla ummæli á borð við „stríð er ekki róleg skógarferð“, en það hafði formaður FÍP að segja um örlög Þýsku konunnar, þeirrar sömu og vitnað er í að ofan; og „Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning... [fyrst að] allir [eru] í varaliðinu“, eins og haft var eftir fyrrverandi formanni FÍP um fórnarlömb árasar Hamas, en þau heppnu meðal þeirra voru tekin af lífi samstundis, meðan að hin voru tekin til Gaza, þar sem örlög verri en dauðinn biðu þeirra. Ef við gleymum aðeins börnunum sem Hamas myrtu í þessari innrás í Ísrael—en þau voru jú allt niður í nýfædd—þá virðist að ríkisborgurum margra landa (Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Filippseyja, Frakklands, Indlands, Kína, Nepals, Tælands og Þýskalands—og væntanlega fleiri) hafi láðst að sækja um laun hjá ísraelska hernum. En svona til að einfalda orðræðuna vil ég bara biðja þá sem hafa ákveðið, til að afsaka eigin afstöðu, að stríð sé ekki róleg skógarferð: Sýnið smá heiðarleika, haldið ykkur við þetta nýja skilyrðislausa skylduboðið ykkar, og hættið að væla og velta ykkur upp úr hverju einustu meintu mannréttindabroti Ísraela héðan í frá. Með öðrum orðum, helst haldiði bara kjafti. Stríðsrekstur verður nefnilega svo miklu auðveldari um leið og allir tileinka sér þetta nýja siðferði FÍP. Höfundur er efnafræðingur og prófarkalesari.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun