Aðdáendur geta ekki beðið í ljósi nýjustu stórfrétta frá UFC Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 09:00 Það er ansi bitastætt bardagakvöld framundan hjá UFC í Abu Dhabi Vísir/Samsett mynd Það mætti með sanni segja að síðustu tveir sólarhringar hafi verið ansi viðburðaríkir hjá UFC sem hefur með skömmu millibili þurft að gera ansi drastískar breytingar á einu af, ef ekki stærsta bardagakvöldi ársins. Þær breytingar sem hafa þó verið gerðar á tveimur af aðalbardögum kvöldsins eru að falla ansi vel í kramið. UFC 294 bardagakvöldið mun fara fram í Abu Dhabi þann 21. október næstkomandi. Aðalbardagi kvöldsins var af því tagi að hann fékk aðdáendur UFC til að slefa. Þar átti Islam Makhachev, ríkjandi meistari léttvigtar deildarinnar að mæta hinum reynslumikla Charles Oliveira í bardaga sem hefði verið annar bardaginn á milli þessara kappa. Makhachev vann þann fyrri með uppgjafartaki í annarri lotu í október í fyrra. Charles Oliveira og Islam Mackhachev muni ekki mætast á nyVísir/Getty Hins vegar bárust af því fréttir núna í vikunni að Oliveira myndi ekki geta mætt til leiks í Abu Dhabi. Hann hafði fengið slæman skurð á æfingu, fyrir ofan aðra augabrúnina. Meiðsli sem halda honum frá keppni. Skipuleggjendur UFC þurftu því að hafa hraðar hendur, finna nýjan andstæðing fyrir Islam. Andstæðing sem væri til í að hoppa inn í átthyrninginn með einum af helstu hörkutólum UFC og það með afar skömmum fyrir vara. Sá maður er fundinn og allt í einu er aðalbardagi kvöldsins orðinn miklu stærri en hann var með viðureign Makhachev við Oliveira. Ástralinn Alexander Volkanovski, ríkjandi meistari fjaðurvigtar deildarinnar, skorast ekki undan svona áskorun og fær hann í bardaganum við Makhachev tækifæri til þess að hefna fyrir tapið í síðasta bardaga kappanna. Volkanovski og Islam hafa áður mæst í bardagabúrinuVísir/Getty Sá fimm lotu bardagi fór alla leið í dómaraúrskurð þar sem Makhachev var dæmdur sigur. En með þessu var ekki öll sagan sögð. Fleiri stórar vendingar áttu eftir að eiga sér stað varðandi UFC 294 Annar af stærstu bardögum kvöldsins átti að vera bardagi hins ósigraða Khamzat Chimaev, sem komið hefur eins og stormsveipur inn í UFC, við Brasilíumanninn Paulo Costa. Khamzat er einn af mest spennandi bardagamönnum UFC um þessar mundir og í Paulo Costa hefði hann mætt afar verðugum andstæðingi sem hefur aðeins tapað tveimur bardögum á sínum ferli í UFC. Hins vegar meiddist Paulo Costa, líkt og Charles Oliveira, í aðdraganda bardagans. Costa virðist hafa fengið afar slæma sýkingu í olnboga. Hann var lagður inn á sjúkrahús og undirgekkst þar skurðaðgerð. Paulo Costa verður fjarri góðu gamni á UFC 294Vísir/Getty Nígeríska martröðin reynir að slökkva í Khamzat Hann mun því ekki geta tekið þátt á UFC 294 og leit UFC að nýjum andstæðingi fyrir Khamzat skilaði niðurstöðu sem æsir upp í aðdáendum. Nígeríska martröðin Kamaru Usman, fyrrum meistari veltivigtardeildarinnar ætlar að taka skrefið inn í átthyrninginn og mæta Khamzat. Kamaru Usman var eitt sinn veltivigtar meistariVísir/Getty Usman var á sínum tíma á fimmtán bardaga sigurgöngu, hafði varið meistarabelti veltivigtar deildarinnar oft og mörgum sinnum en hefur nú í tvígang tapað titilbardaga við Bretann Leon Edwards. Þessi fyrrum meistari er að fara mæta stórri áskorun í búrinu í Khamzat Chimaev en aðdáendur UFC geta ekki beðið eftir bardagakvöldinu. Khamzat Chimaev er maðurinn sem stelur öllum fyrirsögnum í tengslum við UFC Vísir/Getty MMA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Sjá meira
UFC 294 bardagakvöldið mun fara fram í Abu Dhabi þann 21. október næstkomandi. Aðalbardagi kvöldsins var af því tagi að hann fékk aðdáendur UFC til að slefa. Þar átti Islam Makhachev, ríkjandi meistari léttvigtar deildarinnar að mæta hinum reynslumikla Charles Oliveira í bardaga sem hefði verið annar bardaginn á milli þessara kappa. Makhachev vann þann fyrri með uppgjafartaki í annarri lotu í október í fyrra. Charles Oliveira og Islam Mackhachev muni ekki mætast á nyVísir/Getty Hins vegar bárust af því fréttir núna í vikunni að Oliveira myndi ekki geta mætt til leiks í Abu Dhabi. Hann hafði fengið slæman skurð á æfingu, fyrir ofan aðra augabrúnina. Meiðsli sem halda honum frá keppni. Skipuleggjendur UFC þurftu því að hafa hraðar hendur, finna nýjan andstæðing fyrir Islam. Andstæðing sem væri til í að hoppa inn í átthyrninginn með einum af helstu hörkutólum UFC og það með afar skömmum fyrir vara. Sá maður er fundinn og allt í einu er aðalbardagi kvöldsins orðinn miklu stærri en hann var með viðureign Makhachev við Oliveira. Ástralinn Alexander Volkanovski, ríkjandi meistari fjaðurvigtar deildarinnar, skorast ekki undan svona áskorun og fær hann í bardaganum við Makhachev tækifæri til þess að hefna fyrir tapið í síðasta bardaga kappanna. Volkanovski og Islam hafa áður mæst í bardagabúrinuVísir/Getty Sá fimm lotu bardagi fór alla leið í dómaraúrskurð þar sem Makhachev var dæmdur sigur. En með þessu var ekki öll sagan sögð. Fleiri stórar vendingar áttu eftir að eiga sér stað varðandi UFC 294 Annar af stærstu bardögum kvöldsins átti að vera bardagi hins ósigraða Khamzat Chimaev, sem komið hefur eins og stormsveipur inn í UFC, við Brasilíumanninn Paulo Costa. Khamzat er einn af mest spennandi bardagamönnum UFC um þessar mundir og í Paulo Costa hefði hann mætt afar verðugum andstæðingi sem hefur aðeins tapað tveimur bardögum á sínum ferli í UFC. Hins vegar meiddist Paulo Costa, líkt og Charles Oliveira, í aðdraganda bardagans. Costa virðist hafa fengið afar slæma sýkingu í olnboga. Hann var lagður inn á sjúkrahús og undirgekkst þar skurðaðgerð. Paulo Costa verður fjarri góðu gamni á UFC 294Vísir/Getty Nígeríska martröðin reynir að slökkva í Khamzat Hann mun því ekki geta tekið þátt á UFC 294 og leit UFC að nýjum andstæðingi fyrir Khamzat skilaði niðurstöðu sem æsir upp í aðdáendum. Nígeríska martröðin Kamaru Usman, fyrrum meistari veltivigtardeildarinnar ætlar að taka skrefið inn í átthyrninginn og mæta Khamzat. Kamaru Usman var eitt sinn veltivigtar meistariVísir/Getty Usman var á sínum tíma á fimmtán bardaga sigurgöngu, hafði varið meistarabelti veltivigtar deildarinnar oft og mörgum sinnum en hefur nú í tvígang tapað titilbardaga við Bretann Leon Edwards. Þessi fyrrum meistari er að fara mæta stórri áskorun í búrinu í Khamzat Chimaev en aðdáendur UFC geta ekki beðið eftir bardagakvöldinu. Khamzat Chimaev er maðurinn sem stelur öllum fyrirsögnum í tengslum við UFC Vísir/Getty
MMA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Sjá meira