Skammaðist sín fyrir mömmu sína og upplifði sig eina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. október 2023 07:00 Sigríður Gísladóttir hefur bæði verið aðstandandi einstaklings með andleg veikindi og einnig glímt sjálf við slík veikindi. Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar og framkvæmdastjóri Okkar heims, segist hafa skammast sín fyrir andleg veikindi móður sinnar þegar hún var lítil. Hún segir börn upplifa sig ein í slíkum aðstæðum þó rannsóknir sýni að fimmta hvert barn sé í slíkum aðstæðum. Sigríður er annar viðmælandi Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði þar sem samtökin standa fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Hún segir geðrænan vanda hafa litað líf sitt, sjálf hafi hún barist við slík veikindi og átt móður í sömu sporum. Klippa: Sigríður Gísladóttir - Landssamtökin Geðhjálp Markmið átaks Landssamtaka Geðhjálpar er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. „Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á www.geðheilbrigdi.is og koma þar á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi.“ Litaði lífið „Geðrænn vandi er eitthvað sem hefur litað líf mitt. Í rauninni mest af því sem hefur verið í mínu lífi. Mamma mín hefur barist við og barðist við geðræn veikindi frá því að ég man eftir mér, þannig að þetta er bara eitthvað sem ég ólst upp við og þekkti í rauninni ekkert annað.“ Sigríður segir að sín eigin veikindi hafi farið að láta á sér kræla þegar hún var sautján ára. Þau hafi verið stigvaxandi. „Og ég barðist við alvarlega átröskun í fimm ár. Þannig að það má segja að þetta hafi litað líf mitt og kannski líka tækifæri mín sem barn og ungmenni.“ Upplifði gríðarlega skömm Sigríður segir að það sé allur gangur á því hvernig það er að vera barn og eiga foreldra sem glími við geðrænan vanda. Vandinn geti verið þungur eða léttari og á því sé allur gangur. „Mín upplifun var sú að þetta var mjög erfitt. Þetta var þungur vandi og litaði allt mitt tilfinningalíf. Ég upplifði alveg gríðarlega skömm af því að eiga foreldri sem var að glíma við þessi veikindi,“ segir Sigríður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið af því að sér fyndist eitthvað persónulega af því. Þar hafi umhverfið, bíómyndir, skólinn og það hvernig talað er um fólk sem glímir við geðræn veikindi og geðrænar áskoranir haft áhrif. „Þannig að ég var rosalega lituð af því og hugsaði að þetta væri ekki eitthvað sem ég segi. Þetta er skammarlegt. Mamma er þá ekki jafn flott ef ég segi frá þessu. Það er þessi djúpa skömm sem lifir með manni langt fram á fullorðinsárin sem maður þarf alveg að opna eins og lauk til að reyna að fara inn í kjarnann á þessari skömm.“ Eins og hún væri eina barnið í þessum aðstæðum Sigríður segir skömmina hafa verið einkennandi fyrir sitt líf sem barn. Hún hafi verið alveg gífurlega einmana. „Af því að ég upplifði mig svo rosalega eina í heiminum með þetta vandamál. Ég upplifði að það væru engin önnur börn í kringum mig sem eru í þessari stöðu. Af hverju er ég eina barnið?“ Sigríður segir rannsóknir sýna að það sé einmitt það sem börn upplifi í slíkri stöðu. Enda sé ekki talað um andleg veikindi. „Það er ekki talað um þetta í skólanum. Samt hafa alþjóðlegar rannsóknir sýnt að yfirleitt er þetta eitt af hverjum fimm börnum sem eiga foreldra sem glíma við geðrænan vanda, þannig að þetta er mjög algengt. En það er ekki talað um þetta og þá hugsar maður: Ég er eina barnið.“ Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Sigríður er annar viðmælandi Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði þar sem samtökin standa fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Hún segir geðrænan vanda hafa litað líf sitt, sjálf hafi hún barist við slík veikindi og átt móður í sömu sporum. Klippa: Sigríður Gísladóttir - Landssamtökin Geðhjálp Markmið átaks Landssamtaka Geðhjálpar er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. „Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á www.geðheilbrigdi.is og koma þar á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi.“ Litaði lífið „Geðrænn vandi er eitthvað sem hefur litað líf mitt. Í rauninni mest af því sem hefur verið í mínu lífi. Mamma mín hefur barist við og barðist við geðræn veikindi frá því að ég man eftir mér, þannig að þetta er bara eitthvað sem ég ólst upp við og þekkti í rauninni ekkert annað.“ Sigríður segir að sín eigin veikindi hafi farið að láta á sér kræla þegar hún var sautján ára. Þau hafi verið stigvaxandi. „Og ég barðist við alvarlega átröskun í fimm ár. Þannig að það má segja að þetta hafi litað líf mitt og kannski líka tækifæri mín sem barn og ungmenni.“ Upplifði gríðarlega skömm Sigríður segir að það sé allur gangur á því hvernig það er að vera barn og eiga foreldra sem glími við geðrænan vanda. Vandinn geti verið þungur eða léttari og á því sé allur gangur. „Mín upplifun var sú að þetta var mjög erfitt. Þetta var þungur vandi og litaði allt mitt tilfinningalíf. Ég upplifði alveg gríðarlega skömm af því að eiga foreldri sem var að glíma við þessi veikindi,“ segir Sigríður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið af því að sér fyndist eitthvað persónulega af því. Þar hafi umhverfið, bíómyndir, skólinn og það hvernig talað er um fólk sem glímir við geðræn veikindi og geðrænar áskoranir haft áhrif. „Þannig að ég var rosalega lituð af því og hugsaði að þetta væri ekki eitthvað sem ég segi. Þetta er skammarlegt. Mamma er þá ekki jafn flott ef ég segi frá þessu. Það er þessi djúpa skömm sem lifir með manni langt fram á fullorðinsárin sem maður þarf alveg að opna eins og lauk til að reyna að fara inn í kjarnann á þessari skömm.“ Eins og hún væri eina barnið í þessum aðstæðum Sigríður segir skömmina hafa verið einkennandi fyrir sitt líf sem barn. Hún hafi verið alveg gífurlega einmana. „Af því að ég upplifði mig svo rosalega eina í heiminum með þetta vandamál. Ég upplifði að það væru engin önnur börn í kringum mig sem eru í þessari stöðu. Af hverju er ég eina barnið?“ Sigríður segir rannsóknir sýna að það sé einmitt það sem börn upplifi í slíkri stöðu. Enda sé ekki talað um andleg veikindi. „Það er ekki talað um þetta í skólanum. Samt hafa alþjóðlegar rannsóknir sýnt að yfirleitt er þetta eitt af hverjum fimm börnum sem eiga foreldra sem glíma við geðrænan vanda, þannig að þetta er mjög algengt. En það er ekki talað um þetta og þá hugsar maður: Ég er eina barnið.“
Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira