Skammaðist sín fyrir mömmu sína og upplifði sig eina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. október 2023 07:00 Sigríður Gísladóttir hefur bæði verið aðstandandi einstaklings með andleg veikindi og einnig glímt sjálf við slík veikindi. Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar og framkvæmdastjóri Okkar heims, segist hafa skammast sín fyrir andleg veikindi móður sinnar þegar hún var lítil. Hún segir börn upplifa sig ein í slíkum aðstæðum þó rannsóknir sýni að fimmta hvert barn sé í slíkum aðstæðum. Sigríður er annar viðmælandi Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði þar sem samtökin standa fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Hún segir geðrænan vanda hafa litað líf sitt, sjálf hafi hún barist við slík veikindi og átt móður í sömu sporum. Klippa: Sigríður Gísladóttir - Landssamtökin Geðhjálp Markmið átaks Landssamtaka Geðhjálpar er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. „Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á www.geðheilbrigdi.is og koma þar á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi.“ Litaði lífið „Geðrænn vandi er eitthvað sem hefur litað líf mitt. Í rauninni mest af því sem hefur verið í mínu lífi. Mamma mín hefur barist við og barðist við geðræn veikindi frá því að ég man eftir mér, þannig að þetta er bara eitthvað sem ég ólst upp við og þekkti í rauninni ekkert annað.“ Sigríður segir að sín eigin veikindi hafi farið að láta á sér kræla þegar hún var sautján ára. Þau hafi verið stigvaxandi. „Og ég barðist við alvarlega átröskun í fimm ár. Þannig að það má segja að þetta hafi litað líf mitt og kannski líka tækifæri mín sem barn og ungmenni.“ Upplifði gríðarlega skömm Sigríður segir að það sé allur gangur á því hvernig það er að vera barn og eiga foreldra sem glími við geðrænan vanda. Vandinn geti verið þungur eða léttari og á því sé allur gangur. „Mín upplifun var sú að þetta var mjög erfitt. Þetta var þungur vandi og litaði allt mitt tilfinningalíf. Ég upplifði alveg gríðarlega skömm af því að eiga foreldri sem var að glíma við þessi veikindi,“ segir Sigríður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið af því að sér fyndist eitthvað persónulega af því. Þar hafi umhverfið, bíómyndir, skólinn og það hvernig talað er um fólk sem glímir við geðræn veikindi og geðrænar áskoranir haft áhrif. „Þannig að ég var rosalega lituð af því og hugsaði að þetta væri ekki eitthvað sem ég segi. Þetta er skammarlegt. Mamma er þá ekki jafn flott ef ég segi frá þessu. Það er þessi djúpa skömm sem lifir með manni langt fram á fullorðinsárin sem maður þarf alveg að opna eins og lauk til að reyna að fara inn í kjarnann á þessari skömm.“ Eins og hún væri eina barnið í þessum aðstæðum Sigríður segir skömmina hafa verið einkennandi fyrir sitt líf sem barn. Hún hafi verið alveg gífurlega einmana. „Af því að ég upplifði mig svo rosalega eina í heiminum með þetta vandamál. Ég upplifði að það væru engin önnur börn í kringum mig sem eru í þessari stöðu. Af hverju er ég eina barnið?“ Sigríður segir rannsóknir sýna að það sé einmitt það sem börn upplifi í slíkri stöðu. Enda sé ekki talað um andleg veikindi. „Það er ekki talað um þetta í skólanum. Samt hafa alþjóðlegar rannsóknir sýnt að yfirleitt er þetta eitt af hverjum fimm börnum sem eiga foreldra sem glíma við geðrænan vanda, þannig að þetta er mjög algengt. En það er ekki talað um þetta og þá hugsar maður: Ég er eina barnið.“ Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Sigríður er annar viðmælandi Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði þar sem samtökin standa fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Hún segir geðrænan vanda hafa litað líf sitt, sjálf hafi hún barist við slík veikindi og átt móður í sömu sporum. Klippa: Sigríður Gísladóttir - Landssamtökin Geðhjálp Markmið átaks Landssamtaka Geðhjálpar er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. „Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á www.geðheilbrigdi.is og koma þar á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi.“ Litaði lífið „Geðrænn vandi er eitthvað sem hefur litað líf mitt. Í rauninni mest af því sem hefur verið í mínu lífi. Mamma mín hefur barist við og barðist við geðræn veikindi frá því að ég man eftir mér, þannig að þetta er bara eitthvað sem ég ólst upp við og þekkti í rauninni ekkert annað.“ Sigríður segir að sín eigin veikindi hafi farið að láta á sér kræla þegar hún var sautján ára. Þau hafi verið stigvaxandi. „Og ég barðist við alvarlega átröskun í fimm ár. Þannig að það má segja að þetta hafi litað líf mitt og kannski líka tækifæri mín sem barn og ungmenni.“ Upplifði gríðarlega skömm Sigríður segir að það sé allur gangur á því hvernig það er að vera barn og eiga foreldra sem glími við geðrænan vanda. Vandinn geti verið þungur eða léttari og á því sé allur gangur. „Mín upplifun var sú að þetta var mjög erfitt. Þetta var þungur vandi og litaði allt mitt tilfinningalíf. Ég upplifði alveg gríðarlega skömm af því að eiga foreldri sem var að glíma við þessi veikindi,“ segir Sigríður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið af því að sér fyndist eitthvað persónulega af því. Þar hafi umhverfið, bíómyndir, skólinn og það hvernig talað er um fólk sem glímir við geðræn veikindi og geðrænar áskoranir haft áhrif. „Þannig að ég var rosalega lituð af því og hugsaði að þetta væri ekki eitthvað sem ég segi. Þetta er skammarlegt. Mamma er þá ekki jafn flott ef ég segi frá þessu. Það er þessi djúpa skömm sem lifir með manni langt fram á fullorðinsárin sem maður þarf alveg að opna eins og lauk til að reyna að fara inn í kjarnann á þessari skömm.“ Eins og hún væri eina barnið í þessum aðstæðum Sigríður segir skömmina hafa verið einkennandi fyrir sitt líf sem barn. Hún hafi verið alveg gífurlega einmana. „Af því að ég upplifði mig svo rosalega eina í heiminum með þetta vandamál. Ég upplifði að það væru engin önnur börn í kringum mig sem eru í þessari stöðu. Af hverju er ég eina barnið?“ Sigríður segir rannsóknir sýna að það sé einmitt það sem börn upplifi í slíkri stöðu. Enda sé ekki talað um andleg veikindi. „Það er ekki talað um þetta í skólanum. Samt hafa alþjóðlegar rannsóknir sýnt að yfirleitt er þetta eitt af hverjum fimm börnum sem eiga foreldra sem glíma við geðrænan vanda, þannig að þetta er mjög algengt. En það er ekki talað um þetta og þá hugsar maður: Ég er eina barnið.“
Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið