Orðnir vinir aftur eftir árás vegna fyrrverandi kærustu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 13:27 Árásin átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn blóðugur í andliti og vankaður. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart öðrum manni, vini sínum til margra ára sem hafði byrjað með fyrrverandi kærustu árásarmannsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hinn manninn ítrekað í höfuðið með hnúajárni eða öðru álíka höggvopni. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka og sár á vinstra eyra. Atvik málsins áttu sér stað í ágúst árið 2020 í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var árásin yfirstaðin. Fram kemur að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti og virtist vankaður, en gat þó tjáð lögreglu um árásina. „Þú ert fokking dauður“ Unnusta brotaþolans varð vitni að árásinni, en hún tjáði lögreglu að árásarmaðurinn og brotaþolinn hefðu verið bestu vinir áður fyrr. Sjálf hefði hún áður verið kærasta árásarmannsins, en þegar hann hafi komist að því að hún og brotaþoli væru saman hefði hann brugðist illa við. Hann hefði hótað brotaþola líkamsmeiðingum og lífláti og síðan framið umrædda árás. Í dómnum lágu fyrir skilaboð sem maðurinn sendi brotaþola. Þau voru: „Þú ert fokking dauður“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, en árásarmaðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi tók árásarmaðurinn undir lýsingu unnustunnar. Hann sagðist hafa verið í mjög mikilli neyslu og reiður út í brotaþola, sem væri vinur hans til margra ára, og hefði byrjað með fyrrverandi kærustu sinni. Hann hafi rekist á hann og misst stjórn á skapi sínu og framið árásina. Samkvæmt framburði árásarmannsins sló hann brotaþolann í andlitið fyrir utan strætisvagn. Brotaþolinn reyndi þá að koma sér undan en árásarmaðurinn haldið áfram að slá hann. Brotaþolinn hafi hlaupið inn í ótilgreint hús og maðurinn á eftir honum sem hafi slegið hann tvisvar til þrisvar sinnum í viðbót. Orðnir vinir aftur Bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn héldu því fram fyrir dómi að þeir hefðu náð sáttum. Brotaþolinn sagði árásarmanninn góðan vin sinn og árásarmaðurinn sagði þá hittast reglulega. Þá kom fram fyrir dómi að unnusta brotaþolans væri ekki lengur í sambandi með honum. Stóð í kaupum og sölu á hnúajárnum Aðspurður út í notkun hnúajárns við árásina sagðist árásarmaðurinn ekki kannast við það, en bar fyrir sig að hann myndi illa eftir atvikum. Í lögregluskýrslu hélt unnustan því fram að á meðan hún og árásarmaðurinn hafi verið saman hafi hann stundað kaup og sölu á hnúajárnum. Læknir sem hafði metið brotaþola eftir árásina sagði að mögulega hefði árásarmaðurinn notast við verkfæri. Og ólíklegt væri að áverkarnir væru eftir hnefahögg. Jafnframt var myndbandsupptaka á meðal sönnunargagna málsins, en þar virtist árásarmaðurinn halda á einhverskonar verkfæri. Í ljósi þess að maðurinn játaði að hafa framið árásina taldi héraðsdómur það sannað. Hins vegar var stærsta ágreiningsmálið varðandi það hvort hnúajárni hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu í ljósi framburðar læknisins, myndbanda og ljósmynda sem lágu fyrir í málinu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm og þá er honum einnig gert að greiða brotaþola 100 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur vegna málskostnaðs vegna bótakröfu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hinn manninn ítrekað í höfuðið með hnúajárni eða öðru álíka höggvopni. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka og sár á vinstra eyra. Atvik málsins áttu sér stað í ágúst árið 2020 í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var árásin yfirstaðin. Fram kemur að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti og virtist vankaður, en gat þó tjáð lögreglu um árásina. „Þú ert fokking dauður“ Unnusta brotaþolans varð vitni að árásinni, en hún tjáði lögreglu að árásarmaðurinn og brotaþolinn hefðu verið bestu vinir áður fyrr. Sjálf hefði hún áður verið kærasta árásarmannsins, en þegar hann hafi komist að því að hún og brotaþoli væru saman hefði hann brugðist illa við. Hann hefði hótað brotaþola líkamsmeiðingum og lífláti og síðan framið umrædda árás. Í dómnum lágu fyrir skilaboð sem maðurinn sendi brotaþola. Þau voru: „Þú ert fokking dauður“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, en árásarmaðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi tók árásarmaðurinn undir lýsingu unnustunnar. Hann sagðist hafa verið í mjög mikilli neyslu og reiður út í brotaþola, sem væri vinur hans til margra ára, og hefði byrjað með fyrrverandi kærustu sinni. Hann hafi rekist á hann og misst stjórn á skapi sínu og framið árásina. Samkvæmt framburði árásarmannsins sló hann brotaþolann í andlitið fyrir utan strætisvagn. Brotaþolinn reyndi þá að koma sér undan en árásarmaðurinn haldið áfram að slá hann. Brotaþolinn hafi hlaupið inn í ótilgreint hús og maðurinn á eftir honum sem hafi slegið hann tvisvar til þrisvar sinnum í viðbót. Orðnir vinir aftur Bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn héldu því fram fyrir dómi að þeir hefðu náð sáttum. Brotaþolinn sagði árásarmanninn góðan vin sinn og árásarmaðurinn sagði þá hittast reglulega. Þá kom fram fyrir dómi að unnusta brotaþolans væri ekki lengur í sambandi með honum. Stóð í kaupum og sölu á hnúajárnum Aðspurður út í notkun hnúajárns við árásina sagðist árásarmaðurinn ekki kannast við það, en bar fyrir sig að hann myndi illa eftir atvikum. Í lögregluskýrslu hélt unnustan því fram að á meðan hún og árásarmaðurinn hafi verið saman hafi hann stundað kaup og sölu á hnúajárnum. Læknir sem hafði metið brotaþola eftir árásina sagði að mögulega hefði árásarmaðurinn notast við verkfæri. Og ólíklegt væri að áverkarnir væru eftir hnefahögg. Jafnframt var myndbandsupptaka á meðal sönnunargagna málsins, en þar virtist árásarmaðurinn halda á einhverskonar verkfæri. Í ljósi þess að maðurinn játaði að hafa framið árásina taldi héraðsdómur það sannað. Hins vegar var stærsta ágreiningsmálið varðandi það hvort hnúajárni hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu í ljósi framburðar læknisins, myndbanda og ljósmynda sem lágu fyrir í málinu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm og þá er honum einnig gert að greiða brotaþola 100 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur vegna málskostnaðs vegna bótakröfu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira