Þreytt á Krambúðinni í anddyri Vestfjarða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2023 06:45 Björn Bjarki segir að það yrði íbúum Dalabyggðar og nágranna sveitarfélaga til mikilla hagsbóta ef dagvöruverslun myndi opna í Búðardal. SC/Samsett Sveitarstjóri Dalabyggðar segist vera ósáttur við svör Samkaupa um rekstur verslunar í Búðardal. Sveitarstjórn hefur skorað á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Forsvarsmenn Samkaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitarstjórn á miðvikudag. „Við erum náttúrulega bara afskaplega ósátt við þau svör og þau viðbrögð sem við höfum fengið frá Samkaupum og teljum að það sé nauðsynlegt að gera betrumbót,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í samtali við Vísi. Tilefnið er áskorun sveitarstjórnar til stjórnar Samkaupa um að endurmeta hvaða tegund af verslun félagið bjóði upp á í Dalabyggð. Anddyrið að Vestfjörðum þurfi meiri þjónustu Rifjað er upp í bréfi sveitarstjórnar til Samkaupa að heimamenn hafi mótmælt því þegar Samkaup breyttu verslun sinni í Búðardal úr Kjörbúð yfir í Krambúðina. Segir í áskoruninni að sóknarmöguleikar séu mjög miklir fyrir dagvöruverslun sé horft til þess að íbúar í Dalabyggð, Reykhólasveit og af Ströndum sæki sér allar helstu nauðsynjar dagvöruverslunar út fyrir svæðið, helst í Borgarnesi og geri þar magninnkaup. „Bæði er að fjölga aðeins íbúum hér og svo er umferðin að stóraukast hérna í gegn,“ segir Björn Bjarki. „Við erum anddyrið að Vestfjörðum, eins inn á Strandir. Það fara allir hér í gegn, þannig að við þurfum að styrkja okkar innviði á allan hátt og þá þjónustuna líka. Nágrannar okkar eru í nákvæmlega sömu stöðu og þurfa að keyra í gegnum Dalina til að sækja sér sínar nauðsynjar. Þannig að við teljum að við séum þannig í sveit sett að kæmi hér öflug verslun yrði það líka búbót fyrir okkar góðu nágranna.“ Sveitarstjórn mótmælti breytingum Samkaupa árið 2020 og sendi forsvarsmönnum fyrirtækisins nýlega áskorun. Fundað verður um málið á morgun. Vísir/Vilhelm Skoða frekari verðlækkanir til íbúa Í svörum sínum til sveitarstjórnar vegna áskorunarinnar segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa að félagið hafi rekið Kjörbúð í Búðardal frá 2017 til 2020. Sú verslun hafi ávallt verið rekin með tapi. „Þegar umferð og fjöldi ferðamanna minnkaði til muna í tengslum við Covid-19 jókst tapið enn frekar. Það var því ljóst, miðað við stærð markaðarins, að því miður þá er ekki rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal.“ Segir Gunnar að félagið hafi til að koma til móts við viðskiptavini sína tekið þá ákvörðun að breyta rekstrarformi verslunarinnar úr Kjörbúð í Krambúð fremur en að hætta alfarið með verslun á svæðinu. Í ljósi þeirra ástæðna sjái Samkaup sér ekki fært að breyta rekstrarformi verslunarinnar. „Þess ber að geta að í apríl hóf Samkaup að bjóða uppá sértækar verðlækkanir fyrir íbúa Dalabyggðar með því markmiði að hvetja íbúa til að versla í heimabyggð. Undirtekir hafa verið jákvæðar og til að koma frekar á móts við íbúa Dalabyggðar skoða stjórnendur Samkaupa nú frekari aðgerðir í þessa veru, þar sem íbúar sem versla í heimabyggð fá betri kjör en ella með notkun á Samkauppa appinu.“ Funda á miðvikudag „Þau eiga bara eftir að sýna okkur fram á það, hvað er í þeim pakka,“ segir Björn Bjarki um hinar sértæku verðlækkanir. Forsvarsmenn Samkaupa mæta í Dalabyggð á miðvikudag til fundar. „En það er alveg kýrskýrt að við teljum að það séu forsendur til þess að gera betur.“ Hefur komið til greina að heyra í öðrum rekstraraðilum? „Það er allavega eitthvað sem við myndum velta alvarlega fyrir okkur. Að ná eyrum annarra aðila til að efla innviðina hér og fá þá með okkur í það. En við vildum láta reyna á þetta samtal við Samkaup fyrst. Hvað svo sem gerist, það verður bara að koma í ljós og í kjölfarið á þessu samtali á miðvikudag.“ Dalabyggð Verslun Matvöruverslun Byggðamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
„Við erum náttúrulega bara afskaplega ósátt við þau svör og þau viðbrögð sem við höfum fengið frá Samkaupum og teljum að það sé nauðsynlegt að gera betrumbót,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í samtali við Vísi. Tilefnið er áskorun sveitarstjórnar til stjórnar Samkaupa um að endurmeta hvaða tegund af verslun félagið bjóði upp á í Dalabyggð. Anddyrið að Vestfjörðum þurfi meiri þjónustu Rifjað er upp í bréfi sveitarstjórnar til Samkaupa að heimamenn hafi mótmælt því þegar Samkaup breyttu verslun sinni í Búðardal úr Kjörbúð yfir í Krambúðina. Segir í áskoruninni að sóknarmöguleikar séu mjög miklir fyrir dagvöruverslun sé horft til þess að íbúar í Dalabyggð, Reykhólasveit og af Ströndum sæki sér allar helstu nauðsynjar dagvöruverslunar út fyrir svæðið, helst í Borgarnesi og geri þar magninnkaup. „Bæði er að fjölga aðeins íbúum hér og svo er umferðin að stóraukast hérna í gegn,“ segir Björn Bjarki. „Við erum anddyrið að Vestfjörðum, eins inn á Strandir. Það fara allir hér í gegn, þannig að við þurfum að styrkja okkar innviði á allan hátt og þá þjónustuna líka. Nágrannar okkar eru í nákvæmlega sömu stöðu og þurfa að keyra í gegnum Dalina til að sækja sér sínar nauðsynjar. Þannig að við teljum að við séum þannig í sveit sett að kæmi hér öflug verslun yrði það líka búbót fyrir okkar góðu nágranna.“ Sveitarstjórn mótmælti breytingum Samkaupa árið 2020 og sendi forsvarsmönnum fyrirtækisins nýlega áskorun. Fundað verður um málið á morgun. Vísir/Vilhelm Skoða frekari verðlækkanir til íbúa Í svörum sínum til sveitarstjórnar vegna áskorunarinnar segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa að félagið hafi rekið Kjörbúð í Búðardal frá 2017 til 2020. Sú verslun hafi ávallt verið rekin með tapi. „Þegar umferð og fjöldi ferðamanna minnkaði til muna í tengslum við Covid-19 jókst tapið enn frekar. Það var því ljóst, miðað við stærð markaðarins, að því miður þá er ekki rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal.“ Segir Gunnar að félagið hafi til að koma til móts við viðskiptavini sína tekið þá ákvörðun að breyta rekstrarformi verslunarinnar úr Kjörbúð í Krambúð fremur en að hætta alfarið með verslun á svæðinu. Í ljósi þeirra ástæðna sjái Samkaup sér ekki fært að breyta rekstrarformi verslunarinnar. „Þess ber að geta að í apríl hóf Samkaup að bjóða uppá sértækar verðlækkanir fyrir íbúa Dalabyggðar með því markmiði að hvetja íbúa til að versla í heimabyggð. Undirtekir hafa verið jákvæðar og til að koma frekar á móts við íbúa Dalabyggðar skoða stjórnendur Samkaupa nú frekari aðgerðir í þessa veru, þar sem íbúar sem versla í heimabyggð fá betri kjör en ella með notkun á Samkauppa appinu.“ Funda á miðvikudag „Þau eiga bara eftir að sýna okkur fram á það, hvað er í þeim pakka,“ segir Björn Bjarki um hinar sértæku verðlækkanir. Forsvarsmenn Samkaupa mæta í Dalabyggð á miðvikudag til fundar. „En það er alveg kýrskýrt að við teljum að það séu forsendur til þess að gera betur.“ Hefur komið til greina að heyra í öðrum rekstraraðilum? „Það er allavega eitthvað sem við myndum velta alvarlega fyrir okkur. Að ná eyrum annarra aðila til að efla innviðina hér og fá þá með okkur í það. En við vildum láta reyna á þetta samtal við Samkaup fyrst. Hvað svo sem gerist, það verður bara að koma í ljós og í kjölfarið á þessu samtali á miðvikudag.“
Dalabyggð Verslun Matvöruverslun Byggðamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira