Skaut á Brady: „Það var mikið að þú drullaðir þér á leik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2023 15:31 Tom Brady er eftirlætisíþróttamaður körfuboltakonunnar Kelseys Plum. vísir/getty Leikmaður Las Vegas Aces gat ekki stillt sig um að skjóta á Tom Brady þegar hann mætti á leik liðsins í úrslitum WNBA. Aces sigraði New York Liberty, 99-82, í fyrsta leik í úrslitum WNBA í gær. Fjölmargar stórstjörnur mættu á leikinn, þar á meðal Brady sem á hlut í Aces. Look who's back at The @TomBrady // #RaiseTheStakes pic.twitter.com/E3yyJxbH9X— Las Vegas Aces (@LVAces) October 8, 2023 Leikstjórnandi Aces, Kelsey Plum, kom auga á Brady á leiknum í gær og lét goðsögnina aðeins heyra það. „Ég horfði á hann og sagði: það var mikið að þú drullaðir þér á leik,“ sagði Plum á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það sem ég elska við hann er að hann var bara: þú veist þegar. Ég er bara hrikalega spennt fyrir að hann eigi hlut í félaginu og skilji hvað það þýði, ekki bara fyrir okkur heldur líka deildina. Og horfi á leiki hjá okkur. Ég grínast en það er frábært að hafa hann hérna og vita að þetta skipti hann máli.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Plum hittir Brady og lætur hann heyra það. Hún gerði það einnig á síðasta tímabili. Brady tók skotunum frá Plum vel, svo vel að hann sendi henni áritaða treyju. Plum skoraði 26 stig í leiknum í gær sem er það mesta hún hefur skorað í leik í úrslitakeppni á ferlinum. Hún hefur leikið með Aces síðan 2017 og varð WNBA-meistari með liðinu í fyrra. Kaup Bradys á hluta í Aces voru samþykkt í síðustu viku. „Ég er mjög spenntur að vera hluti af þessu félagi,“ sagði Brady þegar tilkynnt var að hann ætlaði að kaupa hlut í Aces. NFL WNBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Aces sigraði New York Liberty, 99-82, í fyrsta leik í úrslitum WNBA í gær. Fjölmargar stórstjörnur mættu á leikinn, þar á meðal Brady sem á hlut í Aces. Look who's back at The @TomBrady // #RaiseTheStakes pic.twitter.com/E3yyJxbH9X— Las Vegas Aces (@LVAces) October 8, 2023 Leikstjórnandi Aces, Kelsey Plum, kom auga á Brady á leiknum í gær og lét goðsögnina aðeins heyra það. „Ég horfði á hann og sagði: það var mikið að þú drullaðir þér á leik,“ sagði Plum á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það sem ég elska við hann er að hann var bara: þú veist þegar. Ég er bara hrikalega spennt fyrir að hann eigi hlut í félaginu og skilji hvað það þýði, ekki bara fyrir okkur heldur líka deildina. Og horfi á leiki hjá okkur. Ég grínast en það er frábært að hafa hann hérna og vita að þetta skipti hann máli.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Plum hittir Brady og lætur hann heyra það. Hún gerði það einnig á síðasta tímabili. Brady tók skotunum frá Plum vel, svo vel að hann sendi henni áritaða treyju. Plum skoraði 26 stig í leiknum í gær sem er það mesta hún hefur skorað í leik í úrslitakeppni á ferlinum. Hún hefur leikið með Aces síðan 2017 og varð WNBA-meistari með liðinu í fyrra. Kaup Bradys á hluta í Aces voru samþykkt í síðustu viku. „Ég er mjög spenntur að vera hluti af þessu félagi,“ sagði Brady þegar tilkynnt var að hann ætlaði að kaupa hlut í Aces.
NFL WNBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira