Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er lögreglustöð 2 sem tilkynnir um innbrotið og því er hægt að leiða að því líkur að atvikið hafi átt sér stað í Hafnarfirði eða Garðabæ.
Í Múlahverfinu var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp. Þrír aðilar voru í bílnum sem lenti í óhappinu, en enginn þeirra viðurkenndi að hafa verið að aka bifreiðinni. Allir voru undir áhrifum áfengis. Þeir voru handteknir og fluttir á lögreglustöð.
Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem var ölvaður og ógnandi, en farþeginn yfirgaf vagninn áður en aðstoð lögreglu varð þörf.
Lögregla var kölluð til að hóteli í miðbænum vegna einstaklings sem svaf ölvunarsvefni. Hann var vakinn og vísað á brott.
Einstaklingur var handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum, en hann var með öxi meðferðis.
Annar einstaklingur var handtekinn í miðbænum. Sá var með ólæti og ógnandi tilburði við dyraverði og vegfarendur. Þá neitaði hann að gefa upp nafn og kennitölu.