„Hrikalega ánægður að koma hérna í uppáhalds húsið mitt og taka tvö stig“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. október 2023 18:28 Rúnar Ingi var mættur með Dallas Mavericks derhúfu annan leikinn í röð og skilaði sigri annan leikinn í röð. Hann tekur hana varla niður úr þessu, en hann á reyndar nokkrar til skiptanna. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna, var gríðarlega sáttur með frammistöðu sinna kvenna sem lögðu Hauka nokkuð örugglega í Ólafssal í dag en lokatölur leiksins urðu 49-72. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í öðrum leikhluta. Rúnar sagði að hans konur hefðu jafnvel átt að leiða með meira en 15 stigum í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var virkilega vel spilaður af okkar hálfu. Við töluðum um það inn í klefa að mér fannst við hafa algjöra stjórn á leiknum. Ég hefði eiginlega viljað vera aðeins meira yfir því við vorum með sex mjög klaufalega tapaða bolta og tvær þrjár sóknir í röð þar sem við sættum okkur við rosalega erfið skot. En heilt yfir þá vorum við að spila vel.“ Rúnar var sérstaklega ánægður með vörnina í dag, enda héldu Njarðvíkingar Haukum undir 50 stigum. „Varnarplanið okkar gekk nokkuð vel upp. Við vorum vel einbeittar í því sem við vorum að gera. Það hjálpar líka að þær hittu mjög illa í þriggjastigaskotum. Allur þriðji leikhluti fannst mér lélegur. Við urðum smá hikandi og þær komu í pressu og við fórum að passa upp á forskotið og hættum að taka opnu skotin. En vörnin hélt og við fráköstuðum fínt. Ég er bara hrikalega ánægður að koma hérna í þetta hús, uppáhalds húsið mitt, og taka tvö stig.“ Haukar hresstust aðeins í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar stóðustu pressuna og keyrðu svo yfir heimakonur í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski að reyna að vera of skynsamar í þriðja leikhlutanum. Við vorum kannski að koma boltanum á Hessedal of utarlega. Hún er ennþá að koma sér í sitt besta hlaupastand og það er erfitt að þurfa alltaf að fara af stað frá þriggjastigalínunni. En í fjórða leikhluta fórum við í bara mjög einfaldan sóknarleik. Hluti sem við gerum á hverri einustu æfingu og þá kom sjálfstraustið til baka og við kláruðum leikinn.“ Njarðvíkingar hafa ekki enn fengið að njóta krafta hinnar bandaríksu Tynice Martin. Ég spurði Rúnar hvort þær þyrftu nokkuð á henni að halda miðað við hvernig liðið væri búið að vera að spila. „Ég er bara með frábært körfuboltalið. Við erum búnar að vera í held ég öllum leikjum, með fimm leikmenn yfir tíu stig og það er styrkurinn. Það verður bara ennþá betra að fá inn bandaríska leikmanninn þegar hún fær að spila, það er stutt í það.“ „En hún líka að aðlagast þeim sem eru búnar að vera að spila þessa þrjá leiki og gera það vel. Við þurfum að passa okkur á að breyta ekki því sem gengur vel og halda áfram að dreifa boltanum vel og halda öllum inni í leikjunum og það er mitt starf að passa að sú verði raunin.“ - Sagði Rúnar að lokum, kampakátur með góðan sigur í sínu uppáhalds húsi, en Njarðvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik í Ólafssal vorið 2022. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en Haukar skoruðu aðeins tíu stig í öðrum leikhluta. Rúnar sagði að hans konur hefðu jafnvel átt að leiða með meira en 15 stigum í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var virkilega vel spilaður af okkar hálfu. Við töluðum um það inn í klefa að mér fannst við hafa algjöra stjórn á leiknum. Ég hefði eiginlega viljað vera aðeins meira yfir því við vorum með sex mjög klaufalega tapaða bolta og tvær þrjár sóknir í röð þar sem við sættum okkur við rosalega erfið skot. En heilt yfir þá vorum við að spila vel.“ Rúnar var sérstaklega ánægður með vörnina í dag, enda héldu Njarðvíkingar Haukum undir 50 stigum. „Varnarplanið okkar gekk nokkuð vel upp. Við vorum vel einbeittar í því sem við vorum að gera. Það hjálpar líka að þær hittu mjög illa í þriggjastigaskotum. Allur þriðji leikhluti fannst mér lélegur. Við urðum smá hikandi og þær komu í pressu og við fórum að passa upp á forskotið og hættum að taka opnu skotin. En vörnin hélt og við fráköstuðum fínt. Ég er bara hrikalega ánægður að koma hérna í þetta hús, uppáhalds húsið mitt, og taka tvö stig.“ Haukar hresstust aðeins í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar stóðustu pressuna og keyrðu svo yfir heimakonur í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski að reyna að vera of skynsamar í þriðja leikhlutanum. Við vorum kannski að koma boltanum á Hessedal of utarlega. Hún er ennþá að koma sér í sitt besta hlaupastand og það er erfitt að þurfa alltaf að fara af stað frá þriggjastigalínunni. En í fjórða leikhluta fórum við í bara mjög einfaldan sóknarleik. Hluti sem við gerum á hverri einustu æfingu og þá kom sjálfstraustið til baka og við kláruðum leikinn.“ Njarðvíkingar hafa ekki enn fengið að njóta krafta hinnar bandaríksu Tynice Martin. Ég spurði Rúnar hvort þær þyrftu nokkuð á henni að halda miðað við hvernig liðið væri búið að vera að spila. „Ég er bara með frábært körfuboltalið. Við erum búnar að vera í held ég öllum leikjum, með fimm leikmenn yfir tíu stig og það er styrkurinn. Það verður bara ennþá betra að fá inn bandaríska leikmanninn þegar hún fær að spila, það er stutt í það.“ „En hún líka að aðlagast þeim sem eru búnar að vera að spila þessa þrjá leiki og gera það vel. Við þurfum að passa okkur á að breyta ekki því sem gengur vel og halda áfram að dreifa boltanum vel og halda öllum inni í leikjunum og það er mitt starf að passa að sú verði raunin.“ - Sagði Rúnar að lokum, kampakátur með góðan sigur í sínu uppáhalds húsi, en Njarðvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik í Ólafssal vorið 2022.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn