Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 91-83 | Íslandsmeistararnir tapa öðrum leiknum í röð Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2023 21:00 Vísir/Bára Íslandsmeistarar Vals töpuðu öðrum leik sínum í röð þegar þær mættu til Grindavíkur í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Grindvíkingar tóku forystuna snemma í seinni hálfleiknum og sigldu þriðja sigri sínum örugglega heim að endingu. Leikurinn byrjaði með látum og var hnífjafn framan af, liðin skiptust hratt á stigum í fyrsta leikhlutanum en tókst hvorugu að ná upp einhverri forystu. Staðan var jöfn þegar annar leikhlutinn fór af stað og ekki varð mikil breyting á, varnarleikurinn hertist aðeins en það var erfitt að skera úr á milli liðanna. Valur fór stigi yfir inn í hálfleikinn, en komu svo mjög illa út í þann seinni. Misstu forystuna strax og voru skyndilega lentar 13 stigum undir þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður. Þeim tókst að vinna sig vel til baka inn í leikinn en brekkan reyndist of brött í þetta skipti. Næst komust þær einu stigi frá Grindvíkingunum, en þegar að því var komið ætluðu Valskonur sér um of, drifu sig of mikið í sóknunum og spiluðu allt of fastan varnarleik. Kaflaskiptur, skemmtilegur og lengst af spennandi leikur endaði með 91-83 sigri Grindavíkur. „Þær voru svolítið búnar á því... en við héldum bara áfram og gáfum í“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var gríðarlega sáttur með sigur sinna kvenna í kvöldVísir/Vilhelm „Bara ótrúlega sáttur, stoltur af stelpunum og liðinu mínu að landa þessu. Getum lagað helling og vorum að klikka á fullt af hlutum sem við ætluðum að gera, en yfirhöfuð var þetta bara frábært“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, strax að leik loknum. Leikurinn var hnífjafn framan af en Grindvíkingar stungu af í byrjun seinni hálfleiks. „Við komum tilbúnar inn í seinni, ég talaði um það að við þyrftum að hlaupa á þær og halda því áfram, þær gætu ekki hlupið með okkur allan leikinn eins og kom í ljós. Þær náðu góðum spretti á eftir okkur en voru svo svolítið búnar á því en við héldum bara áfram og gáfum í.“ Grindavík spilar næst nágrannaslag gegn Njarðvík, næstkomandi þriðjudag. Þorleifur segir hugann strax kominn á þá viðureign og hann býst við öðrum hörkuleik. „Vonandi annar hörkuleikur, ég var að reyna að hugsa út í hann í dag því hann er bara núna á þriðjudaginn en náði því ekki alveg nógu vel. Þannig að ég þarf að kúpla mig aðeins niður og fara að pæla í Njarðvík“ sagði Þorleifur að lokum. „Gerist oft að sigurviljinn fer ofar skynsemi“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ósáttur með úrslitin en sá bjartar hliðar á frammistöðu liðsins í kvöldERNIR „Þetta var miklu skárra en á móti Haukum, við erum að bæta okkur og auðvitað viljum við stigin en nr. 1, 2 og 3 er að bæta okkur. Það var smá einbeitingarleysi þarna í byrjun seinni hálfleiks, sem þær nýttu sér vel... Óþarfi að detta svona um sjálfan sig“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, strax að leik loknum. Hjalti talaði um það eftir síðasta leik að liðið hefði ekki lagt nógu hart að sér, það hafi vantað meiri baráttu og sigurvilja þá, en hann sá miklar framfarir á því sviði í dag. „Já mér fannst það, allt annað en á móti Haukum. Bara mikið betra. “ Valur var stigi yfir þegar flautað var til hálfleiks, en fundu sig svo þrettán stigum undir þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður. Hvað gerðist þarna í byrjun seinni hálfleiks? „Ég veit ekki alveg hvað málið er, en varnarlega vorum við alls ekki tengdar og gáfum þeim galopin skot. Þetta er eitthvað sem við þurfum að tala betur saman um og fara yfir, það er klárt mál.“ Eftir að hafa byrjað seinni hálfleikinn á afturfótunum tókst Val að vinna sig til baka inn í leikinn og minnka muninn í eitt stig. En þegar þar var að komið misstu þær leikinn aftur úr greipum sér, drifu sig í sóknarleiknum og vörðust af mikilli hörku. „Auðvitað viljum við vinna og það gerist oft að sigurviljinn fer ofar skynsemi. Sérstaklega þegar þú ert orðin þreytt, þá ferðu að drífa þig en það er bara eitthvað sem reynslan kennir manni“ sagði Hjalti að lokum. Subway-deild kvenna Valur UMF Grindavík
Íslandsmeistarar Vals töpuðu öðrum leik sínum í röð þegar þær mættu til Grindavíkur í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Grindvíkingar tóku forystuna snemma í seinni hálfleiknum og sigldu þriðja sigri sínum örugglega heim að endingu. Leikurinn byrjaði með látum og var hnífjafn framan af, liðin skiptust hratt á stigum í fyrsta leikhlutanum en tókst hvorugu að ná upp einhverri forystu. Staðan var jöfn þegar annar leikhlutinn fór af stað og ekki varð mikil breyting á, varnarleikurinn hertist aðeins en það var erfitt að skera úr á milli liðanna. Valur fór stigi yfir inn í hálfleikinn, en komu svo mjög illa út í þann seinni. Misstu forystuna strax og voru skyndilega lentar 13 stigum undir þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður. Þeim tókst að vinna sig vel til baka inn í leikinn en brekkan reyndist of brött í þetta skipti. Næst komust þær einu stigi frá Grindvíkingunum, en þegar að því var komið ætluðu Valskonur sér um of, drifu sig of mikið í sóknunum og spiluðu allt of fastan varnarleik. Kaflaskiptur, skemmtilegur og lengst af spennandi leikur endaði með 91-83 sigri Grindavíkur. „Þær voru svolítið búnar á því... en við héldum bara áfram og gáfum í“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var gríðarlega sáttur með sigur sinna kvenna í kvöldVísir/Vilhelm „Bara ótrúlega sáttur, stoltur af stelpunum og liðinu mínu að landa þessu. Getum lagað helling og vorum að klikka á fullt af hlutum sem við ætluðum að gera, en yfirhöfuð var þetta bara frábært“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, strax að leik loknum. Leikurinn var hnífjafn framan af en Grindvíkingar stungu af í byrjun seinni hálfleiks. „Við komum tilbúnar inn í seinni, ég talaði um það að við þyrftum að hlaupa á þær og halda því áfram, þær gætu ekki hlupið með okkur allan leikinn eins og kom í ljós. Þær náðu góðum spretti á eftir okkur en voru svo svolítið búnar á því en við héldum bara áfram og gáfum í.“ Grindavík spilar næst nágrannaslag gegn Njarðvík, næstkomandi þriðjudag. Þorleifur segir hugann strax kominn á þá viðureign og hann býst við öðrum hörkuleik. „Vonandi annar hörkuleikur, ég var að reyna að hugsa út í hann í dag því hann er bara núna á þriðjudaginn en náði því ekki alveg nógu vel. Þannig að ég þarf að kúpla mig aðeins niður og fara að pæla í Njarðvík“ sagði Þorleifur að lokum. „Gerist oft að sigurviljinn fer ofar skynsemi“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ósáttur með úrslitin en sá bjartar hliðar á frammistöðu liðsins í kvöldERNIR „Þetta var miklu skárra en á móti Haukum, við erum að bæta okkur og auðvitað viljum við stigin en nr. 1, 2 og 3 er að bæta okkur. Það var smá einbeitingarleysi þarna í byrjun seinni hálfleiks, sem þær nýttu sér vel... Óþarfi að detta svona um sjálfan sig“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, strax að leik loknum. Hjalti talaði um það eftir síðasta leik að liðið hefði ekki lagt nógu hart að sér, það hafi vantað meiri baráttu og sigurvilja þá, en hann sá miklar framfarir á því sviði í dag. „Já mér fannst það, allt annað en á móti Haukum. Bara mikið betra. “ Valur var stigi yfir þegar flautað var til hálfleiks, en fundu sig svo þrettán stigum undir þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður. Hvað gerðist þarna í byrjun seinni hálfleiks? „Ég veit ekki alveg hvað málið er, en varnarlega vorum við alls ekki tengdar og gáfum þeim galopin skot. Þetta er eitthvað sem við þurfum að tala betur saman um og fara yfir, það er klárt mál.“ Eftir að hafa byrjað seinni hálfleikinn á afturfótunum tókst Val að vinna sig til baka inn í leikinn og minnka muninn í eitt stig. En þegar þar var að komið misstu þær leikinn aftur úr greipum sér, drifu sig í sóknarleiknum og vörðust af mikilli hörku. „Auðvitað viljum við vinna og það gerist oft að sigurviljinn fer ofar skynsemi. Sérstaklega þegar þú ert orðin þreytt, þá ferðu að drífa þig en það er bara eitthvað sem reynslan kennir manni“ sagði Hjalti að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti