Hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu gegn kúgun kvenna í Íran Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2023 09:07 Hin íranska Narges Mohammadi afplánar nú dóm í fangelsi vegna baráttu sinnar gegn kúgun kvenna í Íran. Getty Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún hlýtur verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að barátta hennar hafi kostað hana mikið persónulega. Írönsk yfirvöld hafa handtekið hana þrettán sinnum, hún hafi verið dæmd fimm sínnum og hafi hún alls verið dæmd í 31 árs fangelsi og að þola 154 svipuhögg. Hún situr nú í fangelsi. Narges Mohammadi hefur barist gegn klerkastjórninni í Íran um margra áratuga skeið. Hún hefur barist gegn dauðarefsingum í landinu og þeirri skyldu fyrir konur í landinu að bera hijab. Hún hefur neitað að láta af baráttu sinni þó að hún sitji nú á bak við lás og slá. Mohammadi hefur ekki hitt börn sín í heil átta ár, enda hefur hún þurft að dúsa í fangelsi síðustu ár og viðurkennir að fátt bendi til að henni verði sleppt á næstunni. Hin 51 árs Mohammadi var fyrst handtekinn vegna baráttu sinnar þegar hún var 22 ára gömul. Hún fæddist í Zanjan í norðvesturhluta landsins árið 1972 og stundaði nám í eðlisfræði áður en hún hlaut gráðu sem verkfræðingu. Síðar gerðist hún blaðamaður og vann þá á dagblöðum þar sem talað var fyrir umbótum í landinu. Að neðan má sjá blaðamannafund norsku Nóbelsnefndarinnar í morgun. Friðarverðlaun Nóbels verða formlega afhent í Osló í Noregi þann 10. desember næstkomandi. Er um að ræða einu verðlaunin sem afhent eru þar á meðan hin eru afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hlutu í sameiningu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Nóbelsverðlaun Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Noregur Tengdar fréttir Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08 Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09 Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að barátta hennar hafi kostað hana mikið persónulega. Írönsk yfirvöld hafa handtekið hana þrettán sinnum, hún hafi verið dæmd fimm sínnum og hafi hún alls verið dæmd í 31 árs fangelsi og að þola 154 svipuhögg. Hún situr nú í fangelsi. Narges Mohammadi hefur barist gegn klerkastjórninni í Íran um margra áratuga skeið. Hún hefur barist gegn dauðarefsingum í landinu og þeirri skyldu fyrir konur í landinu að bera hijab. Hún hefur neitað að láta af baráttu sinni þó að hún sitji nú á bak við lás og slá. Mohammadi hefur ekki hitt börn sín í heil átta ár, enda hefur hún þurft að dúsa í fangelsi síðustu ár og viðurkennir að fátt bendi til að henni verði sleppt á næstunni. Hin 51 árs Mohammadi var fyrst handtekinn vegna baráttu sinnar þegar hún var 22 ára gömul. Hún fæddist í Zanjan í norðvesturhluta landsins árið 1972 og stundaði nám í eðlisfræði áður en hún hlaut gráðu sem verkfræðingu. Síðar gerðist hún blaðamaður og vann þá á dagblöðum þar sem talað var fyrir umbótum í landinu. Að neðan má sjá blaðamannafund norsku Nóbelsnefndarinnar í morgun. Friðarverðlaun Nóbels verða formlega afhent í Osló í Noregi þann 10. desember næstkomandi. Er um að ræða einu verðlaunin sem afhent eru þar á meðan hin eru afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hlutu í sameiningu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Nóbelsverðlaun Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Noregur Tengdar fréttir Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08 Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09 Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08
Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09
Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06