Hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu gegn kúgun kvenna í Íran Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2023 09:07 Hin íranska Narges Mohammadi afplánar nú dóm í fangelsi vegna baráttu sinnar gegn kúgun kvenna í Íran. Getty Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún hlýtur verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að barátta hennar hafi kostað hana mikið persónulega. Írönsk yfirvöld hafa handtekið hana þrettán sinnum, hún hafi verið dæmd fimm sínnum og hafi hún alls verið dæmd í 31 árs fangelsi og að þola 154 svipuhögg. Hún situr nú í fangelsi. Narges Mohammadi hefur barist gegn klerkastjórninni í Íran um margra áratuga skeið. Hún hefur barist gegn dauðarefsingum í landinu og þeirri skyldu fyrir konur í landinu að bera hijab. Hún hefur neitað að láta af baráttu sinni þó að hún sitji nú á bak við lás og slá. Mohammadi hefur ekki hitt börn sín í heil átta ár, enda hefur hún þurft að dúsa í fangelsi síðustu ár og viðurkennir að fátt bendi til að henni verði sleppt á næstunni. Hin 51 árs Mohammadi var fyrst handtekinn vegna baráttu sinnar þegar hún var 22 ára gömul. Hún fæddist í Zanjan í norðvesturhluta landsins árið 1972 og stundaði nám í eðlisfræði áður en hún hlaut gráðu sem verkfræðingu. Síðar gerðist hún blaðamaður og vann þá á dagblöðum þar sem talað var fyrir umbótum í landinu. Að neðan má sjá blaðamannafund norsku Nóbelsnefndarinnar í morgun. Friðarverðlaun Nóbels verða formlega afhent í Osló í Noregi þann 10. desember næstkomandi. Er um að ræða einu verðlaunin sem afhent eru þar á meðan hin eru afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hlutu í sameiningu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Nóbelsverðlaun Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Noregur Tengdar fréttir Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08 Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09 Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að barátta hennar hafi kostað hana mikið persónulega. Írönsk yfirvöld hafa handtekið hana þrettán sinnum, hún hafi verið dæmd fimm sínnum og hafi hún alls verið dæmd í 31 árs fangelsi og að þola 154 svipuhögg. Hún situr nú í fangelsi. Narges Mohammadi hefur barist gegn klerkastjórninni í Íran um margra áratuga skeið. Hún hefur barist gegn dauðarefsingum í landinu og þeirri skyldu fyrir konur í landinu að bera hijab. Hún hefur neitað að láta af baráttu sinni þó að hún sitji nú á bak við lás og slá. Mohammadi hefur ekki hitt börn sín í heil átta ár, enda hefur hún þurft að dúsa í fangelsi síðustu ár og viðurkennir að fátt bendi til að henni verði sleppt á næstunni. Hin 51 árs Mohammadi var fyrst handtekinn vegna baráttu sinnar þegar hún var 22 ára gömul. Hún fæddist í Zanjan í norðvesturhluta landsins árið 1972 og stundaði nám í eðlisfræði áður en hún hlaut gráðu sem verkfræðingu. Síðar gerðist hún blaðamaður og vann þá á dagblöðum þar sem talað var fyrir umbótum í landinu. Að neðan má sjá blaðamannafund norsku Nóbelsnefndarinnar í morgun. Friðarverðlaun Nóbels verða formlega afhent í Osló í Noregi þann 10. desember næstkomandi. Er um að ræða einu verðlaunin sem afhent eru þar á meðan hin eru afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hlutu í sameiningu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Nóbelsverðlaun Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Noregur Tengdar fréttir Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08 Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09 Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08
Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09
Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06