Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 15:27 Björk og Rosalia hafa sameinað krafta sína og hyggjast gefa út lag í október. Ágóði af sölu lagsins mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi. Getty/EPA Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. „Mig langar að gefa lag sem ég og Rosalia sungum saman. Ágóðinn mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Lagið kemur út í október,“ segir í tilkynningu frá Björk. Hún hefur jafnframt birt stúf úr laginu á Instagram. Rosalia er heimsfræg spænsk söngkona sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018. Hún hefur verið ein stærsta stjarna latíntónlistar undanfarin ár. Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið boðað til mótmæla gegn sjókvíaeldi á laugardaginn næstkomandi, þann 7. október. Sjö samtök standa að mótmælunum og segja einfaldlega að það sé nú eða aldrei fyrir villta laxinn. Síðasti villti lax norðursins muni deyja út ef ekkert er gert „Ísland hefur stærsta ósnerta svæði Evrópu. Hér á sumrin hafa kindur verið frjálsar í fjöllunum, fuglar flogið yfir þeim og fiskar synt óheft í ám, vötnum og fjörðum,“ segir Björk. „Þannig að þegar íslenskir og norskir viðskiptamenn fóru að setja upp sjókvíaeldi í meirihlutann af fjörðunum okkar var það rosalegt áfall fyrir þjóðina og hefur orðið að máli málanna í sumar, við skiljum ekki hvernig þeir komust upp með að gera þetta í heilan áratug án neins regluverks eða lagaramma.“ Björk segir þetta hafa haft hryllileg áhrif á allt lífríkið í kring. Hún segir fiskinn í kvíunum þjást við hræðilegar aðstæður, helmingur þeirra sé vanskapaður eða heyrnalaus. „Þeir hafa byrjað að breyta erfðaefni okkar eigins lax og ef við bregðumst ekki við strax mun síðasti villti lax norðursins deyja út,“ segir Björk. „Það er enn þá tími til að snúa þessari þróun við! Við skorum á þessi fyrirtæki að draga sig til baka! Við viljum hjálpa til með að setja ný lög og reglur inn í íslenskt lagaumhverfi sem verndar náttúruna!“ Björk segir meirihluta þjóðarinnar fylgjandi þessu. Mótmælin á Austurvölli snúist um að umbreyta vilja fólksins í lög. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Í fyrri útgáfu fréttarinnar gaf fyrirsögnin í skyn að Björk og Rosalia yrðu á Austurvelli á mótmælunum. Það er ekki svo. Fiskeldi Reykjavík Sjókvíaeldi Björk Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
„Mig langar að gefa lag sem ég og Rosalia sungum saman. Ágóðinn mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Lagið kemur út í október,“ segir í tilkynningu frá Björk. Hún hefur jafnframt birt stúf úr laginu á Instagram. Rosalia er heimsfræg spænsk söngkona sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018. Hún hefur verið ein stærsta stjarna latíntónlistar undanfarin ár. Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið boðað til mótmæla gegn sjókvíaeldi á laugardaginn næstkomandi, þann 7. október. Sjö samtök standa að mótmælunum og segja einfaldlega að það sé nú eða aldrei fyrir villta laxinn. Síðasti villti lax norðursins muni deyja út ef ekkert er gert „Ísland hefur stærsta ósnerta svæði Evrópu. Hér á sumrin hafa kindur verið frjálsar í fjöllunum, fuglar flogið yfir þeim og fiskar synt óheft í ám, vötnum og fjörðum,“ segir Björk. „Þannig að þegar íslenskir og norskir viðskiptamenn fóru að setja upp sjókvíaeldi í meirihlutann af fjörðunum okkar var það rosalegt áfall fyrir þjóðina og hefur orðið að máli málanna í sumar, við skiljum ekki hvernig þeir komust upp með að gera þetta í heilan áratug án neins regluverks eða lagaramma.“ Björk segir þetta hafa haft hryllileg áhrif á allt lífríkið í kring. Hún segir fiskinn í kvíunum þjást við hræðilegar aðstæður, helmingur þeirra sé vanskapaður eða heyrnalaus. „Þeir hafa byrjað að breyta erfðaefni okkar eigins lax og ef við bregðumst ekki við strax mun síðasti villti lax norðursins deyja út,“ segir Björk. „Það er enn þá tími til að snúa þessari þróun við! Við skorum á þessi fyrirtæki að draga sig til baka! Við viljum hjálpa til með að setja ný lög og reglur inn í íslenskt lagaumhverfi sem verndar náttúruna!“ Björk segir meirihluta þjóðarinnar fylgjandi þessu. Mótmælin á Austurvölli snúist um að umbreyta vilja fólksins í lög. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Í fyrri útgáfu fréttarinnar gaf fyrirsögnin í skyn að Björk og Rosalia yrðu á Austurvelli á mótmælunum. Það er ekki svo.
Fiskeldi Reykjavík Sjókvíaeldi Björk Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira