Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 15:27 Björk og Rosalia hafa sameinað krafta sína og hyggjast gefa út lag í október. Ágóði af sölu lagsins mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi. Getty/EPA Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. „Mig langar að gefa lag sem ég og Rosalia sungum saman. Ágóðinn mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Lagið kemur út í október,“ segir í tilkynningu frá Björk. Hún hefur jafnframt birt stúf úr laginu á Instagram. Rosalia er heimsfræg spænsk söngkona sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018. Hún hefur verið ein stærsta stjarna latíntónlistar undanfarin ár. Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið boðað til mótmæla gegn sjókvíaeldi á laugardaginn næstkomandi, þann 7. október. Sjö samtök standa að mótmælunum og segja einfaldlega að það sé nú eða aldrei fyrir villta laxinn. Síðasti villti lax norðursins muni deyja út ef ekkert er gert „Ísland hefur stærsta ósnerta svæði Evrópu. Hér á sumrin hafa kindur verið frjálsar í fjöllunum, fuglar flogið yfir þeim og fiskar synt óheft í ám, vötnum og fjörðum,“ segir Björk. „Þannig að þegar íslenskir og norskir viðskiptamenn fóru að setja upp sjókvíaeldi í meirihlutann af fjörðunum okkar var það rosalegt áfall fyrir þjóðina og hefur orðið að máli málanna í sumar, við skiljum ekki hvernig þeir komust upp með að gera þetta í heilan áratug án neins regluverks eða lagaramma.“ Björk segir þetta hafa haft hryllileg áhrif á allt lífríkið í kring. Hún segir fiskinn í kvíunum þjást við hræðilegar aðstæður, helmingur þeirra sé vanskapaður eða heyrnalaus. „Þeir hafa byrjað að breyta erfðaefni okkar eigins lax og ef við bregðumst ekki við strax mun síðasti villti lax norðursins deyja út,“ segir Björk. „Það er enn þá tími til að snúa þessari þróun við! Við skorum á þessi fyrirtæki að draga sig til baka! Við viljum hjálpa til með að setja ný lög og reglur inn í íslenskt lagaumhverfi sem verndar náttúruna!“ Björk segir meirihluta þjóðarinnar fylgjandi þessu. Mótmælin á Austurvölli snúist um að umbreyta vilja fólksins í lög. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Í fyrri útgáfu fréttarinnar gaf fyrirsögnin í skyn að Björk og Rosalia yrðu á Austurvelli á mótmælunum. Það er ekki svo. Fiskeldi Reykjavík Sjókvíaeldi Björk Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Mig langar að gefa lag sem ég og Rosalia sungum saman. Ágóðinn mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Lagið kemur út í október,“ segir í tilkynningu frá Björk. Hún hefur jafnframt birt stúf úr laginu á Instagram. Rosalia er heimsfræg spænsk söngkona sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018. Hún hefur verið ein stærsta stjarna latíntónlistar undanfarin ár. Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið boðað til mótmæla gegn sjókvíaeldi á laugardaginn næstkomandi, þann 7. október. Sjö samtök standa að mótmælunum og segja einfaldlega að það sé nú eða aldrei fyrir villta laxinn. Síðasti villti lax norðursins muni deyja út ef ekkert er gert „Ísland hefur stærsta ósnerta svæði Evrópu. Hér á sumrin hafa kindur verið frjálsar í fjöllunum, fuglar flogið yfir þeim og fiskar synt óheft í ám, vötnum og fjörðum,“ segir Björk. „Þannig að þegar íslenskir og norskir viðskiptamenn fóru að setja upp sjókvíaeldi í meirihlutann af fjörðunum okkar var það rosalegt áfall fyrir þjóðina og hefur orðið að máli málanna í sumar, við skiljum ekki hvernig þeir komust upp með að gera þetta í heilan áratug án neins regluverks eða lagaramma.“ Björk segir þetta hafa haft hryllileg áhrif á allt lífríkið í kring. Hún segir fiskinn í kvíunum þjást við hræðilegar aðstæður, helmingur þeirra sé vanskapaður eða heyrnalaus. „Þeir hafa byrjað að breyta erfðaefni okkar eigins lax og ef við bregðumst ekki við strax mun síðasti villti lax norðursins deyja út,“ segir Björk. „Það er enn þá tími til að snúa þessari þróun við! Við skorum á þessi fyrirtæki að draga sig til baka! Við viljum hjálpa til með að setja ný lög og reglur inn í íslenskt lagaumhverfi sem verndar náttúruna!“ Björk segir meirihluta þjóðarinnar fylgjandi þessu. Mótmælin á Austurvölli snúist um að umbreyta vilja fólksins í lög. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Í fyrri útgáfu fréttarinnar gaf fyrirsögnin í skyn að Björk og Rosalia yrðu á Austurvelli á mótmælunum. Það er ekki svo.
Fiskeldi Reykjavík Sjókvíaeldi Björk Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira