Þegar orkan er uppseld Gunnar Guðni Tómasson skrifar 7. október 2023 10:00 Öll starfsemi Landsvirkjunar miðast við það hlutverk að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er treyst fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við höfum gert marga og misstóra samninga um afhendingu á orku sem taka mið af mögulegri orkuvinnslu í vinnslukerfinu okkar. Við verðum að standa við skuldbindingar okkar, en um leið reikna með náttúrulegum sveiflum í vatnsbúskapnum. Við búum við einstakar aðstæður, þar sem öll okkar raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum í einangruðu raforkukerfi. Um þessar mundir er orkuvinnslukerfið okkar nýtt til hins ítrasta. Við náum þó að afhenda alla þá orku sem við höfum samið um, en við slíkar aðstæður koma hins vegar tímabil þar sem við náum ekki að afhenda öllum sem vilja alla þá orku sem óskað er eftir. Slíkar skerðingar hafa átt sér stað undanfarin misseri og þær verða tíðari, nú þegar eftirspurn er með þeim hætti að í raun er hægt að tala um að orkan okkar sé uppseld. Viðskiptavinir okkar vita af skerðingarmöguleikum, enda er kveðið á um slíkt í samningum þeirra. Umframorka til orkuskipta Þótt eftirspurnin sé núna mikil og oft þröngt um afhendingu orku koma einnig tímabil í góðum vatnsárum þar sem við eigum enn meiri orku en við höfum skuldbundið okkur til að selja. Við höfum boðið þá umframorku á hagstæðu verði til m.a. fiskimjölsverksmiðja og fjarvarmaveitna, sem hafa þar með getað ráðist í orkuskipti og sparað sér brennslu jarðefnaeldsneytis. Á undanförnum árum hafa þær verið eins og hybrid bíll, oftast nægir raforkan ein en grípa þarf til jarðefnaeldsneytis inn á milli. Auðvitað er bagalegt þegar það gerist en algjörlega eðlilegt miðað við þær forsendur sem þessir samningar byggja á. Grundvallaratriði í rekstri okkar er að meta hversu mikla orku er hægt að selja út úr vinnslukerfinu. Á tímabilinu 2010-2020 jókst geta okkar til orkuvinnslu um 18%. Það gerðist með byggingu vatnsaflstöðvanna við Búðarháls og að Búrfelli II, auk jarðvarmastöðvarinnar að Þeistareykjum. Á sama tíma jókst möguleg orkuvinnsla einnig vegna aukins innrennslis í lónin okkar tengt hlýnandi veðurfari og aukinni bráðnun jökla. Okkur tókst að nýta þetta aukna innrennsli og náðum með því að nýta auðlindina og fjárfestingar okkar enn betur en áður. Orkan og aflið Núna rekum við okkur hins vegar á að skortur á afli er farinn að há okkur. Orkan er oft nægileg en aflið vantar. Þessu má líkja við rútu sem ekur eftir þjóðveginum. Hún er með nægilegt bensín (orku), en hún þarf líka að vera með nógu öfluga vél (afl) til að komast upp allar brekkur. Við þurfum að auka afl í vinnslukerfinu okkar, til að nýta aukið innrennsli og svara um leið aukinni eftirspurn eftir sveigjanleika, m.a. tengt orkuskiptum. Til þess að svara þessari þörf erum við m.a. að undirbúa stækkun Sigöldustöðvar. Það er hins vegar ekki einfalt mál að auka afl í kerfinu, leyfismál taka mjög langan tíma og framkvæmdatíminn er langur. Nánar verður fjallað um orku- og aflstöðu á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Gunnar Guðni Tómasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Öll starfsemi Landsvirkjunar miðast við það hlutverk að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er treyst fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Við höfum gert marga og misstóra samninga um afhendingu á orku sem taka mið af mögulegri orkuvinnslu í vinnslukerfinu okkar. Við verðum að standa við skuldbindingar okkar, en um leið reikna með náttúrulegum sveiflum í vatnsbúskapnum. Við búum við einstakar aðstæður, þar sem öll okkar raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum í einangruðu raforkukerfi. Um þessar mundir er orkuvinnslukerfið okkar nýtt til hins ítrasta. Við náum þó að afhenda alla þá orku sem við höfum samið um, en við slíkar aðstæður koma hins vegar tímabil þar sem við náum ekki að afhenda öllum sem vilja alla þá orku sem óskað er eftir. Slíkar skerðingar hafa átt sér stað undanfarin misseri og þær verða tíðari, nú þegar eftirspurn er með þeim hætti að í raun er hægt að tala um að orkan okkar sé uppseld. Viðskiptavinir okkar vita af skerðingarmöguleikum, enda er kveðið á um slíkt í samningum þeirra. Umframorka til orkuskipta Þótt eftirspurnin sé núna mikil og oft þröngt um afhendingu orku koma einnig tímabil í góðum vatnsárum þar sem við eigum enn meiri orku en við höfum skuldbundið okkur til að selja. Við höfum boðið þá umframorku á hagstæðu verði til m.a. fiskimjölsverksmiðja og fjarvarmaveitna, sem hafa þar með getað ráðist í orkuskipti og sparað sér brennslu jarðefnaeldsneytis. Á undanförnum árum hafa þær verið eins og hybrid bíll, oftast nægir raforkan ein en grípa þarf til jarðefnaeldsneytis inn á milli. Auðvitað er bagalegt þegar það gerist en algjörlega eðlilegt miðað við þær forsendur sem þessir samningar byggja á. Grundvallaratriði í rekstri okkar er að meta hversu mikla orku er hægt að selja út úr vinnslukerfinu. Á tímabilinu 2010-2020 jókst geta okkar til orkuvinnslu um 18%. Það gerðist með byggingu vatnsaflstöðvanna við Búðarháls og að Búrfelli II, auk jarðvarmastöðvarinnar að Þeistareykjum. Á sama tíma jókst möguleg orkuvinnsla einnig vegna aukins innrennslis í lónin okkar tengt hlýnandi veðurfari og aukinni bráðnun jökla. Okkur tókst að nýta þetta aukna innrennsli og náðum með því að nýta auðlindina og fjárfestingar okkar enn betur en áður. Orkan og aflið Núna rekum við okkur hins vegar á að skortur á afli er farinn að há okkur. Orkan er oft nægileg en aflið vantar. Þessu má líkja við rútu sem ekur eftir þjóðveginum. Hún er með nægilegt bensín (orku), en hún þarf líka að vera með nógu öfluga vél (afl) til að komast upp allar brekkur. Við þurfum að auka afl í vinnslukerfinu okkar, til að nýta aukið innrennsli og svara um leið aukinni eftirspurn eftir sveigjanleika, m.a. tengt orkuskiptum. Til þess að svara þessari þörf erum við m.a. að undirbúa stækkun Sigöldustöðvar. Það er hins vegar ekki einfalt mál að auka afl í kerfinu, leyfismál taka mjög langan tíma og framkvæmdatíminn er langur. Nánar verður fjallað um orku- og aflstöðu á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar