Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. október 2023 12:53 Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Bylgjan Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. Matvörurnar sem lagt var hald á voru geymd í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og voru þetta ýmiss konar tegundir matvæla líkt og frystivara, kjöt, allskyns þurrvörur og sósur. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar, segir enn óljóst hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra. „Við höfum ekki upplýsingar um það eins og er. Málið er í rannsókn en það sem er mikilvægast í þessu er að það er búið að ná utan um þessi matvæli sem við höfðum rökstuddan grun um að væru heilsuspillandi og óhæf til neyslu. Þess vegna var nauðsynlegt að farga þeim. Þau voru geymd við óheilnæmar aðstæður,“ segir Óskar og bætir við búið sé að tryggja matvælaöryggið með þessum aðgerðum með því að taka matvælin úr umferð og farga þeim. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að veitingastaðir eða aðrir hafi átti í viðskiptum við viðkomandi aðila segir Óskar það einnig óljóst. „Við höfum óskað eftir upplýsingum fá þessum aðila um þessa hluti en höfum ekki þær upplýsingar núna.“ Óskar segir sektarheimildir matvælaeftirlitsins ekki skýrar í málum líkt og þessu en verið sé að skoða það með lögfræðingum eftirlitsins. Aðspurður hvort það sé ekki eitthvað sem ætti að vera skýrt segir Óskar það vissulega vera. „Jú það er mitt persónulega mat að það þyrfti að vera skýrari og betri heimildir fyrir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hvað svona mál varðar.“ Óskar segir alvarlegt mál ef viðkomandi aðili hafi ætlað að dreifa matvörunum. Fyrirtækið sem um ræðir sé ekki matvælafyrirtæki og hafi ekki leyfi sem slíkt. Heilbrigðismál Reykjavík Matur Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Matvörurnar sem lagt var hald á voru geymd í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og voru þetta ýmiss konar tegundir matvæla líkt og frystivara, kjöt, allskyns þurrvörur og sósur. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar, segir enn óljóst hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra. „Við höfum ekki upplýsingar um það eins og er. Málið er í rannsókn en það sem er mikilvægast í þessu er að það er búið að ná utan um þessi matvæli sem við höfðum rökstuddan grun um að væru heilsuspillandi og óhæf til neyslu. Þess vegna var nauðsynlegt að farga þeim. Þau voru geymd við óheilnæmar aðstæður,“ segir Óskar og bætir við búið sé að tryggja matvælaöryggið með þessum aðgerðum með því að taka matvælin úr umferð og farga þeim. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að veitingastaðir eða aðrir hafi átti í viðskiptum við viðkomandi aðila segir Óskar það einnig óljóst. „Við höfum óskað eftir upplýsingum fá þessum aðila um þessa hluti en höfum ekki þær upplýsingar núna.“ Óskar segir sektarheimildir matvælaeftirlitsins ekki skýrar í málum líkt og þessu en verið sé að skoða það með lögfræðingum eftirlitsins. Aðspurður hvort það sé ekki eitthvað sem ætti að vera skýrt segir Óskar það vissulega vera. „Jú það er mitt persónulega mat að það þyrfti að vera skýrari og betri heimildir fyrir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hvað svona mál varðar.“ Óskar segir alvarlegt mál ef viðkomandi aðili hafi ætlað að dreifa matvörunum. Fyrirtækið sem um ræðir sé ekki matvælafyrirtæki og hafi ekki leyfi sem slíkt.
Heilbrigðismál Reykjavík Matur Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira