Réttað yfir ungmennum fyrir luktum dyrum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2023 12:21 Fólkið kynntist á Íslenska rokkbarnum þaðan sem því var vísað út. Átök brutust út handan götunnar, á mannlausu bílastæðinu við Fjarðarkaup. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Fjarðarkaupsmálinu svokallaða stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Fjögur ungmenni eru ákærð í málinu en þinghald í málinu er lokað. Það var aðfaranótt föstudagsins 21. apríl sem pólskur karlmaður fannst látinn á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru handteknir, þrír karlkyns og ein kvenkyns. Þrjú þeirra voru undir átján ára og því ekki lögráða. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom upp ósætti hjá ungu Íslendingunum fjórum og pólska karlmanninum sem tengdist fíkniefnaneyslu á Íslenska rokkbarnum í nágrenni Fjarðarkaupa. Ósættið breyttist í átök á bílastæði Fjarðarkaupa þar sem piltarnir réðust á Pólverjann. Hann lést af stungusárum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum vegna málsins. Elsti pilturinn, sem er orðinn lögráða og virðist af myndbandsupptöku og ákæru hafa haft sig mest í frammi, hefur setið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan. Sautján ára piltarnir hafa verið vistaðir á Stuðlum en stúlkan var látin laus þremur dögum eftir manndrápið. Piltarnir eru ákærðir fyrir manndráp en stúlkan fyrir að hafa komið pólska karlmanninum ekki til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómari samþykkti að kröfu verjenda ákærðu að þinghald í málinu yrði lokað. Fjölmiðlar geta því ekki fylgst með því sem fram fer og aðilum máls er óheimilt að tjá sig um það sem fram kemur. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á morgun. Þá líða líklega um fjórar vikur þar til dómur verður kveðinn upp og almenningur fær skýrari mynd á hörmungarnar í Hafnarfirði. Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59 Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Það var aðfaranótt föstudagsins 21. apríl sem pólskur karlmaður fannst látinn á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru handteknir, þrír karlkyns og ein kvenkyns. Þrjú þeirra voru undir átján ára og því ekki lögráða. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom upp ósætti hjá ungu Íslendingunum fjórum og pólska karlmanninum sem tengdist fíkniefnaneyslu á Íslenska rokkbarnum í nágrenni Fjarðarkaupa. Ósættið breyttist í átök á bílastæði Fjarðarkaupa þar sem piltarnir réðust á Pólverjann. Hann lést af stungusárum. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum vegna málsins. Elsti pilturinn, sem er orðinn lögráða og virðist af myndbandsupptöku og ákæru hafa haft sig mest í frammi, hefur setið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan. Sautján ára piltarnir hafa verið vistaðir á Stuðlum en stúlkan var látin laus þremur dögum eftir manndrápið. Piltarnir eru ákærðir fyrir manndráp en stúlkan fyrir að hafa komið pólska karlmanninum ekki til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómari samþykkti að kröfu verjenda ákærðu að þinghald í málinu yrði lokað. Fjölmiðlar geta því ekki fylgst með því sem fram fer og aðilum máls er óheimilt að tjá sig um það sem fram kemur. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á morgun. Þá líða líklega um fjórar vikur þar til dómur verður kveðinn upp og almenningur fær skýrari mynd á hörmungarnar í Hafnarfirði.
Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59 Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42