Kaup Sýnar á Já fá grænt ljós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2023 11:28 Við undirritun kaupsamningsins. Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, Kjartan Örn Ólafsson, einn eigenda og stjórnarmaður Já, og Einar Pálmi Sigmundsson, stjórnarformaður Já og sérfræðingur hjá Kviku eignastýringu. Vísir Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., móðurfélagi Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Í sáttinni felst að síðasta fyrirvara í samningi um kaup Sýnar er aflétt. Áður hafði fyrirvörum um meðal annars áreiðanleikakönnun og sölu á rekstri Gallup á Íslandi til þriðja aðila verið aflétt. Sýn mun fá Já afhent innan fjórtán daga og mun greiðsla kaupverðs fara fram á afhendingardegi. Með sáttinni hefur Samkeppniseftirlitið samþykkt ákveðnar aðgerðir sem Sýn hefur lagt til, einkum með það að markmiði að koma til móts við möguleg áhrif á virka samkeppni um miðlun símakrárupplýsinga úr númera- og vistfangaskrá fjarskiptafyrirtækja, sem samruninn gæti valdið. Áætluð óbreytt áhrif reksturs Já á Sýn er um 500 milljón króna velta og 70 milljón króna EBITDA, að því er segir í tilkynningu. „Það veitir okkur mikla ánægju að geta tilkynnt að öllum skilyrðum fyrir kaupum á Já er nú fullnægt,“ segir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. „Eftir afhendingu hefst nýr kafli í vegferð Sýnar á vefmiðlum þar sem við munum byggja ofan á þá styrkleika sem Já er þekkt fyrir. Miklar breytingar eru að verða á auglýsingamarkaði en auglýsingamiðlar Sýnar, Vísir og Bylgjan eru leiðandi á sínum mörkuðum og með samþættingu við Já mun vöruframboðið styrkjast enn frekar. Þá verður með kaupunum til ný tekjustoð í þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga m.a. í kringum sýnileika og sölutorg.“ Vilborg Helga Harðardóttir er forstjóri Já. „Við erum full tilhlökkunar yfir að ganga nú til liðs við Sýn og takast á við þau fjölmörgu tækifæri sem við sjáum í því að sameina krafta Já og annarra eininga Sýnar, ekki síst Vísis.“ Ráðgjafar seljanda voru Arctica Finance og LMG Lögmenn og ráðgjafi kaupanda var Landslög. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Samkeppnismál Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Áður hafði fyrirvörum um meðal annars áreiðanleikakönnun og sölu á rekstri Gallup á Íslandi til þriðja aðila verið aflétt. Sýn mun fá Já afhent innan fjórtán daga og mun greiðsla kaupverðs fara fram á afhendingardegi. Með sáttinni hefur Samkeppniseftirlitið samþykkt ákveðnar aðgerðir sem Sýn hefur lagt til, einkum með það að markmiði að koma til móts við möguleg áhrif á virka samkeppni um miðlun símakrárupplýsinga úr númera- og vistfangaskrá fjarskiptafyrirtækja, sem samruninn gæti valdið. Áætluð óbreytt áhrif reksturs Já á Sýn er um 500 milljón króna velta og 70 milljón króna EBITDA, að því er segir í tilkynningu. „Það veitir okkur mikla ánægju að geta tilkynnt að öllum skilyrðum fyrir kaupum á Já er nú fullnægt,“ segir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. „Eftir afhendingu hefst nýr kafli í vegferð Sýnar á vefmiðlum þar sem við munum byggja ofan á þá styrkleika sem Já er þekkt fyrir. Miklar breytingar eru að verða á auglýsingamarkaði en auglýsingamiðlar Sýnar, Vísir og Bylgjan eru leiðandi á sínum mörkuðum og með samþættingu við Já mun vöruframboðið styrkjast enn frekar. Þá verður með kaupunum til ný tekjustoð í þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga m.a. í kringum sýnileika og sölutorg.“ Vilborg Helga Harðardóttir er forstjóri Já. „Við erum full tilhlökkunar yfir að ganga nú til liðs við Sýn og takast á við þau fjölmörgu tækifæri sem við sjáum í því að sameina krafta Já og annarra eininga Sýnar, ekki síst Vísis.“ Ráðgjafar seljanda voru Arctica Finance og LMG Lögmenn og ráðgjafi kaupanda var Landslög. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Samkeppnismál Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent