Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2023 12:30 Fyrsta stopp Svíþjóð og þaðan til Taílands. Það dreymir eflaust marga um að selja húsið, bílinn, allt dótið sem sankað hefur verið að sér í gegnum tíðina og fara bara til útlanda í góða veðrið og verðið. En svo er þetta bara hugmynd sem aldrei verður að veruleika. Þau Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, eiginkona hans matráðurinn Hrefna Katrín Björgvinsdóttir og börn þeirra tvö sem eru þriggja og fimm ára ætla þó að láta af þessu verða. Þau eru búin að selja húsið, fullt af dóti og eru á leið til útlanda í óákveðinn tíma. Sindri Sindrason hitti parið á dögunum og fékk að vita planið en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við ætlum að fara til Taílands og eitthvað meira í rúmt ár, með krakkana og bara njóta lífsins,“ segir Hrefna. „Þessi hugmynd kom í raun frá stráknum okkar, hann spurði mig þegar ég var að fara á sjó af hverju ég þyrfti að fara, af hverju gætum við bara ekki verið í fríi saman og haft það næs. Þá fór ég að pæla í þessu meira og við vildum bara vera í fríi saman og hafa gaman,“ segir Þorvaldur. View this post on Instagram A post shared by Hrefna Katrín (@flakkariprakkari) Húsið var þá sett á sölu, seldist á tveimur vikum og þá hófst skipulagning. „Þá kom Asía upp, ódýrir staðir og spennandi staðir,“ segir Þorvaldur. Vilja vera þar sem góða veðrið er „Nú er að koma vetur í Evrópu og það var ekki í myndinni að fara þangað þar sem okkur langaði að vera þar sem væri hlýtt,“ segir Hrefna en fjölskyldan er lögð af stað til Svíþjóðar þar sem þau verða í viku og síðan er beint flug til Bangkok. Fjölskyldan byrjar á því að vera í einn mánuð á flakki um Taíland og þaðan til Víetnam. „Svo ætlum við bara að bíða aðeins með að ákveða meira og sjá aðeins hvernig þetta fer í krakkana. Ef þetta leggst vel í alla þá ætlum við bara að halda áfram en ef fólk er orðið þreytt á því að ferðast þá förum við bara heim,“ segir Þorvaldur en krakkarnir eru þriggja ára og fimm. Stefnan er samt sem áður sett á að fara aftur til Dalvíkur, þar sem þau bjuggu, næsta haust en það er samt sem áður allt opið í huga þeirra, hvort þau einfaldlega ílengist erlendis. „Þetta er fínn tími til að eiga smá pening inni á bók og við sjáum fyrir okkur að geta nánast lifað á vöxtunum. Þess vegna spilar þetta svæði inn, það er hægt að lifa frekar ódýrt þarna,“ segir Þorvaldur. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag frá því í gærkvöldi en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum Ísland í dag Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Sjá meira
En svo er þetta bara hugmynd sem aldrei verður að veruleika. Þau Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, eiginkona hans matráðurinn Hrefna Katrín Björgvinsdóttir og börn þeirra tvö sem eru þriggja og fimm ára ætla þó að láta af þessu verða. Þau eru búin að selja húsið, fullt af dóti og eru á leið til útlanda í óákveðinn tíma. Sindri Sindrason hitti parið á dögunum og fékk að vita planið en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við ætlum að fara til Taílands og eitthvað meira í rúmt ár, með krakkana og bara njóta lífsins,“ segir Hrefna. „Þessi hugmynd kom í raun frá stráknum okkar, hann spurði mig þegar ég var að fara á sjó af hverju ég þyrfti að fara, af hverju gætum við bara ekki verið í fríi saman og haft það næs. Þá fór ég að pæla í þessu meira og við vildum bara vera í fríi saman og hafa gaman,“ segir Þorvaldur. View this post on Instagram A post shared by Hrefna Katrín (@flakkariprakkari) Húsið var þá sett á sölu, seldist á tveimur vikum og þá hófst skipulagning. „Þá kom Asía upp, ódýrir staðir og spennandi staðir,“ segir Þorvaldur. Vilja vera þar sem góða veðrið er „Nú er að koma vetur í Evrópu og það var ekki í myndinni að fara þangað þar sem okkur langaði að vera þar sem væri hlýtt,“ segir Hrefna en fjölskyldan er lögð af stað til Svíþjóðar þar sem þau verða í viku og síðan er beint flug til Bangkok. Fjölskyldan byrjar á því að vera í einn mánuð á flakki um Taíland og þaðan til Víetnam. „Svo ætlum við bara að bíða aðeins með að ákveða meira og sjá aðeins hvernig þetta fer í krakkana. Ef þetta leggst vel í alla þá ætlum við bara að halda áfram en ef fólk er orðið þreytt á því að ferðast þá förum við bara heim,“ segir Þorvaldur en krakkarnir eru þriggja ára og fimm. Stefnan er samt sem áður sett á að fara aftur til Dalvíkur, þar sem þau bjuggu, næsta haust en það er samt sem áður allt opið í huga þeirra, hvort þau einfaldlega ílengist erlendis. „Þetta er fínn tími til að eiga smá pening inni á bók og við sjáum fyrir okkur að geta nánast lifað á vöxtunum. Þess vegna spilar þetta svæði inn, það er hægt að lifa frekar ódýrt þarna,“ segir Þorvaldur. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag frá því í gærkvöldi en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum
Ísland í dag Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Sjá meira