Lífi fatlaðs fólks slegið á frest Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Silja Steinunnardóttir skrifa 5. október 2023 07:00 Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin! Fjölgun samninga staðið í stað Fyrsta árið eftir lögfestinguna kom vissulega svolítill kippur í fjölgun NPA samninga en árin þar á eftir stóð fjöldi samninga í raun í stað. Í lok síðsta árs voru NPA samningar 89 talsins í stað þeirra 172 sem kveðið hafði verið á um í lögum. Í desember í fyrra voru svo sett ný lög þar sem lofað var allt að 50 nýjum samningum í ár og að fjöldi NPA samninga skyldi vera orðinn allt að 172 í lok næsta árs, 2024. Hingað til hafa hins vegar eingöngu borist óstaðfestar fréttir af 20 nýjum NPA samningum á þessu ári en ekki 50 eins og lofað var. Fatlað fólk upplifir sig nánast í stofufangelsi Á meðan NPA samningum fjölgar lítið sem ekkert, bíður fatlað fólk. Það bíður og er tilneytt til að slá svo mörgu í sínu lífi á frest og upplifir nánast að það búi í stofufangelsi á meðan. Það bíður eftir því að fá samþykki fyrir NPA eða eftir því að fá sinn NPA samning gerðan virkan. Það bíður eftir því að geta ráðið sjálft yfir sínu lífi í stað þess að lúta klukku og hentisemi annarrar þjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það bíður með að stunda vinnu og fara í nám. Það sleppir því að fara út að leika með börnunum sínum. Það sleppir því að fara út á meðal fólks, því hver á að aðstoða það ef það þarf að fara á salernið? Það bíður iðulega í mörg ár eftir því að fá NPA. Það bíður og á meðan rennur lífið hjá. Aukin þátttaka í samfélaginu og bætt líðan með NPA Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 2016 kom m.a. eftirfarandi í ljós: NPA notendur voru margfalt líklegri til að stunda vinnu heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru ríflega tvisvar sinnum líklegri til að stunda nám en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru tæplega þrisvar sinnum líklegri til að búa í húsnæði á eigin vegum og einungis 9% NPA notenda bjuggu í félagslegu húsnæði á móti 44% fatlaðs fólks í samanburðarhópnum. Þá eru ekki talin áhrif NPA á líðan og lífsfyllingu fatlaðs fólks. NPA notendur lögðust mun sjaldnar inn á spítala eða leituðu til bráðamóttökunnar heldur en fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur sögðust mun sjaldnar vera leiðir heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi og engir þeirra sögðust alltaf vera leiðir. NPA notendur urðu sjaldnar fyrir ofbeldi og var t.d. sjaldnar öskrað á þá heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur voru miklu líklegri til að telja sig hafa stjórn á eigin lífi og því hvað þeir gera og hvenær, heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. Loks ber að nefna jákvæð áhrif NPA á líf aðstandenda fatlaðs fólks með NPA. Almennt voru aðstandendur NPA notenda líklegri en aðstandendur í samanburðarhópi, til að telja að NPA styddi við fjölskyldulíf, að NPA auðveldaði notandanum að lifa sjálfstæðu lífi, að ólíklegra væri að þeir hefðu áhyggjur af þjónustu við NPA notandann og áfram mætti telja. Tryggjum sjálfsögð mannréttindi! Stjórnvöldum ber að fylgja lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við sem samfélag hljótum að vilja tryggja fólki sjálfsögð mannréttindi og byggja inngilt samfélag þar sem öll eru þátttakendur! Bíðum ekki lengur. Fjölgið NPA samningum í takt við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar og Silja Steinunnardóttir samskiptastýra miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin! Fjölgun samninga staðið í stað Fyrsta árið eftir lögfestinguna kom vissulega svolítill kippur í fjölgun NPA samninga en árin þar á eftir stóð fjöldi samninga í raun í stað. Í lok síðsta árs voru NPA samningar 89 talsins í stað þeirra 172 sem kveðið hafði verið á um í lögum. Í desember í fyrra voru svo sett ný lög þar sem lofað var allt að 50 nýjum samningum í ár og að fjöldi NPA samninga skyldi vera orðinn allt að 172 í lok næsta árs, 2024. Hingað til hafa hins vegar eingöngu borist óstaðfestar fréttir af 20 nýjum NPA samningum á þessu ári en ekki 50 eins og lofað var. Fatlað fólk upplifir sig nánast í stofufangelsi Á meðan NPA samningum fjölgar lítið sem ekkert, bíður fatlað fólk. Það bíður og er tilneytt til að slá svo mörgu í sínu lífi á frest og upplifir nánast að það búi í stofufangelsi á meðan. Það bíður eftir því að fá samþykki fyrir NPA eða eftir því að fá sinn NPA samning gerðan virkan. Það bíður eftir því að geta ráðið sjálft yfir sínu lífi í stað þess að lúta klukku og hentisemi annarrar þjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það bíður með að stunda vinnu og fara í nám. Það sleppir því að fara út að leika með börnunum sínum. Það sleppir því að fara út á meðal fólks, því hver á að aðstoða það ef það þarf að fara á salernið? Það bíður iðulega í mörg ár eftir því að fá NPA. Það bíður og á meðan rennur lífið hjá. Aukin þátttaka í samfélaginu og bætt líðan með NPA Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 2016 kom m.a. eftirfarandi í ljós: NPA notendur voru margfalt líklegri til að stunda vinnu heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru ríflega tvisvar sinnum líklegri til að stunda nám en fatlað fólk í samanburðarhópi. NPA notendur voru tæplega þrisvar sinnum líklegri til að búa í húsnæði á eigin vegum og einungis 9% NPA notenda bjuggu í félagslegu húsnæði á móti 44% fatlaðs fólks í samanburðarhópnum. Þá eru ekki talin áhrif NPA á líðan og lífsfyllingu fatlaðs fólks. NPA notendur lögðust mun sjaldnar inn á spítala eða leituðu til bráðamóttökunnar heldur en fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur sögðust mun sjaldnar vera leiðir heldur en fatlað fólk í samanburðarhópi og engir þeirra sögðust alltaf vera leiðir. NPA notendur urðu sjaldnar fyrir ofbeldi og var t.d. sjaldnar öskrað á þá heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. NPA notendur voru miklu líklegri til að telja sig hafa stjórn á eigin lífi og því hvað þeir gera og hvenær, heldur en fatlað fólk í samanburðarhópnum. Loks ber að nefna jákvæð áhrif NPA á líf aðstandenda fatlaðs fólks með NPA. Almennt voru aðstandendur NPA notenda líklegri en aðstandendur í samanburðarhópi, til að telja að NPA styddi við fjölskyldulíf, að NPA auðveldaði notandanum að lifa sjálfstæðu lífi, að ólíklegra væri að þeir hefðu áhyggjur af þjónustu við NPA notandann og áfram mætti telja. Tryggjum sjálfsögð mannréttindi! Stjórnvöldum ber að fylgja lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við sem samfélag hljótum að vilja tryggja fólki sjálfsögð mannréttindi og byggja inngilt samfélag þar sem öll eru þátttakendur! Bíðum ekki lengur. Fjölgið NPA samningum í takt við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar og Silja Steinunnardóttir samskiptastýra miðstöðvarinnar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun