Góð samvinna og samtal er uppskrift árangurs Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 4. október 2023 12:01 Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október. Þriðja áherslumál mitt er góð samvinna og samtal. Undanfarin ár höfum við hjá ÖBÍ lyft grettistaki, sýnt hve öflug við erum og hvað við getum. Þar leika málefnahópar ÖBÍ stórt hlutverk með tengingu sinni í aðildarfélögin. Þeirri vinnu er mikilvægt að halda áfram sem og að virkja og valdefla unga fólkið okkar. Við höfum of lengi mætt fordómum og skilningsleysi og það er mín staðfasta trú að við náum mestum árangri með samtali og samvinnu við stjórnvöld og stofnanir þeirra, sem og samfélagið allt. Slík samvinna er uppskrift árangurs og vil ég bjóða fram krafta mína til að leiða þá vinnu áfram.. Í starfi mínu sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks hefur mér verið treyst til að vinna með stjórnvöldum að mörgum mikilvægum réttindamálum fatlaðs fólks. Þar er að mínu mati afar mikilvæg sú vinna sem ég hef tekið þátt í sem fulltrúi ÖBÍ í verkefnastjórn Landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er þar leiðarljósið. Ég brenn fyrir þessu starfi og hef fundið fyrir öflugri hvatningu félaga okkar og trausti til að leiða þá baráttu áfram. Þess vegna gef ég kost á mér sem formaður ÖBÍ réttindafélags. Fimm áherslumál mín í formannskjöri ÖBÍ Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október. Þriðja áherslumál mitt er góð samvinna og samtal. Undanfarin ár höfum við hjá ÖBÍ lyft grettistaki, sýnt hve öflug við erum og hvað við getum. Þar leika málefnahópar ÖBÍ stórt hlutverk með tengingu sinni í aðildarfélögin. Þeirri vinnu er mikilvægt að halda áfram sem og að virkja og valdefla unga fólkið okkar. Við höfum of lengi mætt fordómum og skilningsleysi og það er mín staðfasta trú að við náum mestum árangri með samtali og samvinnu við stjórnvöld og stofnanir þeirra, sem og samfélagið allt. Slík samvinna er uppskrift árangurs og vil ég bjóða fram krafta mína til að leiða þá vinnu áfram.. Í starfi mínu sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks hefur mér verið treyst til að vinna með stjórnvöldum að mörgum mikilvægum réttindamálum fatlaðs fólks. Þar er að mínu mati afar mikilvæg sú vinna sem ég hef tekið þátt í sem fulltrúi ÖBÍ í verkefnastjórn Landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er þar leiðarljósið. Ég brenn fyrir þessu starfi og hef fundið fyrir öflugri hvatningu félaga okkar og trausti til að leiða þá baráttu áfram. Þess vegna gef ég kost á mér sem formaður ÖBÍ réttindafélags. Fimm áherslumál mín í formannskjöri ÖBÍ Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar