Kone kjálkabrotinn og lengi frá eftir högg frá Drungilas: „Fullmikið af því góða“ Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 13:27 Kevin Kone, nýr leikmaður Stjörnunnar verður frá í 6-8 vikur vegna meiðsla. Arnar Guðjónsson þjálfari liðsins segir meiðslin sem hrjá leikmannahóp liðsins núna vera fullmikið af því góða Vísir/Samsett mynd Kevin Kone, nýr erlendur leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, missir af upphafi tímabils í Subway deild karla eftir að hafa kjálkabrotnað þegar Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, gaf honum olnbogaskot í æfingaleik liðanna á dögunum. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir meiðsli Kone bæta gráu ofan á svart fyrir liðið sem er ansi þunnskipað þessa stundina. „Hann er kjálkabrotinn og verður að öllum líkindum frá keppni í sex til átta vikur,“ segir Arnar um stöðuna á Kone sem féll til jarðar eftir olnbogaskot frá Drungilas, leikmanni Tindastóls í æfingarleik liðanna á dögunum. Klippa: Kevin Kone kjálkabrotnar eftir högg frá Drungilas Aðspurður hvernig umrætt atvik horfir við honum vildi Arnar ekki gefa neitt upp varðandi það. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Ég hef bara áhyggjur af stöðunni hjá leikmannahópnum mínum með þessum meiðslum í ofanálag. Það er það sem liggur beinast fyrir mér. Við erum núna með meiddan miðherja og fleiri meidda leikmenn. Það er áhyggjuefni. Við erum komnir svolítið djúpt á róteringuna hjá okkur.“ Áhrifin fjarvera Kone mun hafa á liðið séu ekki komin endanlega í ljós. „En við erum þunnskipaðir í augnablikinu. Hlynur hefur verið að glíma við smá meiðsli, Tómas Þór líka. Við þurftum að kalla til fjármálastjóra félagsins, Pálma Geir. Hann er byrjaður að æfa með okkur svo við séum með mannskap í þetta. Það bætti því gráu ofan á svart að missa Kevin Kone núna. Þetta er strákur sem er í fyrsta skipti í atvinnumennsku. Vont fyrir hann að missa úr fyrstu mánuðina hjá okkur, sama hvort um verður að ræða einn eða tvo mánuði, á sínu fyrsta ári með okkur. Það er auðvitað ekkert gott. Þetta bætist ofan á fleiri meiðsli hjá okkur. Dagur Kár er búinn að vera meiddur sem og Kristján Fannar. Þetta er fullmikið af því góða á meiðslalistanum hjá okkur.“ En hvernig varð Kone við þegar að hann fær fréttirnar um alvarleika meiðslanna? „Hann var bara svekktur eins og allir íþróttamenn verða þegar að þeir fá svona fréttir. Þeim langar flestum að vera inn á vellinum. Auðvitað er hann bara sár og svekktur með að vera ekki að fara hefja tímabilið með okkur en það er bara eins og það er.“ En þýða þessar vendingar að þið munið halda út á leikmannamarkaðinn í leit að styrkingu? „Eins og staðan er í dag er fjárhagurinn hjá deildinni þannig að við erum ekki að fara gera það. Markmiðið, þegar að fjárhagsáætlunin var sett saman, var að við mundum skoða að fá inn kana um áramótin. Það er enn þá planið. Meiðsli ein og sér framleiða ekki pening.“ En svona burt frá öllum þessum vondu fréttum sem ykkur berast. Það er stutt í mót, hvernig er stemningin hjá Stjörnunni fyrir komandi tímabili? „Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun hjá mínum mönnum fyrir því að vera fara aftur af stað. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Við fórum í æfingaferð til Barcelona og liðið hefur verið að slípast saman. Við litum ágætlega vel út á köflum í æfingaleiknum á móti Tindastól á dögunum þrátt fyrir að þunnskipaðir. Í öllum neikvæðu sem hafa verið að berast okkur felast líka jákvæðir hlutir. Það eru ungir strákar sum munu núna vera meira í sviðsljósinu. Við erum með strák sem heitir Ásmundur Múli. Hann er búinn að vera í kringum yngri landslið Íslands og nú bíður hans heljarinnar verkefni sem ég er alveg viss um að hann geti gripið og hlaupið með. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.“ Subway-deild karla Stjarnan Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
„Hann er kjálkabrotinn og verður að öllum líkindum frá keppni í sex til átta vikur,“ segir Arnar um stöðuna á Kone sem féll til jarðar eftir olnbogaskot frá Drungilas, leikmanni Tindastóls í æfingarleik liðanna á dögunum. Klippa: Kevin Kone kjálkabrotnar eftir högg frá Drungilas Aðspurður hvernig umrætt atvik horfir við honum vildi Arnar ekki gefa neitt upp varðandi það. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Ég hef bara áhyggjur af stöðunni hjá leikmannahópnum mínum með þessum meiðslum í ofanálag. Það er það sem liggur beinast fyrir mér. Við erum núna með meiddan miðherja og fleiri meidda leikmenn. Það er áhyggjuefni. Við erum komnir svolítið djúpt á róteringuna hjá okkur.“ Áhrifin fjarvera Kone mun hafa á liðið séu ekki komin endanlega í ljós. „En við erum þunnskipaðir í augnablikinu. Hlynur hefur verið að glíma við smá meiðsli, Tómas Þór líka. Við þurftum að kalla til fjármálastjóra félagsins, Pálma Geir. Hann er byrjaður að æfa með okkur svo við séum með mannskap í þetta. Það bætti því gráu ofan á svart að missa Kevin Kone núna. Þetta er strákur sem er í fyrsta skipti í atvinnumennsku. Vont fyrir hann að missa úr fyrstu mánuðina hjá okkur, sama hvort um verður að ræða einn eða tvo mánuði, á sínu fyrsta ári með okkur. Það er auðvitað ekkert gott. Þetta bætist ofan á fleiri meiðsli hjá okkur. Dagur Kár er búinn að vera meiddur sem og Kristján Fannar. Þetta er fullmikið af því góða á meiðslalistanum hjá okkur.“ En hvernig varð Kone við þegar að hann fær fréttirnar um alvarleika meiðslanna? „Hann var bara svekktur eins og allir íþróttamenn verða þegar að þeir fá svona fréttir. Þeim langar flestum að vera inn á vellinum. Auðvitað er hann bara sár og svekktur með að vera ekki að fara hefja tímabilið með okkur en það er bara eins og það er.“ En þýða þessar vendingar að þið munið halda út á leikmannamarkaðinn í leit að styrkingu? „Eins og staðan er í dag er fjárhagurinn hjá deildinni þannig að við erum ekki að fara gera það. Markmiðið, þegar að fjárhagsáætlunin var sett saman, var að við mundum skoða að fá inn kana um áramótin. Það er enn þá planið. Meiðsli ein og sér framleiða ekki pening.“ En svona burt frá öllum þessum vondu fréttum sem ykkur berast. Það er stutt í mót, hvernig er stemningin hjá Stjörnunni fyrir komandi tímabili? „Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun hjá mínum mönnum fyrir því að vera fara aftur af stað. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Við fórum í æfingaferð til Barcelona og liðið hefur verið að slípast saman. Við litum ágætlega vel út á köflum í æfingaleiknum á móti Tindastól á dögunum þrátt fyrir að þunnskipaðir. Í öllum neikvæðu sem hafa verið að berast okkur felast líka jákvæðir hlutir. Það eru ungir strákar sum munu núna vera meira í sviðsljósinu. Við erum með strák sem heitir Ásmundur Múli. Hann er búinn að vera í kringum yngri landslið Íslands og nú bíður hans heljarinnar verkefni sem ég er alveg viss um að hann geti gripið og hlaupið með. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.“
Subway-deild karla Stjarnan Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik