Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. október 2023 12:15 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. „Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en gengur og gerist meðal kvenna á Íslandi. Laun þeirra eru lægri og starfsöryggi minna. Kallarðu þetta jafnrétti?“ sagði Eliza Reid, forsetafrú, á blaðamannafundi í morgun þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Þar lásu fulltrúar ýmissa hópa eða samtaka upp yfirlýsingar sem enduðu á orðunum „kallarðu þetta jafnrétti?“ - sem er einmitt yfirskrift verkfallsins. Í yfirlýsingu segir að það vísi til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á frekari aðgerðum. Kvennafrídagurin var haldinn fyrst árið 1975 og lögðu þá um níutíu prósent kvenna á Íslandi niður störf til að sýna fram á mikilvægi sitt á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Frá kvennafrídeginum árið 1975 þegar tugir þúsunda íslenskra kvenna gengu út af vinnustöðum sínum og söfnuðust saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Myndina tók Snorri Zóphóníasson.SNORRI ZÓPHÓNÍASSON Síðan þá hafa konur verið hvattar til að leggja niður störf á ákveðnum tíma í samræmi við kynbundinn launamun en í ár verður leitað í upprunann og allur dagurinn er undir. „Núna ákváðum við að raunverulega heiðra þessa upprunalegu merkingu, sem er að konur og kvár eru að leggja niður launuð og ólaunuð störf og það verður útifundur á Arnarhóli klukkan tvö og svo víðs vegar um landið allt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal fjórtán fulltrúa ýmissa samtaka sem mynda framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í Höfuðstöðinni í morgun.Vísir/Helena Rós „Meginkröfurnar eru að öllu kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og sömuleiðis að það verði leiðrétt vanmat á svokölluðum kvennastéttum. Um fjörutíu prósent kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. Sömuleiðis vitum við að meginástæðan fyrir launamun kynjanna er hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Það er að segja stéttir, þar sem konur eru í miklum meirihluta eru á lægri launum en aðrar sambærilegar stéttir og stærsta stökkið sem við getum tekið í að útrýma launamun kynjanna er að leiðrétta þetta vanmat.“ Í yfirlýsingu eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður öll störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin með því að gefa þeim mat, smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum. Karlkyns fjölskyldumeðlimir eigi að standa vaktina þennan dag. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
„Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en gengur og gerist meðal kvenna á Íslandi. Laun þeirra eru lægri og starfsöryggi minna. Kallarðu þetta jafnrétti?“ sagði Eliza Reid, forsetafrú, á blaðamannafundi í morgun þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Þar lásu fulltrúar ýmissa hópa eða samtaka upp yfirlýsingar sem enduðu á orðunum „kallarðu þetta jafnrétti?“ - sem er einmitt yfirskrift verkfallsins. Í yfirlýsingu segir að það vísi til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á frekari aðgerðum. Kvennafrídagurin var haldinn fyrst árið 1975 og lögðu þá um níutíu prósent kvenna á Íslandi niður störf til að sýna fram á mikilvægi sitt á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Frá kvennafrídeginum árið 1975 þegar tugir þúsunda íslenskra kvenna gengu út af vinnustöðum sínum og söfnuðust saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Myndina tók Snorri Zóphóníasson.SNORRI ZÓPHÓNÍASSON Síðan þá hafa konur verið hvattar til að leggja niður störf á ákveðnum tíma í samræmi við kynbundinn launamun en í ár verður leitað í upprunann og allur dagurinn er undir. „Núna ákváðum við að raunverulega heiðra þessa upprunalegu merkingu, sem er að konur og kvár eru að leggja niður launuð og ólaunuð störf og það verður útifundur á Arnarhóli klukkan tvö og svo víðs vegar um landið allt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal fjórtán fulltrúa ýmissa samtaka sem mynda framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í Höfuðstöðinni í morgun.Vísir/Helena Rós „Meginkröfurnar eru að öllu kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og sömuleiðis að það verði leiðrétt vanmat á svokölluðum kvennastéttum. Um fjörutíu prósent kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. Sömuleiðis vitum við að meginástæðan fyrir launamun kynjanna er hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Það er að segja stéttir, þar sem konur eru í miklum meirihluta eru á lægri launum en aðrar sambærilegar stéttir og stærsta stökkið sem við getum tekið í að útrýma launamun kynjanna er að leiðrétta þetta vanmat.“ Í yfirlýsingu eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður öll störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin með því að gefa þeim mat, smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum. Karlkyns fjölskyldumeðlimir eigi að standa vaktina þennan dag. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki.
Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira